Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mið 29. maí 2024 15:34
Elvar Geir Magnússon
Þrír frá Liverpool í EM hóp Hollands - Mæta Íslandi
Varnarmaðurinn Virgil van Dijk.
Varnarmaðurinn Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Holland og Ísland mætast á De Kuip í Rotterdam þann 10. júní.
Holland og Ísland mætast á De Kuip í Rotterdam þann 10. júní.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Virgil van Dijk er einn af þremur leikmönnum Liverpool sem valdir voru í 26 manna lokahóp Hollands fyrir EM 2024.

Van Dijk er fyrirliði Hollands en í hópnum hjá Ronald Koeman eru liðsfélagar hans; miðjumaðurinn Ryan Gravenberch og sóknarmaðurinn Cody Gakpo.

Frenkie de Jong miðjumaður Barcelona hefur einnig verið valinn, þrátt fyrir að hafa ekki spilað í rúmlega mánuð vegna ökklameiðsla.

Ian Maatsen vinstri bakvörður Borussia Dortmund sem er á láni frá Chelsea var ekki valinn. Ekki heldur Marten de Roon miðjumaður Atalanta (vegna meiðsla) og Quinten Timber miðjumaður Feyenoord.

Holland leikur vináttulandsleik gegn Íslandi í Rotterdam þann 10. júní áður en liðið heldur á EM þar sem liðið er í D-riðli með Póllandi, Frakklandi og Austurríki. EM hefst 14. júní.

Hollenski hópurinn:

Markverðir: Justin Bijlow (Feyenoord), Mark Flekken (Brentford), Bart Verbruggen (Brighton & Hove Albion)

Varnarmenn: Nathan Ake (Manchester City), Daley Blind (Girona), Virgil van Dijk (Liverpool), Denzel Dumfries (Inter Milan), Jeremie Frimpong (Bayer Leverkusen), Lutsharel Geertruida (Feyenoord), Matthijs de Ligt (Bayern Munich), Micky van de Ven (Tottenham Hotspur), Stefan de Vrij (Inter)

Miðjumenn: Ryan Gravenberch (Liverpool), Frenkie de Jong (Barcelona), Teun Koopmeiners (Atalanta), Tijjani Reijnders (AC Milan), Jerdy Schouten (PSV Eindhoven), Xavi Simons (RB Leipzig), Joey Veerman (PSV Eindhoven), Georginio Wijnaldum (Al-Ettifaq)

Sóknarmenn: Steven Bergwijn (Ajax), Brian Brobbey (Ajax), Memphis Depay (Atletico Madrid), Cody Gakpo (Liverpool), Donyell Malen (Borussia Dortmund), Wout Weghorst (Hoffenheim/Burnley)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner