Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   mán 13. nóvember 2023 20:54
Elvar Geir Magnússon
Vín
Willum: Full trú á því að við getum komist á EM
Age Hareide landsliðsþjálfari og Willum Þór Willumsson.
Age Hareide landsliðsþjálfari og Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands í Vínarborg í kvöld. Ísland er að búa sig undir útileiki gegn Slóvakíu á fimmtudag og Portúgal á sunnudag.

Ísland á enn tölfræðilega möguleika á að trygga sér á EM í gegnum riðilinn en líkurnar eru litlar sem engar, hreint ekki raunhæfar. Það er því eðlilegast að líta á komandi leiki sem mikilvæga undirbúningsleiki fyrir væntanlegt umspil í mars.

„Þetta eru tveir mjög flottir leikir, tveir erfiðir leikir líka. Þetta eru tveir útileikir. Ég held að við séum að hugsa þetta allir nokkuð eins, koma saman sem lið og kannski undirbúa leikina í mars," segir Willum

„Við eigum pínulítinn séns (á að komast í gegnum riðilinn), við förum inn í Slóvakíuleikinn og reynum að vinna hann og sjáum hvað gerist. Aðal fókusinn er að undirbúa marsleikina og gera liðið tilbúið fyrir þá."

Erum að stefna í rétta átt
Willum telur að íslenska landsliðið sé á réttri leið og þróunin hafi verið í rétta átt síðan hann kom inn í liðið.

„Ég held að hún hafi verið nokkuð góð. Við spiluðum tvo góða leiki þá og vorum óheppnir að fá ekki stig. Við höfum byggt ofan á það núna og þróunin hefur verið fín. Mér finnst við vera að stefna í rétta átt og erum betri með hverjum glugganum."

Hann segir fulla trú á því innan hópsins að liðið nái því markmiði að komast á EM í Þýskalandi.

„Algjörlega. Við erum með fullt af flottum leikmönnum, mönnum sem eru að spila vel í Evrópu og eru að gera vel. Við ættum að eiga góða möguleika gegn liðunum sem við mætum líklega í mars svo ég held að það sé full trú á því."

Sóknarlega er breiddin mikil í íslenska liðinu og samkeppnin hörð.

„Ég held að það sé mjög erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið, það eru margir góðir leikmenn og þá sérstaklega fram á við," segir Willum sem hefur verið að spila fantavel með Go Ahead Eagles í hollensku deildinni en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann einnig um gott gengi sitt þar.
Athugasemdir
banner
banner