Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 28. maí 2016 08:00
Elvar Geir Magnússon
Ungur dómari fær sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Helgi Mikael Jónasson verður aðaldómari í Pepsi-deild karla í fyrsta sinn þegar Víkingur Reykjavík tekur á móti ÍA annað kvöld.

Helgi verður jafnframt yngsti dómari deildarinnar en hann er fæddur árið 1993.

Hann þykir mjög efnilegur dómari og hefur farið hratt upp metorðastiga KSÍ. Hann hefur fengið góða dóma fyrir frammistöðu sína í Inkasso-deildinni í upphafi sumars og fékk til að mynda 9 í einkunnagjöf Fótbolta.net þegar hann dæmdi leik Grindavíkur og Leiknis F. um síðustu helgi.

Frosti Viðar Gunnarsson og Rúna Kristín Stefánsdóttir verða aðstoðardómarar Helga á leiknum í Víkinni en þarna mætast liðin í 9. og 10. sæti deildarinnar.

Þrír leikir verða í deildinni á morgun. Þóroddur Hjaltalín dæmir leik Þróttar og ÍBV en Þorvaldur Árnason heldur um flautuna á stórleik KR og Vals.

sunnudagur 29. maí
17:00 Þróttur R.-ÍBV (Þróttarvöllur)
19:15 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
20:00 KR-Valur (Alvogenvöllurinn)

mánudagur 30. maí
19:15 Fylkir-Fjölnir (Floridana völlurinn)
19:15 FH-Víkingur Ó. (Kaplakrikavöllur)
20:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsung völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner