Framundan eru síðustu tveir leikir Íslands í riðlinum í undankeppni Evrópumótsins. Ísland mætir Slóvakíu í Bratislava á fimmtudaginn og Portúgal í Lissabon næsta sunnudag.
Ísland er í fjórða sæti riðilsins með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Portúgal hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og hefur unnið alla átta leiki sína til þessa. Slóvakía er í öðru sæti riðilsins með 16 stig.
Langmestar líkur eru á því að Ísland fari í umspil um sæti á EM í Þýskalandi í gegnum Þjóðadeildarárangur en það umspil fer fram í mars, undanúrslit 21. mars og úrslit 26. mars. Það má líta á komandi leiki sem undirbúning fyrir umspilið.
Fótbolti.net skoðar hvernig er að ganga hjá leikmönnunum sem valdir voru í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi leiki.
Ísland er í fjórða sæti riðilsins með 10 stig þegar tveir leikir eru eftir. Portúgal hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins og hefur unnið alla átta leiki sína til þessa. Slóvakía er í öðru sæti riðilsins með 16 stig.
Langmestar líkur eru á því að Ísland fari í umspil um sæti á EM í Þýskalandi í gegnum Þjóðadeildarárangur en það umspil fer fram í mars, undanúrslit 21. mars og úrslit 26. mars. Það má líta á komandi leiki sem undirbúning fyrir umspilið.
Fótbolti.net skoðar hvernig er að ganga hjá leikmönnunum sem valdir voru í íslenska landsliðshópinn fyrir komandi leiki.
08.11.2023 12:48
Hareide með skýr skilaboð - „Verði ykkur að góðu!"
Markverðir:
Rúnar Alex Rúnarsson (28) - Cardiff City (27 landsleikir)
Varamarkvörður í Wales - Rúnar Alex, sem hefur varið mark Íslands í öllum leikjum undankeppninnar fyrir utan einn, er á láni hjá Cardiff frá Arsenal og er í hlutverki varamarkvarðar hjá velska félaginu. Hefur aðeins spilað einn af sextán deildarleikjum og tvo deildabikarleiki.
Hákon Rafn Valdimarsson (22) - IF Elfsborg (4 landsleikir)
Sjóðheitur í Svíþjóð - Lykilmaður hjá Elfsborg sem missti af Svíþjóðarmeistaratitlinum með tapi gegn Malmö í lokaumferðinni í dag. Hefur átt magnað tímabil og er tilnefndur sem markvörður ársins. Talið er að hann taki næsta skref á ferlinum og verði seldur.
Elías Rafn Ólafsson (23) - C. D. Mafra (5 landsleikir)
Í portúgölsku B-deildinni - Ver mark Mafra í portúgölsku B-deildinni þar sem hann er á lánssamningi frá Midtjylland. Skiptar skoðanir eru á styrkleika deildarinnar en Midtjylland er með hann í sínum framtíðarplönum. Elías Var í markinu í sigri Íslands gegn Liechtenstein í síðasta glugga.
19.10.2023 13:00
Elías með yfirburði í könnun á því hver eigi að verja mark Íslands
Varnarmenn:
Alfons Sampsted (25) - Twente (20 landsleikir)
Byrjar alla leiki í Hollandi - Hægri bakvörðurinn er í byrjunarliðinu í öllum leikjum Twente sem situr í þriðja sæti hollensku úrvalsdeildarinnar. Alfons er kominn með tvær stoðsendingar í deildinni.
Guðlaugur Victor Pálsson (32) - KAS Eupen (40 landsleikir, 1 mark)
Með bandið í Belgíu - Lykilmaður hjá Íslandi og einnig lykilmaður í vörn Eupen sem er í tólfta sæti í belgísku úrvalsdeildinni. Hefur verið fyrirliði liðsins í síðustu sjö leikjum.
Sverrir Ingi Ingason (30) - FC Midtjylland (44 landsleikir, 3 mörk)
Lykilmaður hjá Midtjylland - Eitt fyrsta nafnið á blað hjá Midtjylland sem er í þriðja sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Mikil ábyrgð er á hans herðum bæði hjá landi og liði.
Hjörtur Hermannsson (28) - Pisa SC (26 landsleikir, 1 mark)
Úti í kuldanum í Písa - Hjörtur fær afskaplega fáar mínútur hjá Pisa í ítölsku B-deildinni. Er geymdur á bekknum og hefur aðeins komið við sögu í einum af síðustu tíu deildarleikjum
Guðmundur Þórarinsson (31) - OFI Crete FC (12 landsleikir)
Fastamaður í Grikklandi - Leikur hvern einasta leik fyrir OFI Crete sem er um miðja deild í grísku úrvalsdeildinni. Ellefu umferði eru búnar og Guðmundur er kominn með eitt mark.
Kolbeinn Finnsson (24) - Lyngby Boldklub (6 landsleikir)
Stimplað sig vel inn - Hefur leikið virkilega vel með Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni þar sem hann er fastamaður. Hefur fylgt því á eftir með því að stimpla sig vel inn með íslenska landsliðinu. Gengi Lyngby hefur dalað eftir góða byrjun á tímabilinu og liðið er án sigurs í fimm leikjum.
10.11.2023 15:16
Gylfi meiddur og verður ekki með landsliðinu - Andri Lucas kemur inn
Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (34) - Al Arabi (102 landsleikir, 5 mörk)
Á leið á lán - Landsliðsfyrirliðinn er ekkert að spila en hann greindi frá því fyrir mánuði síðan að hann myndi að öllum líkindum fara á láni frá Al Arabi í janúar. Hann er ekki einn af fimm erlendum leikmönnum sem félagið skráði fyrir tímabilið og þarf því að leita annað til að spila.
Ísak Bergmann Jóhannesson (20) - Düsseldorf (22 landsleikir, 3 mörk)
Fundið sig vel í Þýskalandi - Ísak hefur fundið sig vel í þýsku B-deildinni en þangað fór hann á láni frá FCK. Spilar alla leiki Düsseldorf en liðið hefur hinsvegar tapað tveimur leikjum í röð og er í fimmta sæti.
Hákon Arnar Haraldsson (20) - LOSC Lille (15 landsleikir, 3 mörk)
Að aðlagast í Frakklandi - Hákon er enn að aðlagast nýrri deild og hefur að mestu verið í hlutverki varamanns í frönsku deildinni. Var ónotaður varamaður í 1-1 jafntefli gegn Toulouse um helgina.
Jóhann Berg Guðmundsson (33) - Burnley (88 landsleikir, 8 mörk)
Byrjunarliðsmaður hjá Burnley - Hefur byrjað síðustu þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni, eftir að hafa misst af fjórum leikjum í röð vegna meiðsla. Burnley hefur átt erfiða byrjun á tímabilinu og er í neðsta sæti.
Arnór Ingvi Traustason (30) - IFK Norrköping (51 landsleikur, 5 mörk)
Byrjar alltaf - Fastamaður á miðsvæðinu allt tímabilið hjá Norrköping sem hafnaði í níunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar.
Kristian Nökkvi Hlynsson (19) - Ajax
Ljósið í myrkri Ajax - Kemur fyrsti A-landsleikur Kristians í þessum glugga? Kristian hefur verið einn af fáum ljósum punktum á erfiðu tímabili Ajax og byrjað fimm síðustu deildarleiki. Skoraði tvö mörk gegn Utrecht í síðasta mánuði.
Stefán Teitur Þórðarson (25) - Silkeborg IF (17 landsleikir, 1 mark)
Að leika vel í Danmörku - Byrjunarliðsmaður á miðju Silkeborgar sem er í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Minnti vel á sig með þrennu gegn Lyngby í síðasta mánuði og skoraði gegn Viborg fyrir viku síðan.
08.11.2023 14:00
„Ég er mikill aðdáandi Kristians Hlynssonar"
Kant- og sóknarmenn:
Willum Þór Willumsson (25) - Go Ahead Eagles - (6 landsleikir)
Skoraði um helgina - Skoraði mikilvægt sigurmark í hollensku úrvalsdeildinni um helgina og er með fimm deildarmörk í tólf leikjum. Byrjar alla leiki fyrir Go Ahead Eagles sem er í fimmta sæti.
Mikael Egill Ellertsson - Venezia (13 landsleikir, 1 mark)
Að eiga flott tímabil á Ítalíu - Byrjar alla leiki Venezia í ítölsku B-deildinni. Liðið er í öðru sæti, tveimur stigum frá toppnum og Mikael er kominn með eitt mark og þrjár stoðsendingar. Kom inn í landsliðshópinn eftir að Mikael Anderson nafni hans dró sig út vegna meiðsla.
Jón Dagur Þorsteinsson (24) - OH Leuven - 32 leikir, 4 mörk
Í fallbaráttu í Belgíu - OH Leuven er í þriðja neðsta sæti belgísku deildarinnar. Jón Dagur hefur spilað þrettán af fjórtán leikjum tímabilsins og er með tvö mörk og þrjár stoðsendingar.
Arnór Sigurðsson (24) - Blackburn Rovers - 28 landsleikir, 2 mörk
Kominn með þrjú mörk í Championship - Hefur spilað níu leiki með Blackburn í ensku B-deildinni eftir að hafa verið að glíma við meiðsli í upphafi tímabils. Skagamaðurinn er á láni hjá Blackburn frá CSKA Moskvu en samningur hans við rússneska félagið rennur út næsta sumar.
Alfreð Finnbogason (34) - KAS Eupen (71 leikur, 18 mörk
Að koma inn af bekknum - Er búinn að spila ellefu leiki með Eupen í belgísku deildinni, skorað eitt mark og átt fjórar stoðsendingar. Hefur í síðustu fjórum leikjum komið inn af bekknum á lokakafla leikja.
Orri Steinn Óskarsson (19) - FC Kaupmannahöfn (4 landsleikir, 1 mark)
Byrjaði gegn Bröndby - Þessi spennandi sóknarmaður er kominn með þrjú mörk í dönsku úrvalsdeildinni og var í byrjunarliðinu í markalausum leik gegn Bröndby um helgina. Þá hefur Orri fengið mikinn spiltíma hjá Age Hareide og greinilegt að sá norski hefur mikla trú á honum.
Andri Lucas Guðjohnsen (21) - Lyngby Boldklub (16 landsleikir, 4 mörk)
Fimm mörk í ellefu leikjum - Hefur skorað fimm mörk í ellefu leikjum fyrir Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Var kallaður upp í A-landsliðið vegna meiðsla Gylfa Þórs Sigurðssonar.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir