Hollendingar vonast til þess að Frenkie de Jong verði klár fyrir fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu, þegar þeir leika gegn Póllandi í Hamborg.
De Jong tók þátt í hluta æfingu Hollands í dag. Hann er að jafna sig á ökklameiðslum sem gerðu það að verkum að hann missti af lokakafla liðins tímabils með Barcelona.
Miðjumaðurinn segist setja stefnuna ásamt starfsteymi Hollands á að vera klár fyrir EM. Hann var ekki í leikmannahópnum þegar Holland vann 4-0 sigur gegn Kanada og spilar ekki heldur gegn Íslandi.
Ronald Koeman landsliðsþjálfari Hollands sagði á fréttamannafundi í dag að De Jong væri enn ekki klár í að spila leiki.
De Jong tók þátt í hluta æfingu Hollands í dag. Hann er að jafna sig á ökklameiðslum sem gerðu það að verkum að hann missti af lokakafla liðins tímabils með Barcelona.
Miðjumaðurinn segist setja stefnuna ásamt starfsteymi Hollands á að vera klár fyrir EM. Hann var ekki í leikmannahópnum þegar Holland vann 4-0 sigur gegn Kanada og spilar ekki heldur gegn Íslandi.
Ronald Koeman landsliðsþjálfari Hollands sagði á fréttamannafundi í dag að De Jong væri enn ekki klár í að spila leiki.
Þessi 27 ára leikmaður spilaði 20 leiki fyrir Börsunga á liðnu tímabili og skoraði tvívegis.
Holland er í strembnum riðli á EM og mun mæta Póllandi, Frakklandi og Austurríki.
Athugasemdir