Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 30. apríl 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
Þrír Íslendingar í liði umferðarinnar í Danmörku - Flott mörk
Kolbeinn Birgir Finnsson.
Kolbeinn Birgir Finnsson.
Mynd: Getty Images
Danska úrvalsdeildin hefur opinberað úrvalslið 27. umferðar og þar eigum við Íslendingar þrjá fulltrúa.

Kolbeinn Finnsson í Lynby er í vinstri bakverði en hann lagði upp mark Lyngby í jafntefli gegn Vejle 1-1. Markið lagði hann upp fyrir Sævar Atla Magnússon.

Lyngby er í harðri baráttu fyrir lífi sínu í deildinni.

Stefán Teit­ur Þórðar­son hjá Sil­ke­borg er á miðjunni í úrvalsliðinu en hann skoraði í óvæntum stórsigri á Midtjylland 3-0. Silkeborg er í sjötta sæti.

Svo er Orri Steinn Óskarsson að sjálfsögðu í liðinu eftir að hafa skorað þrennu gegn AGF.

Eitt af mörkum Orra og mark Sævars eru tilnefnd sem mark umferðarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner