Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava annað kvöld en ljóst er að Hákon Arnar Haraldsson verður ekki með í leiknum vegna meiðsla.
Fótbolti.net spáir því að Willum Þór Willumsson verði settur í meira sóknarhlutverk og vinni rétt fyrir aftan Orra Stein Óskarsson í leiknum á morgun. Alfreð Finnbogason gerir einnig sterkt tilkall til að byrja í fremstu víglínu.
Meiðsli Hákons auka enn frekar líkurnar á því að Kristian Hlynsson spili sinn fyrsta landsleik á morgun en Fótbolti.net spáir að það yrði þá af bekknum.
Fótbolti.net spáir því að Willum Þór Willumsson verði settur í meira sóknarhlutverk og vinni rétt fyrir aftan Orra Stein Óskarsson í leiknum á morgun. Alfreð Finnbogason gerir einnig sterkt tilkall til að byrja í fremstu víglínu.
Meiðsli Hákons auka enn frekar líkurnar á því að Kristian Hlynsson spili sinn fyrsta landsleik á morgun en Fótbolti.net spáir að það yrði þá af bekknum.
Á miðsvæðinu í líklegu byrjunarliði eru Jói Berg og Arnór Ingvi, þó ekki sé ólíklegt að Ísak Bergmann byrji leikinn á morgun.
Stór spurning er hver muni verja markið en Age Hareide gaf ekkert upp á fréttamannafundi í dag. Við teljum það vísbendingu um að Elías Rafn Ólafsson verði áfram í markinu en hann lék gegn Liechtenstein í síðasta leik.
Leikur Slóvakíu og Íslands hefst 19:45 á morgun.
sland á enn tölfræðilega möguleika á að trygga sér á EM í gegnum riðilinn en líkurnar eru litlar sem engar, hreint ekki raunhæfar. Það er því eðlilegast að líta á komandi leiki sem mikilvæga undirbúningsleiki fyrir væntanlegt umspil í mars. Umspilið ræðst af árangri í Þjóðadeildinni og verður stakur undanúrslitalekur 21. mars og úrslitaleikur 26. mars.
Age Hareide er að slípa liðið saman fyrir umspilið mikilvæga. Eins og skýrt var á fréttamannafundi hans í síðustu viku er trúin á að lokaniðurstaðan verði sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi. Það er markmiðið.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir