Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   mán 13. nóvember 2023 20:54
Elvar Geir Magnússon
Vín
Willum: Full trú á því að við getum komist á EM
Age Hareide landsliðsþjálfari og Willum Þór Willumsson.
Age Hareide landsliðsþjálfari og Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Willum Þór Willumsson ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands í Vínarborg í kvöld. Ísland er að búa sig undir útileiki gegn Slóvakíu á fimmtudag og Portúgal á sunnudag.

Ísland á enn tölfræðilega möguleika á að trygga sér á EM í gegnum riðilinn en líkurnar eru litlar sem engar, hreint ekki raunhæfar. Það er því eðlilegast að líta á komandi leiki sem mikilvæga undirbúningsleiki fyrir væntanlegt umspil í mars.

„Þetta eru tveir mjög flottir leikir, tveir erfiðir leikir líka. Þetta eru tveir útileikir. Ég held að við séum að hugsa þetta allir nokkuð eins, koma saman sem lið og kannski undirbúa leikina í mars," segir Willum

„Við eigum pínulítinn séns (á að komast í gegnum riðilinn), við förum inn í Slóvakíuleikinn og reynum að vinna hann og sjáum hvað gerist. Aðal fókusinn er að undirbúa marsleikina og gera liðið tilbúið fyrir þá."

Erum að stefna í rétta átt
Willum telur að íslenska landsliðið sé á réttri leið og þróunin hafi verið í rétta átt síðan hann kom inn í liðið.

„Ég held að hún hafi verið nokkuð góð. Við spiluðum tvo góða leiki þá og vorum óheppnir að fá ekki stig. Við höfum byggt ofan á það núna og þróunin hefur verið fín. Mér finnst við vera að stefna í rétta átt og erum betri með hverjum glugganum."

Hann segir fulla trú á því innan hópsins að liðið nái því markmiði að komast á EM í Þýskalandi.

„Algjörlega. Við erum með fullt af flottum leikmönnum, mönnum sem eru að spila vel í Evrópu og eru að gera vel. Við ættum að eiga góða möguleika gegn liðunum sem við mætum líklega í mars svo ég held að það sé full trú á því."

Sóknarlega er breiddin mikil í íslenska liðinu og samkeppnin hörð.

„Ég held að það sé mjög erfitt fyrir þjálfarana að velja liðið, það eru margir góðir leikmenn og þá sérstaklega fram á við," segir Willum sem hefur verið að spila fantavel með Go Ahead Eagles í hollensku deildinni en í viðtalinu hér að ofan ræðir hann einnig um gott gengi sitt þar.
Athugasemdir
banner