0
Norður-Írland


Tehelné pole
Undankeppni EM
Dómari: Craig Pawson (England)
Áhorfendur: 22.500 (Uppselt)
('80)
('89)
('65)
('80)
('65)
('89)
('80)
('80)
Viðbrögð frá Bratislava væntanleg.
Gult spjald: Martin Dúbravka (Slóvakía )
Virðist þó eftir allt í lagi.
Slóvakar fá svo annað horn strax í kjölfarið.
Við erum sennilega ekki að fara að skemma nein partý í kvöld en það má vel bæta sig og gera þetta að einhverjum leik.Korter eða svo til stefnu.
MARK!Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
Hornspurnan frá Jóa virkilega góð á nærsvæðið. Spurning hvort að Guðlaugur Viktor nái snertingu en það breytir því ekki að Andri Lucas rekur út hnéð í markteignum og stýrir boltanum í netið af stuttu færi.
Það er ekkert eðlilega vont að horfa upp á þetta. Úff
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) November 16, 2023
Slóvakía líta út eins og topp 10 lið í heiminum gegn okkur
Vel slakur varnarleikur og sóknarplanið virðist vera að negla fram.
Kristian engin greiði gerður að byrja þennan leik og vera svo skipt útaf í hálfleik. #fotboltinet
Weak mentality er ekki orð sem átti von á því að tengja við íslenska landsliðið en það er því miður saga þessa árs.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) November 16, 2023
Fín spilamennska oft á tíðum en uppgjöf og barnaleg mistök trekk í trekk.
Þessi varnarleikur er hrein hörmung og markvarslan lítið betri. Allt í molum nánast frá a-ö hjá íslenska liðinu og falleinkunn hjá flestum.????
— Guðmundur Hilmarsson (@GummiHilmars) November 16, 2023
MARK!Kolbeinn tapar boltanum við miðlínu úti til vinstri. Slóvakar skipta boltanum yfir á hægri vænginn þar sem Lukas leikur inn völlinn og snýr boltann í hornið fjær.
Elías átti líklega að gera betur. Var í boltanum en úlnliðurinn ekki nægjanlega sterkur til að koma boltanum frá.
Hirti frákastið eftir varið skot frá Elíasi en var langt fyrir innan þegar skotið kom.
MARK!Flest allt við þetta mark slakt af Íslands hálfu.
Heimamenn hefja hér leik í síðari hálfleik. Ísland hefur 45 minútur til þess að freista þess að eyðileggja þeirra partý.
Marktilraunir: 7-1
Sóknir: 18-5
Nákvæmni sendinga: 86% - 71%
VAR og Ísland. Nefnið verra samband.#Fotboltinet
— Sölvi Haralds (@Breiiiiiiiiiii) November 16, 2023
Mér fannst brotið á okkar manni og ég er frábær dómari! #fotboltinet
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) November 16, 2023
Þetta víti verður að vera síðasti naglinn í líkkistu VAR.
— Hörður ? (@horduragustsson) November 16, 2023
Guð minn góður #fotbolti
Þessir ensku dómarar eru með öllu vanhæfir!!!!!!!!!!
— Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) November 16, 2023
Þetta er ALDREI víti!#fotboltinet
LOOOOL!!! Enskir dómarar jafn vonlausir í landsleikjum og í PL.
— Rikki G (@RikkiGje) November 16, 2023
Mark úr víti!
MARK!Stoðsending: Lukas Haraslín
Í þessum skrifuðu orðum eru Slóvakar í STÓRHÆTTULEGRI sókn en Alfons nær að hreinsa frá, vel gert!
Hvar hefur Willum verið allt mitt líf, Þvílíkur andskotans leikmaður. #fotboltinet
— Fannar Bjarki Pétursson (@FannarPetursson) November 16, 2023
MARK!Stoðsending: Guðlaugur Victor Pálsson
ÞAÐ SLÆR ÞÖGN Á STUÐNINGSMENN SLÓVAKÍU!
Þvílík sending hjá Guðlaugi Victori líka! Löng sending, draumabolti.
Flutningurinn á þjóðsöng Íslands algjörlega til fyrirmyndar. Ég hólkaðist allur upp og langaði að keppa fyrir land mitt, gæsahúð heima í stofu ????????
— Sindri Jensson (@sindrijensson) November 16, 2023
Ókey, djöfull negldu Slóvakarnir þetta með því að ráða þessa íslensku söngkonu. Stórt prik fyrir það!
— Stefán Pálsson (@Stebbip) November 16, 2023
Áfram Ísland!





Liðin eru að hita upp á vellinum og fólk að koma sér fyrir. Einn vinsælasti plötusnúðurinn í Bratislava sér um að hita fólk í stúkunni upp. Það er frídagur á morgun hér í Slóvakíu og alveg ljóst að púbbsalan á vellinum verður ljómandi góð.

Hér má sjá Elías Rafn Ólafsson í upphitun. Age Hareide heldur sig við sömu varnarlínu og var í síðustu tveimur leikjum og þá heldur hann sig við Elías í markinu.


„Já það er markmiðið," svaraði Kristian Hlynsson þegar hann var spurður að því í vikunni hvort hann vonaðist ekki eftir því að leika sinn fyrsta A-landsleik í þessum landsleikjaglugga.
Þessum nítján ára leikmanni líst vel á komandi leiki. Hann hefur verið í landsliðshópnum síðustu leiki en þurft að bíða eftir tækifærinu.
Age Hareide landsliðsþjálfari hefur ekki leynt aðdáun sinni á Kristian sem fótboltamanni og sagði á dögunum að hann væri hreinlega aðdáandi hans.
„Það var bara flott. Vonandi eru allir þjálfarar sem maður fer til aðdáendur manns og vilja að ég spili," sagði Kristian þegar hann var spurður út í ummæli hins norska. Kristian spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu í Vínarborg í vikunni.
Búið er að lýsa leikvanginn upp í fánalitunum að utan og þegar voru farnar að myndast raðir við hliðin. Það er uppselt á leikinn og má búast við góðu partíi. En það er partí sem við ætlum okkur að eyðileggja!


„Þetta eru tveir mjög flottir leikir, tveir erfiðir leikir líka. Þetta eru tveir útileikir. Ég held að við séum að hugsa þetta allir nokkuð eins, koma saman sem lið og kannski undirbúa leikina í mars," segir Willum Þór Willumsson.
„Við eigum pínulítinn séns (á að komast í gegnum riðilinn), við förum inn í Slóvakíuleikinn og reynum að vinna hann og sjáum hvað gerist. Aðal fókusinn er að undirbúa marsleikina og gera liðið tilbúið fyrir þá."
Erum að stefna í rétta átt
Willum telur að íslenska landsliðið sé á réttri leið og þróunin hafi verið í rétta átt síðan hann kom inn í liðið.
„Ég held að hún hafi verið nokkuð góð. Við spiluðum tvo góða leiki þá og vorum óheppnir að fá ekki stig. Við höfum byggt ofan á það núna og þróunin hefur verið fín. Mér finnst við vera að stefna í rétta átt og erum betri með hverjum glugganum."
Hann segir fulla trú á því innan hópsins að liðið nái því markmiði að komast á EM í Þýskalandi.
„Algjörlega. Við erum með fullt af flottum leikmönnum, mönnum sem eru að spila vel í Evrópu og eru að gera vel. Við ættum að eiga góða möguleika gegn liðunum sem við mætum líklega í mars svo ég held að það sé full trú á því."

Arnór Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net í vikunni og var fyrst spurður að því hvernig hann væri gíraður fyrir komandi leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal?
„Mjög gíraður. Við vitum að það er ennþá möguleiki í gegnum undankeppnina. Þó hann sé ekki mikill þá þurfum við að hafa trú á meðan hann er til staðar. Við reynum að sækja sex stig," segir Arnór.
Ísland tapaði gegn báðum þessum andstæðingum á Laugardalsvelli í sumar en sýndi góða frammistöðu.
„Við sýndum í sumar, eins og gegn Portúgal, að við getum staðið í þessum liðum ef við sýnum liðsheild. Við höfum verið hvað þekktastir fyrir aga og góðan varnarleik. Gegn Slóvakíu getum við líka nýtt gæðin okkar fram á við. Við höfum sýnt það hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað, við þurfum bara að koma í boltanum."
Það er sérstaklega mikil samkeppni um sóknarstöðurnar í íslenska landsliðinu.
„Við erum allir vinir, við vitum að það er samkeppni en á sama tíma erum við að styðja hvern annan eins mikið og hægt er. En samkeppni er jákvæð og ýtir manni bara enn frekar í að standa sig."
Leikmenn tala allir um það að liðið sé að þróast í rétta átt.
„Það er ekki nóg að tala bara um að við séum á réttri leið, við þurfum líka að sýna það. Það er langlíklegast að við förum í þetta umspil í mars og við þurfum bara að byggja ofan á það sem er jákvætt og laga það sem laga þarf."

Dómari: Craig Pawson ENG
Aðstoðardómari 1: Simon Bennett ENG
Aðstoðardómari 2: Lee Betts ENG
Fjórði dómari: Andrew Madley ENG
VAR dómari: Christopher Kavanagh ENG
Aðstoðar VAR dómari: Michael Salisbury ENG

Varnarmaðurinn harðskeytti Milan Skriniar, leikmaður PSG, er fyrirliði Slóvakíu. Hann segir að Slóvakar setji stefnuna á sigur gegn Íslandi, ekki verði spilað upp á jafntefli.
Slóvakíu nægir jafntefli til að innsigla EM sætið og uppselt er á þjóðarleikvanginn í Bratislava. Slóvakía vann 2-1 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í júní.
„Leikurinn á Íslandi var erfiður og einkenndist af líkamlegri baráttu. Lukkudísirnar voru með okkur í liði. En við höfum bætt okkur sem lið síðan í júní," segir Skriniar.
„Það kann ekki góðri lukku að stýra að spila upp á jafntefli. Við förum inn í þessa leiki í þessum glugga með það markmið að taka sex stig. Það yrði frábært að tryggja okkur EM sætið fyrir framan fullan völl á heimavelli. Við spiluðum ekki nægilega vel á Íslandi og töpuðum boltanum oft. Þeir fengu hættulegar sóknir úr því og við megum ekki láta það endurtaka sig."

Hákon Arnar Haraldsson er ekki leikfær en hann er að glíma við meiðsli í kálfa. Vonast er til þess að hann geti tekið þátt í leiknum á sunnudaginn.
Frá upprunalega landsliðshópnum sem kynntur var í síðustu viku þurfti Age Hareide að gera tvær breytingar vegna meiðsla. Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ellertsson komu inn í hópinn fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og Mikael Anderson.

Ísland á tvo leiki eftir í undankeppni EM; það er þessi leikur gegn Slóvakíu og svo leikur gegn Portúgal á sunnudag.
Ísland á enn tölfræðilega möguleika á að trygga sér á EM í gegnum riðilinn en líkurnar eru litlar. Það er því eðlilegast að líta á komandi leiki sem mikilvæga undirbúningsleiki fyrir væntanlegt umspil í mars. Umspilið ræðst af árangri í Þjóðadeildinni og verður stakur undanúrslitalekur 21. mars og úrslitaleikur 26. mars
Leikur Slóvakíu og Íslands hefst 19:45 að íslenskum tíma, 20:45 að staðartíma.
Tehelné pole leikvangurinn tekur um 22.500 áhorfendur en hann er glæsilegt mannvirki. Hann var endurbyggður og var þessi nýi leikvangur formlega tekinn í notkun 2019.
('62)
('73)
('73)
('46)
('25)
('46)
('73)
('25)
('62)
('73)






















