Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 22. apríl 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Spá Fótbolta.net - 12. sæti: Fjölnir
Fjölnismenn unnu 1. deildina í fyrra.
Fjölnismenn unnu 1. deildina í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnismenn fagna eftir að hafa tryggt sætið í Pepsi-deildinni.
Fjölnismenn fagna eftir að hafa tryggt sætið í Pepsi-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Már Guðmundsson er kominn aftur í Grafarvoginn.
Gunnar Már Guðmundsson er kominn aftur í Grafarvoginn.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Bergsveinn Ólafsson er fyrirliði Fjölnis.
Bergsveinn Ólafsson er fyrirliði Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Sigurðarson átti gott tímabil með Fjölni í fyrra.
Aron Sigurðarson átti gott tímabil með Fjölni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hægri bakvörðurinn Árni Kristinn Gunnarsson.
Hægri bakvörðurinn Árni Kristinn Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Karl Guðmundsson.
Guðmundur Karl Guðmundsson.
Mynd: Björn Ingvarsson
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Fjölnis endi í tólfta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar. 13 sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fjölnir fékk 25 stig í þessari spá.

Spámennirnir:
Alexander Freyr Einarsson, Arnar Daði Arnarsson, Einar Örn Jónsson, Elvar Geir Magnússon, Freyr Alexandersson, Guðmundur Steinarsson, Gunnlaugur Jónsson. Hafliði Breiðfjörð, Magnús Már Einarsson, Sigurbjörn Hreiðarsson, Tómas Þór Þórðarson, Tryggvi Guðmundsson, Víðir Sigurðsson.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10.?
11 ?
12. Fjölnir 25 stig

Um liðið: Fjölnismenn hafa endurheimt sæti sitt í efstu deild á nýjan leik eftir fall árið 2009. Fjölnir fór í bikarúrslit 2007 og 2008 og lék á meðal þeirra bestu árið 2008 og 2009. Undanfarin ár hafa Fjölnismenn verið í efri hlutanum í 1. deild en ekki náð að endurheimta sætið. Það tókst þó í fyrra þegar liðið sigraði 1. deildina eftir brösuga byrjun.

Hvað segir Tryggvi? Tryggvi Guðmundsson er sérstakur álitsgjafi Fótbolta.net um liðin í Pepsi-deild karla. Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi en hann hefur skorað 131 mark með ÍBV, FH og KR. Hér að neðan má sjá álit Tryggva.

Styrkleikar: Það er gleði og menn hafa gaman að því sem þeir eru að gera. Það er ákveðin stemning í Grafarvoginum og þetta eru allt svakalega miklir vinir. Þeir eiga eftir að fara langt á þessar stemningu sem maður finnur fyrir. Miðvarðapar Fjölnis er sterkt ef þeir eru báðir heilir; Haukur Lárusson og Bergsveinn Ólafsson. Hryggurinn er sterkur með Illuga, Gunna Má og Guðmund Karl í stórum hlutverkum.

Veikleikar: Fjölnir hefur ekki spilað marga leiki í vetur á sínu sterkasta liði. Það hafa verið meiðslavandræði og maður veit ekki hvernig það fer með þá inn í sumarið. Fjölni vantar afgerandi markaskorara þó Ragnar Leósson hafi verið að skila mörkum í vetur. Það vantar mann sem er algjörlega „strikerinn". Ég myndi segja að veikleiki sé í bakvarðastöðunum. Þar hafa þeir hæga leikmenn eða unga og óreynda.

Lykilmenn: Bergsveinn Ólafsson, Guðmundur Karl Guðmundsson og Aron Sigurðarson.

Gaman að fylgjast með: Það verður spennandi að fylgjast með Aroni Sigurðarsyni í sóknarleiknum, það er engin spurning. Hann hefur verið að glíma við meiðsli en var frábær í fyrra og býr yfir miklum hæfileikum. Ég er líka spenntur fyrir að sjá Einar Karl Ingvarsson sem kom frá FH. Sá leikmaður minnir mig að miklu leyti á Jack Wilshere.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Stuðningsmaðurinn segir - Guðlaugur Þór Þórðarson
,,Það er gott að vera vanmetinn. Þetta verður ekki niðurstaðan, ég get lofað því. Fjölnir verður áfram í úrvalsdeild eftir þetta sumar. Þetta eru flottir strákar og það er góð stemning í liðinu."

,,Þetta er byggt upp á réttum forsendum, þetta er byggt upp á því öfluga ungliðastarfi sem er í Grafarvogi. Það eru strákar sem hafa verið hér í yngri flokkunum sem halda því uppi og bera merki félagsins. Það er stefna félagsins og ég tel að það sé rétt stefna. Þeir hafa staðið undir væntingum til þessa og ég á ekki von á öðru en að svo verði áfram."


Völlurinn:
Fjölnisvöllur er með sæti fyrir 690 manns


Breytingar á liðinu:

Komnir:
Christopher Tsonis frá Tindastóli
Einar Karl Ingvarsson frá FH á láni
Gunnar Már Guðmundsson frá ÍBV
Gunnar Valur Gunnarsson frá KA
Ragnar Leósson frá ÍBV

Farnir:
Geir Kristinsson í Selfoss
Kolbeinn Kristinsson í Selfoss
Ómar Hákonarson hættur


Leikmenn Fjölnis sumarið 2014:
1 Steinar Gunnarsson (M)
2 Gunnar Valur Gunnarsson
3 Árni Kristinn Gunnarsson
4 Gunnar Már Guðmundsson
5 Bergsveinn Ólafsson
6 Atli Már Þorbergsson
7 Július Orri Óskarsson
8 Ragnar Leósson
9 Þórir Guðjónsson
10 Aron Sigurðarson
11 Viðar Ari Jónsson
12 Þórður Ingason (M)
13 Jóhann Óli Þórbjörnsson
14 Ágúst Örn Ágústsson
15 Haukur Lárusson
16 Guðmundur Böðvar Guðjónsson
17 Magnús Pétur Bjarnason
18 Hallgrímur Andri Jóhannsson
19 Marinó Þór Jakobsson
20 Illugi Gunnarsson
21 Brynjar Steinþórsson
22 Matthew Turner Ratajczak
23 Guðmundur Þór Júlíusson
24 Sveinn Atli Árnason
25 Einar Karl Ingvarsson
27 Anton Freyr Ársælsson
28 Christopher Paul Tsonis
29 Guðmundur Karl Guðmundsson


Leikir Fjölnis 2014:
4. maí Fjölnir - Víkingur R.
8. maí Þór - Fjölnir
11.maí Fjölnir - Valur
18. maí Breiðablik - Fjölnir
22. maí Fjölnir - KR
1. júní Keflavík - Fjölnir
11. júní Fjölnir - FH
15. júní - Fjölnir - Fram
22. júní Stjarnan - Fjölnir
2. júlí Fjölnir - Fylkir
13. júlí ÍBV - Fjölnir
21. júlí Víkingur R. - Fjölnir
27. júlí Fjölnir - Þór
6. ágúst Valur - Fjölnir
11. ágúst Fjölnir - Breiðablik
18. ágúst KR - Fjölnir
25. ágúst Fjölnir - Keflavík
31. ágúst FH - Fjölnir
15. september Fram - Fjölnir
21. september Fjölnir - Stjarnan
28. september Fylkir - Fjölnir
4. október Fjölnir - ÍBV
Athugasemdir
banner
banner
banner