Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Ísland vann magnaðan sigur á Englandi á Wembley
Icelandair
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar sigurmarkinu á Wembley
Jón Dagur Þorsteinsson fagnar sigurmarkinu á Wembley
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
England 0 - 1 Ísland
0-1 Jón Dagur Þorsteinsson ('12 )
Lestu um leikinn

Íslenska karlalandsliðið vann magnaðan 1-0 sigur á Englandi í vináttulandsleik á Wembley í Lundúnum í kvöld. Jón Dagur Þorsteinsson gerði eina mark leiksins.

Enska liðið er á fullu að undirbúa sig fyrir Evrópumótið sem fer fram í Þýskalandi. Fyrir leikinn voru heimamenn ágætlega stemmdir eftir að hafa unnið Bosníu í vináttulandsleik á meðan íslenska liðið var að spila sinn fyrsta leik í þessu landsliðsverkefni.

Leikurinn byrjaði eins og við var að búast, með því að sækja en voru ekki að skapa sér neitt af viti.

Óvænt á 12. mínútu leiksins kom sigurmarkið. Hákon Arnar fékk boltann við miðsvæðið, hljóp með boltann nokkra metra áður en hann lagði hann út til vinstri á Jón Dag. Hann fór á John Stones, leitaði síðan á hægri og setti boltann í netið. Glæsilegt mark hjá Jóni Degi.

Englendingur náðu að sækja aðeins í sig veðrið með nokkrum góðum færum. Hákon Rafn Valdimarsson var í veseni aftast sendi boltann beint á Cole Palmer sem reyndi skotið en Daníel Leó Grétarsson gerði vel að kasta sér fyrir boltann og aftur fyrir fór hann.

Harry Kane kom sér næst í dauðafæri á 29. mínútu. Palmer fann hann við markteigslínuna en Kane, sem skorar venjulega úr svona færum, setti boltann yfir.

Á lokamínútum fyrri hálfleiksins var Arnór Ingvi Traustason grátlega nálægt því að koma Íslandi í 2-0. Hann fékk boltann við enda markteigsins, en Marc Guehi kom til bjargar á síðustu stundu.

Varnarleikur íslenska liðsins var til fyrirmyndar í leiknum og áttu Englendingar erfitt með að brjóta vörnina á bak aftur.

Íslenska liðið átti góð tækifæri til að bæta við í síðari. Hákon og Jón Dagur sluppu tveir í gegn þegar hálftími var eftir en Hákon ákvað að senda boltann til hliðar í stað þess að klára sjálfur en Jón Dagur rann til og sóknin í sandinn.

Sverrir Ingi komst því næst að gera annað markið eftir hornspyrnu er hann mætti á fjær en Aaron Ramsdale gerði vel að sjá við honum.

Á 77. mínútu átti Kolbeinn Birgir Finnsson hörkutilraun á lofti en Ramsdale náði að blaka boltanum yfir markið.

Englendingar reyndu og reyndu að finna jöfnunarmark til að bjarga andliti undir lok leiks en fundu ekki það mark og því annað tap þeirra gegn Íslandi staðreynd.

Risa frammistaða hjá íslenska landsliðinu. Vélin hans Åge Hareide er byrjuð að malla. Ótrúlegur sigur á Englandi staðreynd.
Athugasemdir
banner
banner