Anderson til United? - Arsenal í viðræðum við lykilmenn - Tveir á förum frá United - 18 ára vekur athygli
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
   þri 14. nóvember 2023 16:50
Elvar Geir Magnússon
Bratislava
Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Vínarborg í dag og var fyrst spurður að því hvernig hann væri gíraður fyrir komandi leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal?

„Mjög gíraður. Við vitum að það er ennþá möguleiki í gegnum undankeppnina. Þó hann sé ekki mikill þá þurfum við að hafa trú á meðan hann er til staðar. Við reynum að sækja sex stig," segir Arnór.

Ísland tapaði gegn báðum þessum andstæðingum á Laugardalsvelli í sumar en sýndi góða frammistöðu.

„Við sýndum í sumar, eins og gegn Portúgal, að við getum staðið í þessum liðum ef við sýnum liðsheild. Við höfum verið hvað þekktastir fyrir aga og góðan varnarleik. Gegn Slóvakíu getum við líka nýtt gæðin okkar fram á við. Við höfum sýnt það hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað, við þurfum bara að koma í boltanum."

Það er sérstaklega mikil samkeppni um sóknarstöðurnar í íslenska landsliðinu.

„Við erum allir vinir, við vitum að það er samkeppni en á sama tíma erum við að styðja hvern annan eins mikið og hægt er. En samkeppni er jákvæð og ýtir manni bara enn frekar í að standa sig."

Leikmenn tala allir um það að liðið sé að þróast í étta árr.

„Það er ekki nóg að tala bara um að við séum á réttri leið, við þurfum líka að sýna það. Það er langlíklegast að við förum í þetta umspil í mars og við þurfum bara að byggja ofan á það sem er jákvætt og laga það sem laga þarf."

Í viðtalinu ræðir Arnór einnig um Blackburn, enska fótboltaumhverfið og áhugann sem er á honum.
Athugasemdir