Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Holland
4
0
Ísland
Xavi Simons '22 1-0
Virgil van Dijk '49 2-0
Donyell Malen '79 3-0
Wout Weghorst '93 4-0
10.06.2024  -  18:45
De Kuip
Vináttulandsleikur
Dómari: Evángelos Manoúchos (Grikkland)
Byrjunarlið:
1. Bart Verbruggen (m)
4. Virgil van Dijk
5. Nathan Aké ('66)
6. Stefan de Vrij
7. Xavi Simons ('75)
10. Memphis Depay ('84)
11. Cody Gakpo ('75)
14. Tijjani Reijnders
16. Joey Veerman
22. Denzel Dumfries
24. Jerdy Schouten ('66)

Varamenn:
13. Justin Bijlow (m)
23. Mark Flekken (m)
2. Lutsharel Geertruida
3. Matthijs de Ligt
3. Stefan de Vrij
8. Georginio Wijnaldum ('66)
9. Wout Weghorst ('84)
12. Jeremie Frimpong ('75)
15. Micky van de Ven ('66)
17. Daley Blind
18. Donyell Malen ('75)
19. Brian Brobbey
20. Teun Koopmeiners
25. Steven Bergwijn
26. Ryan Gravenberch

Liðsstjórn:
Ronald Koeman (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur Hollands staðreynd hér í kvöld.

Okkar menn í Rotterdam með viðtöl og viðbrögð er líður á kvöldið.
Sverrir Örn Einarsson
93. mín MARK!
Wout Weghorst (Holland)
Stoðsending: Donyell Malen
Wout Weghorst kemur boltanum í netið eftir snarpa sókn Hollands. Dæmt af á vellinum en af endursýningum að dæma mun það standa!
'
Fyrrum Man Utd maðurinn sem komst ekki í liðið hjá Burnley rekur síðasta naglann í kistunna
Sverrir Örn Einarsson
92. mín
Ísak vinnur horn fyrir Ísland.

Kristian Nökkvi tekur Verbruggen grípur það.
Sverrir Örn Einarsson
91. mín
Uppbótartími er að lágmarki fjórar mínútur.

Eitt mark væri alveg góð gjöf heim í þessum seinni leik Icesave glugga íslenska landsliðsins. (já ég er svona gamall og bitur)
Sverrir Örn Einarsson
89. mín
Skemmtileg sókn frá Hollandi sem finna Frimpong úti hægra megin er hann eltir bolta sem aö öllu jöfnu var ómögulegur. Ísak stígur hann bara út og skýlir boltanum útaf
Sverrir Örn Einarsson
84. mín
Inn:Kristian Hlynsson (Ísland) Út:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
84. mín
Inn: Wout Weghorst (Holland) Út:Memphis Depay (Holland)
Sverrir Örn Einarsson
81. mín
Snöggt og banvænt eða ekki Frimpong fær boltann úti hægra megin og setur boltann í svæðið milli varnar og markmanns. Þar mætir Memphis og setur boitann í netið af stuttu færi.

Grikinn er samt að skoða þetta í VAR.

MArkið er dæmt af þar sem Micky Van der Ven fær boltann í höndina í uppbygginguni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
79. mín MARK!
Donyell Malen (Holland)
Stoðsending: Memphis Depay
Memphis á eigin vallarhelmingi fær boltann og tíma og pláss til að horfa yfir völinn. Teiknar sendingu inn fyrir vörn Íslands sem stendur hátt á Malen. Hann nýtir sér það stingur sér innfyrir og skorar á nærstöngina framhjá Hákoni
Sverrir Örn Einarsson
77. mín
Depay hendir í eina proper dýfu við vítateig Íslands. Túlipanafólkið í stúkunni ekki sátt en sá gríski með þetta allt á hreinu.
Sverrir Örn Einarsson
75. mín
Inn:Donyell Malen (Holland) Út: Xavi Simons (Holland)
Sverrir Örn Einarsson
75. mín
Inn:Jeremie Frimpong (Holland) Út:Cody Gakpo (Holland)
Sverrir Örn Einarsson
74. mín
Svo nálægt Góð fyrirgjöf úr aukaspyrnu frá hægri inn á teig Hollands frá Jóa Berg. Sverrir Ingi fyrstur á boltann en skalli hans framhjá markinu,
Sverrir Örn Einarsson
71. mín
Stangarskot Stefán Teitur með skot upp úr engu af fáránlega löngu færi sem smellur í stönginni!

Svei mér þá litli fingur á Verbruggen sá til þess að þetta varð ekki stórglæsilegt mark.
Sverrir Örn Einarsson
70. mín
Depay með skemmtilega sendingu innfyrir vörnina á Gakpo en Hákon mætir úr markinu og hirðir boltann.
Sverrir Örn Einarsson
67. mín
Heimamenn vinna boltann hátt á vellinum. Wijnaldum finnur Dumfries úti til hægri sem reynir fyrirgjöf en Valgeir skilar boltanum í horn.

Ekkert kemur upp úr horninu
Sverrir Örn Einarsson
66. mín
Inn:Micky van de Ven (Holland) Út:Nathan Aké (Holland)
Sverrir Örn Einarsson
66. mín
Inn:Georginio Wijnaldum (Holland) Út:Jerdy Schouten (Holland)
Sverrir Örn Einarsson
64. mín
Gigi Wijnaldum og Micky van de Ven að gera sig klára á hliðarlínunni fyrir Holland
Sverrir Örn Einarsson
62. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
62. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Mikael Anderson (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
61. mín
Tvöföld breyting frá Íslandi í vændum
Sverrir Örn Einarsson
60. mín
Snertingar að svíkja
Andri Lucas að komast í kjörstöðu við teig Hollands en missir boltann frá sér.
Sverrir Örn Einarsson
57. mín
Xavi Simons með skot sem er nær því að enda á sporbraut en í markinu.
Sverrir Örn Einarsson
55. mín
Alvöru tækifæri
Jón Dagur vinnur boltann inn á teig Hollands eftir hornið en í stað þess að vera gráðugur og setja boltann á markið reynir hann að finna samherja í teignum. Hollendingar komast á milli en boltinn á Andra Lucas sem reynir skot sem fer í varnarmann.

Flaggið að endingu á loft.
Sverrir Örn Einarsson
54. mín
Jói Berg með skot af talsverðu færi sem fer af varnarmanni afturfyrir.

Ísland fær horn.
Sverrir Örn Einarsson
50. mín
Jón Dagur og Denzel Dumfries að kýtast á miðjum vellinum. Alvöru dólgur í Jóni Degi sem lætur Denzel heyra það. Grikkinn með flautuna eitthvað að reyna að tjónka við þeim en má sín lítils.

Þessi slagur verður áhugaverður.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sverrir Örn Einarsson
49. mín MARK!
Virgil van Dijk (Holland)
Stoðsending: Nathan Aké
Úff
Hornspyrnan tekin yfir á fjær þar sem Ake er fyrstur á boltann, hann skallar aftur inn á miðjan markteiginn þar sem Van Dijk af öllum mönnum er aleinn og getur varla annað en skorað.
Sverrir Örn Einarsson
48. mín
Denzel Dumfries sækir hornspyrnu fyrir heimamenn
Sverrir Örn Einarsson
47. mín
Cody Gakpo í dauðafæri eftir sendingu frá Memphis en Hákon fljótur út og ver. Flaggið á loft líka svo það hefði ekki talið.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Hollendingar sparka okkur af stað á ný.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Ein breyting í hálfleik
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks Skot á markið: 3-0
Skot ekki á markið: 8-0
Með boltann: 63% - 37%
Hornspyrnur: 5-1
Rangstöður: 1-0
45. mín
Hálfleikur
Ake skallar framhjá og dómarinn flautar til hálfleiks.
45. mín
Dumfries með fyrirgjöf sem fer í Jón Dag og afturfyrir. Horn.
42. mín
Jón Dagur með hættulega fyrirgjöf meðfram grasinu, Aké nær að koma boltanum frá.
41. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

39. mín
Memphis komst í stórhættulega stöðu, skaut úr nokkuð þröngu færi og Hákon náði að loka á þetta.
38. mín
Jón Dagur reynir að koma boltanum á Hákon en sendingin ekki nægilega góð. Það væri nú hressandi að ná eins og einni marktilraun bráðlega.
36. mín
Gakpo með skot sem fer naumlega framhjá.
34. mín
Valgeir Lunddal hrasar á vellinum en nær að sparka boltanum frá, hinsvegar dæmdur brotlegur. Braut á Memphis.
33. mín
Bjarki Steinn með fyrirgjöf sem Van Dijk hreinsar frá.
31. mín
Ísland lítið að ná að halda í boltann núna, erum ekki að ná að skapa okkur neitt.
28. mín
De Vrij freistar gæfunnar, skýtur hátt yfir markið.
27. mín
Memphis nálægt því að skora annað mark fyrir Holland en boltinn fer naumlega framhjá.
26. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

22. mín MARK!
Xavi Simons (Holland)
Stoðsending: Denzel Dumfries
Xavi setur boltann inn af stuttu færi eftir að Dumfries skallaði boltann til hans.

Hollendingar hafa tekið forystuna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
21. mín
Stórhætta við mark Íslands, Hákon misreiknar eitthvað fyrirgjöf frá Dumfries og Memphis reynir að 'klippa' boltann inn en skotið fer framhjá.
20. mín
Jói Berg með hornspyrnuna, fær boltann aftur til sín og tekur fyrirgjöf sem Verbruggen handsamar.
19. mín
Mikael Anderson gerir vel og vinnur hornspyrnu. Fyrsta horn Íslands.
18. mín
Dumfries reynir fyrirgjöf en Kolbeinn kemst fyrir og Holland fær hornspyrnu. Ekki verið að gera mikið úr hornunum hingað til.
17. mín
Létt myndaveisla frá Hafliða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

16. mín
Jörundur Áki og Toddi í VIPpinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

16. mín
Memphis með skot sem Hákon slær yfir markið.
15. mín
Xavi Simons fær tækifæri að sanna sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þessi ungi hæfileikaríki leikmaður hefur ekki fundið sig nægilega vel í landsleikjum með Hollandi en fær tækifærið í kvöld.
13. mín
Valgeir undir þrýstingi frá Memphis og Hollendingar fá hornspyrnu.
12. mín
Dumfries með skalla, þarf að teygja sig í boltann og skallar hátt yfir markið.
Svipmyndir frá Hákoni í Lille
9. mín
Mikael Anderson með fyrirgjöf en De Vrij kemur boltanum í burtu.
7. mín
Memphis skaut í vegginn úr aukaspyrnunni, Veerman átti svo skot yfir í kjölfarið.
7. mín
Holland fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Brotið á Xavi Simons.
6. mín
Jón Dagur brýtur á De Vrij í baráttunni um boltann við hliðarlínuna.
5. mín
Memphis að setja pressuna á Hákon Rafn og brýtur á honum.
4. mín
Ísland er að halda vel í boltann hér á fyrstu mínútunum.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland hóf leik - Hákon Arnar með fyrstu spyrnuna Ísland sækir í átt að De Witte Aap í fyrri hálfleik.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir eru að baki og þá er komið að aðalréttinum Íslendingar alhvítir í þessum leik í kvöld.
Fyrir leik
Furðar sig á því að Valgeir sé valinn frekar en Brynjar Kári Árnason sérfræðingur á Stöð 2 Sport furðar sig á liðsvalinu í kvöld, og því að Valgeir Lunddal sé látinn spila miðvörð.

„Ég var að lofsyngja Valgeir Lunddal í síðasta leik en mér finnst rosalega skrítið að hann sé tekinn inn í seinni bylgjunni. Þeir eru með hafsent sem er heill. Ef Brynjar er klár, af hverju valdiru þá ekki Valgeir á undan í hópinn?" sagði Kári í upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir leikinn.

Davíð Snorri Jónasson aðstoðarþjálfari landsliðsins sagði frá því í viðtali við Stöð 2 Sport að Valgeir hafi verið tekinn inn sem miðvörður og hafi hreinlega verið valinn framyfir Brynjar í dag.
Fyrir leik
Partístemning í Rotterdam! Það eru reykvélar og lifandi tónlist, svið staðsett í stúkunni. Hollendingar kunna að halda partí!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Jú hendum í eina í viðbót
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Vill fólk ekki fleiri myndir af Memphis með bandið? Jú hér er ein í viðbót:
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hafliði Breiðfjörð er með myndavélina og tók þessa fínu mynd af Memphis með hárbandið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Farið að birta til Það hefur hellirignt síðustu klukkustundir en sú gula er farin að láta sjá sig og byrjað að birta til á góðum tímapunkti. Leikvangurinn er þannig byggður að það hafa ekki allir vallargestir fengið skjól fyrir rigningunni.
Fyrir leik
Memphis með hárbandið góða Memphis Depay er mættur með hvíta hárbandið sem hann spilaði með í sigrinum gegn Kanada og vakti mikla athygli hjá hollenskum fjölmiðlum. Ronald Koeman var sérstaklega spurður að því á fréttamannafundi hvað honum þætti um bandið. Koeman sagði að það truflaði sig afskaplega lítið.

Memphis er án félags eftir að hafa yfirgefið Atletico Madrid og vill sýna sig fyrir mögulegum nýjum vinnuveitendum.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Góðar minningar frá Hollandi 2015 Ísland vann hreint út sagt stórkostlegan 1-0 útisigur gegn Hollandi í leik árið 2015 í undankeppni EM. Þá var leikið í Amsterdam og ég var einnig á vellinum þá.

Íslenska landsliðið tryggði sér þennan sögufræga sigur með marki frá Gylfa Sigurðssyni úr vítaspyrnu sem Birkir Bjarnason fiskaði. Íslenska liðið átti í raun hættulegustu færi leiksins þó Hollendingar hafi verið meira með boltann og átt þó nokkur langskot.

Með sigrinum sló Ísland áhugavert met. Ísland varð fyrsta landsliðið til að vinna Holland í báðum leikjum liðanna í riðlakeppni undankeppni stórmóts. Fyrri leikurinn á Laugardalsvelli fór 2-0 fyrir Íslandi.

Þetta var jafnframt í fyrsta skiptið í sögunni sem Holland tapaði í undankeppni EM á heimavelli.
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Hollands
Mynd: Elvar Geir Magnússon

Fyrir leik
Traditional Icelandic rok og rigning Það er íslenskt veður í Rotterdam þessa stundina. Rok og rigning. Ef þig langar í sturtu í stúkunni þá er það ekkert mál.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valgeir Lunddal byrjar Valgeir Lunddal Friðriksson kemur inn í byrjunarliðið í stað Daníels Leó sem er meiddur. Það er eina breytingin frá byrjunarliðinu gegn Englandi.

Valgeir er vanur því að spila sem bakvörður en leikur sem miðvörður í kvöld.

Mynd: Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ísland unnið tvo síðustu leiki Fjórtán sinnum áður hafa Ísland og Holland mæst í A landsliðum karla, þar af voru tveir leikir í undankeppni ÓL 1988. Ísland hefur unnið tvo sigra og eru það einmitt síðustu tvær viðureignir liðanna – báðir leikir í undankeppni EM 2016. Tvisvar hafa liðin skilið jöfn og Hollendingar hafa unnið 10 sinnum.
Fyrir leik
Leikið í Pottinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Um er að ræða heimavöll Feyenoord en leikvangurinn var upphaflega vígður 1937. Hann hefur gengið í gegnum nokkrar endurbætur síðan.

Hollenska landsliðið hefur spilað heimaleiki á vellinum alveg frá því hann var vígður. Úrslitaleikur Þjóðadeildarinnar í fyrra var leikinn á vellinum, Spánn vann Króatíu í vítakeppni eftir markalausan leik.

De Kup, eða Potturinn, er sögufrægur völlur og er oft á listum yfir skemmtilegustu leikvanga Evrópu enda myndast þar oftast góð stemning.

Hann tekur um 50 þúsund áhorfendur en mikil umræða hefur verið um að byggja nýjan leikvang enda er De Kuip að mörgu leyti barn síns tíma.
Fyrir leik
Miðjumaður Barcelona ekki með í kvöld
   09.06.2024 12:56
De Jong spilar ekki gegn Íslandi
Fyrir leik
Jóhann Berg Guðmundsson:
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Við hvernig andstæðingum má búast?

„Þetta verður kannski svipað (og gegn Englandi). Við eigum eftir að þurfa að verjast ansi mikið. Hollendingar elska að halda í boltann en við vitum að hægt er að nýta skyndisóknirnar og getum líka alveg haldið í boltann. Hvert einasta lið er með einhverja veikleika."
Fyrir leik
Ofboðslega var gaman á föstudaginn Ísland vann verðskuldaðan sigur gegn Englandi á föstudagskvöld á Wembley. Þegar ég vaknaði á hótelherberginu í London daginn eftir þá stakk ég niður penna.

   08.06.2024 08:54
Aukaleikarar sem öllum var sama um stálu sýningunni

Ísland átti frábæran leik og hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net eftir leikinn:

   07.06.2024 20:37
Einkunnir Íslands: Ótrúlegt kvöld á Wembley
Fyrir leik
Rýnt í hollenska liðið
Mynd: Getty Images

Ólíkt enska liðinu er það varnarleikurinn sem Hollendingar hafa minnstar áhyggjur af, þar er valinn maður í hverju rúmi og leikmenn á borð við Virgil van Dijk, Matthijs de Ligt, Daley Blind og Micky van de Ven.

Í sókninni eru þó ekki eins mikil gæði og Hollendingar vildu hafa og mikið traust er sett á hinn sveiflukennda Memphis Depay.

   29.05.2024 15:34
Þrír frá Liverpool í EM hóp Hollands - Mæta Íslandi


Ronald Koeaman landsliðsþjálfari Hollands virðist þá ekki viss um hvaða leikkerfi henti hópnum sínum best. Hann hefur spilað með þriggja hafsenta kerfi en einnig 4-3-3 eins og í vináttulandsleiknum gegn Kanada á fimmtudaginn.

Holland vann þann leik 4-0 en tölurnar segja ekki alla söguna. Markalaust var eftir fyrri hálfleik þar sem Kanada hefði getað komist yfir.

Holland braut ísinn á 50. mínútu með marki frá Memphis og með því hófst þrettán mínútna þriggja marka kafli þar sem kanadíska liðið hrundi. Jeremie Frimpong tvöfaldaði forystuna áður en Wout Weghorst skoraði þriðja markið. Lokaorðið átti svo Van Dijk seint í leiknum eftir að hafa komið af bekknum.

Athygli vekur Van de Ven, miðvörður Tottenham, var notaður sem vinstri bakvörður. Þessi hávaxni leikmaður er góður á boltann og býr yfir miklum hraða svo hann getur svo sannarlega leyst þá stöðu með miklum sóma.

Mynd: Getty Images

Það er þó Frimpong sem mest er í umræðunni eftir leikinn. Þessi 23 ára leikmaður var frábær á vængnum gegn Kanada og skilaði marki og stoðsendingu. Hann er nýkominn úr mögnuðu tímabili með Bayer Leverkusen þar sem hann fór hamförum í stöðu vængbakvarðar og hjálpaði liðinu að vinna deild og bikar í Þýskalandi.

Frimpong var á sínum tíma í Manchester City akademíunni en spilaði ekkert fyrir aðalliðið. Hann fór til Celtic og svo til Leverkusen þar sem hann hefur þróast út í einn besta vængbakvörð Evrópu.

Frimpong skoraði fjórtán mörk og átti tólf stoðsendingar á tímabilinu fyrir Leverkusen og hollenskir stuðningsmenn eru fullir tilhlökkunar fyrir því sem koma skal frá honum á EM.

Holland er með Frakklandi, Póllandi og Austurríki í riðli á EM í sumar.

Mynd: Getty Images
Fyrir leik
Dómararnir koma frá Grikklandi Dómari: Evángelos Manoúchos
Aðstoðardómari 1: Konstandínos Psárris
Aðstoðardómari 2: Konstandínos Nikola?dis
Skiltadómari: Stéfanos Koumbarákis
Fyrir leik
Mættir til Hollands með fullan bakpoka af sjálfstrausti Já kæru lesendur, nú erum við í Rotterdam þar sem Ísland mætir öðru liði sem ætlar sér að gera góða hluti á EM.

Á föstudaginn var ekki eðlilega gaman að vera á Wembley og sjá okkur vinna England. Náum við líka að senda Hollendinga með vont veganesti á EM?

   07.06.2024 20:41
Ísland vann magnaðan sigur á Englandi á Wembley
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
5. Sverrir Ingi Ingason
7. Jóhann Berg Guðmundsson
10. Hákon Arnar Haraldsson ('84)
11. Jón Dagur Þorsteinsson ('62)
14. Kolbeinn Finnsson
15. Bjarki Steinn Bjarkason
17. Valgeir Lunddal Friðriksson
18. Mikael Anderson ('62)
21. Arnór Ingvi Traustason ('46)
22. Andri Lucas Guðjohnsen

Varamenn:
1. Elías Rafn Ólafsson (m)
13. Patrik Gunnarsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Guðmundur Þórarinsson
6. Brynjar Ingi Bjarnason
8. Arnór Sigurðsson ('62)
11. Sævar Atli Magnússon
16. Stefán Teitur Þórðarson ('46)
17. Logi Tómasson
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('62)
20. Daníel Leó Grétarsson
23. Kristian Hlynsson ('84)

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Davíð Snorri Jónasson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: