Xavi Simons, Baleba, Höjlund, Akliouche, Kevin, Dibling, Garnacho og fleiri góðir í slúðri dagsins
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
Kalli um mark Úlfu Dísar: Eitthvað sturlað og ekki í fyrsta sinn sem ég sé þetta
Bjarni Jó: Meiri stíll yfir okkur
Hemmi Hreiðars: Rándýr dómaramistök
   mán 13. nóvember 2023 20:20
Elvar Geir Magnússon
Vín
„Mætti um morguninn og var sagt að ég væri kominn í annan klefa“
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu í Vínarborg í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu í Vínarborg í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian í leik með Ajax.
Kristian í leik með Ajax.
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já það er markmiðið," svaraði Kristian Hlynsson þegar hann var spurður að því hvort hann vonaðist ekki eftir því að leika sinn fyrsta A-landsleik í þessum landsleikjaglugga.

Þessum nítján ára leikmanni líst vel á komandi leiki, gegn Slóvakíu á fimmtudag og Portúgal á sunnudag. Hann hefur verið í landsliðshópnum síðustu leiki en er enn að bíða eftir tækifærinu.

Age Hareide landsliðsþjálfari hefur ekki leynt aðdáun sinni á Kristian sem fótboltamanni og sagði á dögunum að hann væri hreinlega aðdáandi hans.

„Það var bara flott. Vonandi eru allir þjálfarar sem maður fer til aðdáendur manns og vilja að ég spili," sagði Kristian þegar hann var spurður út í ummæli hins norska. Kristian spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu í Vínarborg í kvöld.

Þó enn séu örlitlir tölfræðilegir möguleikar á að Ísland komist upp úr riðlinum má búast við því að umspil verði niðustaðan

„Það er allt hægt. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum að eiga okkar allra besta leik til að vinna þau."

   08.11.2023 14:00
„Ég er mikill aðdáandi Kristians Hlynssonar"

Ljósið í myrkrinu hjá Ajax
Kristian er einn okkar efnilegasti leikmaður og hefur verið að fá stærra og stærra hlutverk með hollenska stórliðinu Ajax. Á dögunum var tilkynnt að hann væri alfarið orðinn leikmaður aðalliðsins og dagar hans hjá varaliðinu og unglingaliðinu taldir. Það þýðir að hann er kominn í nýjan klefa á æfingasvæðinu.

„Það var mjög gaman. Ég mætti um morguninn og mér var sagt að ég væri kominn í annan klefa," segir Kristian.

Talað hefur verið um að Kristian sé einn af fáum björtum punktum á erfiðu tímabili Ajax. Liðið var í botnsætinu í Hollandi nýlega og blóðheitir stuðningsmenn létu óánægju sína í ljós.

„Þegar maður er inni á vellinum þá fókusar maður meira á leikinn. Ef við vinnum eru allir glaðir. Svo vilja stuðningsmennirnir fá meira ef ekki gengur nægilega vel. Það er bara markmiðið að klifra upp töfluna og gera vonandi aðeins betur í Evrópudeildinni og komast áfram þar," segir Kristian en Ajax hefur aðeins náð að rétta úr kútnum, er í tólfta sæti af átján liðum.

   02.11.2023 12:13
„Í svartnættinu hjá Ajax skín íslenskt ljós"

Athugasemdir
banner