fös 25. apríl 2014 09:00 |
|
Spá Fótbolta.net - 6. sćti: ÍBV
Sérfrćđingar Fótbolta.net spá ţví ađ ÍBV endi í sjötta sćti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfrćđingar spá í deildina fyrir okkur ţetta áriđ en ţeir rađa liđunum upp í röđ og ţađ liđ sem er í efsta sćti fćr 12 stig, annađ sćti 11 og svo koll af kolli niđur í tólfta sćti sem gefur eitt stig. ÍBV fékk 73 stig í ţessari spá.
Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Dađi Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guđmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliđi Breiđfjörđ, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiđarsson, Tómas Ţór Ţórđarson, Tryggvi Guđmundsson, Víđir Sigurđsson.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ÍBV 73 stig
7. Fram 66 stig
8. Keflavík 63 stig
9. Ţór 58 stig
10. Fylkir 52 stig
11. Víkingur 32 stig
12. Fjölnir 25 stig
Um liđiđ: Hermann Hreiđarsson og David James lituđu Pepsi-deildina skemmtilega í fyrra en eru nú báđir farnir úr Eyjum. ÍBV endađi í sjötta sćti ţá og er spáđ sama sćti í ár. Sigurđur Ragnar Eyjólfsson, fyrrum ţjálfari kvennalandsliđsins, er tekinn viđ ţjálfun liđsins. ÍBV hefur ţrisvar sinnum orđiđ Íslandsmeistari, síđast 1998.
Hvađ segir Tryggvi? Tryggvi Guđmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liđin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahćsti leikmađur efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorađ 131 mark međ ÍBV, FH og KR. Hér ađ neđan má sjá álit Tryggva.
Styrkleikar: Góđir markverđir og flottir varnarmenn. Ţeir eru vel mannađir í öftustu línu og međ menn sem hafa spilađ nokkuđ lengi vel saman. Svo er ţađ auđvitađ heimavöllurinn sem flokkast sem styrkleiki. Ţađ er ekki ţví ţađ sé einhver brjálćđ stemning ţar en ţađ er eitthvađ viđ hann, liđ eru ekki of hrifin af ţví ađ koma ţangađ og spila leiki.
Veikleikar: Ţađ er lítil sem engin breidd í ţessu liđi. Ţađ er til dćmis afar slćmt ađ Arnór Eyvar mun missa af byrjun móts. Ţađ er alltaf hluti af ţessu ađ einhverjir meiđast og menn fara í leikbönn. Svo vantar Eyjamönnum auđvitađ afgerandi markaskorara. Ţeir hafa skorađ lítiđ í vetur. Víđir er hćfileikaríkur en ekki ţessi týpa sem ţú getur stólađ á ađ skori tíu mörk eđa meira.
Lykilmenn: Matt Garner, Eiđur Aron Sigurbjörnsson og Víđir Ţorvarđarson.
Gaman ađ fylgjast međ: Ţađ verđur spennandi ađ sjá hvernig Sigga Ragga tekst til međ karlaliđ. Eftir gott gengi međ kvennalandsliđinu verđur gaman ađ fylgjast međ hvernig honum á eftir ađ vegna. Ţađ verđur líka spennandi ađ sjá erlendu leikmennina fram á viđ og hvort ţeim takist ađ búa til mörk.
Líklegt byrjunarliđ í upphafi móts:

Stuđningsmađurinn segir - Edda Sif Pálsdóttir
„Ţađ vćri kannski best fyrir mann sjálfan ađ fara međ hóflegar vćntingar inn í sumariđ en ţađ er bara svo leiđinlegt. Innst inni vonast mađur auđvitađ eftir eintómri gleđi, sól og titli. Og sú von lifir alltaf furđulengi."
„Liđiđ missti marga mikilvćga menn fyrir tímabiliđ í fyrra og aftur núna. Tonny Mawejje var algjör lykilmađur í eyjaliđinu og ađ mínu mati einhver besti leikmađur deildarinnar svo hans verđur sárt saknađ. Viđ fáum ţó aftur annan strangtrúađan Úgandamann í hans stađ, Abel Dhaira, sem kann ađ skjóta manni skelk í bringu en ver líka bolta sem enginn annar myndi gera."
„Styrkleiki liđsins er klárlega vörn og markvarsla og ég hef fulla trú á ađ Siggi Raggi bjargi rest. Áfram ÍBV!"
Völlurinn:
ÍBV leikur heimaleiki sína á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Völlurinn tekur um 3000 áhorfendur í heildina en ţar af eru um 1000 í sćti.
Breytingar á liđinu:
Komnir:
Abel Dhaira frá Tansaníu
Atli Fannar Jónsson frá Breiđabliki
Dominic Adams frá Bandaríkjunum
Jonathan Glenn frá Bandaríkjunum
Jökull I Elísabetarson frá Breiđabliki
Farnir:
Aaron Spear í BÍ/Bolungarvík
David James hćttur
Gunnar Már Guđmundsson í Fjölni
Hermann Hreiđarsson
Jón Gísli Ström í ÍR
Ragnar Leósson í Fjölni
Ragnar Pétursson í Ţrótt
Tonny Mawejje til Haugesund
Leikmenn ÍBV sumariđ 2014:
Abel Dhaira
Arnar Bragi Bergsson
Arnór Eyvar Ólafsson
Atli Fannar Jónsson
Bjarni Gunnarsson
Brynjar Gauti Guđjónsson
Dean Martin
Devon Már Griffin
Dominic Khori Adams
Eiđur Aron Sigurbjörnsson
Gauti Ţorvarđarson
Guđjón Orri Sigurjónsson
Gunnar Ţorsteinsson
Ian Jeffs
Jonathan Ricardo Glenn
Jón Ingason
Jökull I Elísabetarson
Matt Garner
Óskar Elías Zoega Óskarsson
Víđir Ţorvarđarson
Yngvi Magnús Borgţórsson
Leikir ÍBV sumariđ 2014:
4. maí Fram - ÍBV
8. maí ÍBV – Stjarnan
12. maí Fylkir - ÍBV
19. maí FH - ÍBV
22. maí ÍBV – Víkingur R.
1. júní Ţór - ÍBV
9. júní ÍBV - Valur
15. júní Breiđablik - ÍBV
22. júní ÍBV - KR
2. júlí Keflavík -ÍBV
13. júlí ÍBV - Fjölnir
20. júlí ÍBV - Fram
27. júlí Stjarnan - ÍBV
6. ágúst ÍBV – Fylkir
10. ágúst ÍBV - FH
18. ágúst Víkingur R. - ÍBV
24. ágúst ÍBV - Ţór
31. ágúst Valur - ÍBV
14. september ÍBV - Breiđablik
21. september KR - ÍBV
28. september ÍBV – Keflavík
4. október Fjölnir - ÍBV
Athugasemdir