Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   mán 13. nóvember 2023 20:20
Elvar Geir Magnússon
Vín
„Mætti um morguninn og var sagt að ég væri kominn í annan klefa“
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu í Vínarborg í kvöld.
Kristian Nökkvi Hlynsson á æfingu í Vínarborg í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristian í leik með Ajax.
Kristian í leik með Ajax.
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já það er markmiðið," svaraði Kristian Hlynsson þegar hann var spurður að því hvort hann vonaðist ekki eftir því að leika sinn fyrsta A-landsleik í þessum landsleikjaglugga.

Þessum nítján ára leikmanni líst vel á komandi leiki, gegn Slóvakíu á fimmtudag og Portúgal á sunnudag. Hann hefur verið í landsliðshópnum síðustu leiki en er enn að bíða eftir tækifærinu.

Age Hareide landsliðsþjálfari hefur ekki leynt aðdáun sinni á Kristian sem fótboltamanni og sagði á dögunum að hann væri hreinlega aðdáandi hans.

„Það var bara flott. Vonandi eru allir þjálfarar sem maður fer til aðdáendur manns og vilja að ég spili," sagði Kristian þegar hann var spurður út í ummæli hins norska. Kristian spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu í Vínarborg í kvöld.

Þó enn séu örlitlir tölfræðilegir möguleikar á að Ísland komist upp úr riðlinum má búast við því að umspil verði niðustaðan

„Það er allt hægt. Þetta eru tvö mjög góð lið og við þurfum að eiga okkar allra besta leik til að vinna þau."

   08.11.2023 14:00
„Ég er mikill aðdáandi Kristians Hlynssonar"

Ljósið í myrkrinu hjá Ajax
Kristian er einn okkar efnilegasti leikmaður og hefur verið að fá stærra og stærra hlutverk með hollenska stórliðinu Ajax. Á dögunum var tilkynnt að hann væri alfarið orðinn leikmaður aðalliðsins og dagar hans hjá varaliðinu og unglingaliðinu taldir. Það þýðir að hann er kominn í nýjan klefa á æfingasvæðinu.

„Það var mjög gaman. Ég mætti um morguninn og mér var sagt að ég væri kominn í annan klefa," segir Kristian.

Talað hefur verið um að Kristian sé einn af fáum björtum punktum á erfiðu tímabili Ajax. Liðið var í botnsætinu í Hollandi nýlega og blóðheitir stuðningsmenn létu óánægju sína í ljós.

„Þegar maður er inni á vellinum þá fókusar maður meira á leikinn. Ef við vinnum eru allir glaðir. Svo vilja stuðningsmennirnir fá meira ef ekki gengur nægilega vel. Það er bara markmiðið að klifra upp töfluna og gera vonandi aðeins betur í Evrópudeildinni og komast áfram þar," segir Kristian en Ajax hefur aðeins náð að rétta úr kútnum, er í tólfta sæti af átján liðum.

   02.11.2023 12:13
„Í svartnættinu hjá Ajax skín íslenskt ljós"

Athugasemdir
banner