Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 14. nóvember 2023 16:50
Elvar Geir Magnússon
Bratislava
Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net á hóteli landsliðsins í Vínarborg í dag og var fyrst spurður að því hvernig hann væri gíraður fyrir komandi leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal?

„Mjög gíraður. Við vitum að það er ennþá möguleiki í gegnum undankeppnina. Þó hann sé ekki mikill þá þurfum við að hafa trú á meðan hann er til staðar. Við reynum að sækja sex stig," segir Arnór.

Ísland tapaði gegn báðum þessum andstæðingum á Laugardalsvelli í sumar en sýndi góða frammistöðu.

„Við sýndum í sumar, eins og gegn Portúgal, að við getum staðið í þessum liðum ef við sýnum liðsheild. Við höfum verið hvað þekktastir fyrir aga og góðan varnarleik. Gegn Slóvakíu getum við líka nýtt gæðin okkar fram á við. Við höfum sýnt það hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað, við þurfum bara að koma í boltanum."

Það er sérstaklega mikil samkeppni um sóknarstöðurnar í íslenska landsliðinu.

„Við erum allir vinir, við vitum að það er samkeppni en á sama tíma erum við að styðja hvern annan eins mikið og hægt er. En samkeppni er jákvæð og ýtir manni bara enn frekar í að standa sig."

Leikmenn tala allir um það að liðið sé að þróast í étta árr.

„Það er ekki nóg að tala bara um að við séum á réttri leið, við þurfum líka að sýna það. Það er langlíklegast að við förum í þetta umspil í mars og við þurfum bara að byggja ofan á það sem er jákvætt og laga það sem laga þarf."

Í viðtalinu ræðir Arnór einnig um Blackburn, enska fótboltaumhverfið og áhugann sem er á honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner