Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   þri 14. nóvember 2023 16:50
Elvar Geir Magnússon
Bratislava
Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Vínarborg í dag og var fyrst spurður að því hvernig hann væri gíraður fyrir komandi leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal?

„Mjög gíraður. Við vitum að það er ennþá möguleiki í gegnum undankeppnina. Þó hann sé ekki mikill þá þurfum við að hafa trú á meðan hann er til staðar. Við reynum að sækja sex stig," segir Arnór.

Ísland tapaði gegn báðum þessum andstæðingum á Laugardalsvelli í sumar en sýndi góða frammistöðu.

„Við sýndum í sumar, eins og gegn Portúgal, að við getum staðið í þessum liðum ef við sýnum liðsheild. Við höfum verið hvað þekktastir fyrir aga og góðan varnarleik. Gegn Slóvakíu getum við líka nýtt gæðin okkar fram á við. Við höfum sýnt það hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað, við þurfum bara að koma í boltanum."

Það er sérstaklega mikil samkeppni um sóknarstöðurnar í íslenska landsliðinu.

„Við erum allir vinir, við vitum að það er samkeppni en á sama tíma erum við að styðja hvern annan eins mikið og hægt er. En samkeppni er jákvæð og ýtir manni bara enn frekar í að standa sig."

Leikmenn tala allir um það að liðið sé að þróast í étta árr.

„Það er ekki nóg að tala bara um að við séum á réttri leið, við þurfum líka að sýna það. Það er langlíklegast að við förum í þetta umspil í mars og við þurfum bara að byggja ofan á það sem er jákvætt og laga það sem laga þarf."

Í viðtalinu ræðir Arnór einnig um Blackburn, enska fótboltaumhverfið og áhugann sem er á honum.
Athugasemdir
banner