Liverpool hefur sett sig í samband við fólk sem er nátengt Alexander Isak - Úlfarnir horfa til Jota
Orri Sigurður: Erum bara búnir að tapa einum eða tveimur leikjum í allan vetur
Segir leikinn hafa farið í rugl: „Skilst að hann hafi bara kýlt hann í andlitið"
Túfa segist ekki vera að leita að markverði: „Þarf ekki að spá hvort dómurinn var réttur eða rangur"
Ferðast með bát í heimaleikina - „Tilbúinn að spila allsstaðar"
Þórir Jóhann: Var súrt að þurfa að sitja heima
Hungur og HM draumar í Aroni Einari - „Góður vinur minn Aron Pálmars talaði um það sama“
Orri nýr fyrirliði Íslands: Mjög stoltur og hlakka til að leiða strákana
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
   þri 14. nóvember 2023 16:50
Elvar Geir Magnússon
Bratislava
Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Vínarborg í dag og var fyrst spurður að því hvernig hann væri gíraður fyrir komandi leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal?

„Mjög gíraður. Við vitum að það er ennþá möguleiki í gegnum undankeppnina. Þó hann sé ekki mikill þá þurfum við að hafa trú á meðan hann er til staðar. Við reynum að sækja sex stig," segir Arnór.

Ísland tapaði gegn báðum þessum andstæðingum á Laugardalsvelli í sumar en sýndi góða frammistöðu.

„Við sýndum í sumar, eins og gegn Portúgal, að við getum staðið í þessum liðum ef við sýnum liðsheild. Við höfum verið hvað þekktastir fyrir aga og góðan varnarleik. Gegn Slóvakíu getum við líka nýtt gæðin okkar fram á við. Við höfum sýnt það hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað, við þurfum bara að koma í boltanum."

Það er sérstaklega mikil samkeppni um sóknarstöðurnar í íslenska landsliðinu.

„Við erum allir vinir, við vitum að það er samkeppni en á sama tíma erum við að styðja hvern annan eins mikið og hægt er. En samkeppni er jákvæð og ýtir manni bara enn frekar í að standa sig."

Leikmenn tala allir um það að liðið sé að þróast í étta árr.

„Það er ekki nóg að tala bara um að við séum á réttri leið, við þurfum líka að sýna það. Það er langlíklegast að við förum í þetta umspil í mars og við þurfum bara að byggja ofan á það sem er jákvætt og laga það sem laga þarf."

Í viðtalinu ræðir Arnór einnig um Blackburn, enska fótboltaumhverfið og áhugann sem er á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner