Leik lokið!
Eftir jákvæða byrjun tóku heimamenn þennan leik bara yfir. EM sætið er þeirra og verðskuldað eftir þennan sigur.Byrjun síðari hálfleiks ekki boðleg hjá okkar mönnum og Slóvakar gengu á lagið. Gátu leyft sér að slaka á í stöðunni 4-1 sem gaf okkur möguleika á að klóra í bakkann og laga stöðuna.
Viðbrögð frá Bratislava væntanleg.
Sverrir Örn Einarsson
94. mín
Mikil gleði hjá Slóvökum á vellinum eins og skiljanlegt er. Þeirra EM sæti í höfn með þessum sigri og stemminginn virkilega góð þeirra megin.
Sverrir Örn Einarsson
93. mín
Kucka með skot úr aukaspyrnu frá vinstra vítateigshorni, einfalt viðureignar fyrir Elías sem fær boltann beint í fangið.
Sverrir Örn Einarsson
91. mín
Juraj Kucka í hörkufæri í teig Íslands eftir hornspyrnu þar sem boltinn fær að skoppa í grasinu í teignum. Aron Einar kemur sér fyrir og Slóvakar fá annað horn sem ekkert kemur upp úr.
Sverrir Örn Einarsson
90. mín
Uppbótartíminn verður að lágmarki fimm mínútur.
Sverrir Örn Einarsson
89. mín
Inn: Róbert Polievka (Slóvakía )
Út:Róbert Boženík (Slóvakía )
Sverrir Örn Einarsson
88. mín
Andri Lucas í færi en nær ekki að stýra boltanum í átt að marki.
Sverrir Örn Einarsson
88. mín
Gult spjald: Martin Dúbravka (Slóvakía )
Heimamenn skiljanlega ekki að flýta sér. Pawson ekki að nenna því.
Sverrir Örn Einarsson
85. mín
Stanislav Lobotka liggur eftir á vellinum. Fer í skallaeinvígi og virðist lenda illa. Vont fyrir Slóvaka en kannski verra fyrir vinnuveitendur hans í Napólí þar sem hann er lykilmaður.
Virðist þó eftir allt í lagi.
Sverrir Örn Einarsson
82. mín
Róbert Boženík ætlar sér að skora, tekur skotið úr eiginlega vonlausri stöðu en stendur uppi með hornspyrnu. Boltinn afturfyrir af Kolbeini.
Slóvakar fá svo annað horn strax í kjölfarið.
Sverrir Örn Einarsson
80. mín
Inn: Dávid Duriš (Slóvakía )
Út:Ondrej Duda (Slóvakía )
Sverrir Örn Einarsson
80. mín
Inn:Lazslo Benes (Slóvakía )
Út: Ivan Schranz (Slóvakía )
Sverrir Örn Einarsson
79. mín
Skyndisókn Íslands
Færum boltann hratt enda á milli. Jói Berg finnur Andra á miðjum vellinum sem framlengir boltann í hlaup Alfreðs. Alfreð kemur sér í ágætis skotfæri en setur boltann framhjá.
Sverrir Örn Einarsson
76. mín
Nú má sýna smá stolt.
Við erum sennilega ekki að fara að skemma nein partý í kvöld en það má vel bæta sig og gera þetta að einhverjum leik.Korter eða svo til stefnu.
Sverrir Örn Einarsson
74. mín
MARK!Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
Með sinni fyrstu snertingu.
Hornspurnan frá Jóa virkilega góð á nærsvæðið. Spurning hvort að Guðlaugur Viktor nái snertingu en það breytir því ekki að Andri Lucas rekur út hnéð í markteignum og stýrir boltanum í netið af stuttu færi.
Sverrir Örn Einarsson
74. mín
Hornspyrna frá hægri frá Jóa Berg sem Slóvakar skalla í annað horn.
Sverrir Örn Einarsson
73. mín
Inn:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
Út:Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Markaskorari Íslands víkur.
Sverrir Örn Einarsson
73. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Út:Willum Þór Willumsson (Ísland)
Sverrir Örn Einarsson
72. mín
Alfons ber boltann upp hægra megin. Reynir fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og afturfyrir. Ísland fær horn.
Sverrir Örn Einarsson
72. mín
Ísland er að undirbúa tvöfalda skiptingu. Alfreð Finnabogason og Andri Lucas að gera sig klára.
Sverrir Örn Einarsson
70. mín
Leikurinn ögn rólegri þessa stundina en Slóvakar með öll tök á þessu. Við komumst hvorki lönd né strönd.
Sverrir Örn Einarsson
65. mín
Inn: Tomáš Suslov (Slóvakía )
Út:Lukas Haraslín (Slóvakía )
Lukas Haraslín er þó allavega ekki að fara að setja þrennu.
Sverrir Örn Einarsson
64. mín
Mikið bras í öftustu línu enn og aftur. Slóvakar komnir í færi en Guðlaugur Viktor bjargar á síðustu stundu.
Sverrir Örn Einarsson
63. mín
Bras í Bratislava
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
62. mín
Varnarsinnuð skipting. Aron Einar fer í stöðu miðvarðar á milli Gulla og Sverris. Fimm manna vörn.
Sverrir Örn Einarsson
62. mín
Inn:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
Út:Arnór Sigurðsson (Ísland)
Aron Einar fyllir í skarð Arnórs sem hefur lokið leik.
Sverrir Örn Einarsson
61. mín
Arnór Sigurðsson liggur í grasinu og þarf aðhlynningu. Fær högg á hnakkann og spurning hvort hann hafi jafnvel fengið skurð.
Sverrir Örn Einarsson
60. mín
Rosalega lítið jákvætt hægt að taka úr þessu fyrsta korteri síðari hálfleik. Slóvakar verið með öll völd á vellinum og Ísland vart komist yfir miðju.
Sverrir Örn Einarsson
57. mín
Juraj Kucka með sturlað skot eftir hornspyrnu. Tekur boltann á lofti fyrir utan teig eftir sendingu frá Lukas. Elías gerir vel í að slá boltann í horn.
Sverrir Örn Einarsson
55. mín
MARK!Lukas Haraslín (Slóvakía )
Vont verður bara verra
Kolbeinn tapar boltanum við miðlínu úti til vinstri. Slóvakar skipta boltanum yfir á hægri vænginn þar sem Lukas leikur inn völlinn og snýr boltann í hornið fjær.
Elías átti líklega að gera betur. Var í boltanum en úlnliðurinn ekki nægjanlega sterkur til að koma boltanum frá.
Sverrir Örn Einarsson
52. mín
Róbert Boženík kemur boltanum i netið en flaggið á loft. Aldrei spurning um það.
Hirti frákastið eftir varið skot frá Elíasi en var langt fyrir innan þegar skotið kom.
Sverrir Örn Einarsson
47. mín
MARK!Lukas Haraslín (Slóvakía )
Þetta var óþarfi
Alfons missir boltann frá sér og Slóvakar bruna upp. Lukas Haraslín fær að hlaupa með boltann óáréittur í átt að marki og Guðlaugur Viktor hörfar undan honum. Lukas þakkar fyrir það með því að ná góðu skoti framhjá Elíasi í markinu.
Flest allt við þetta mark slakt af Íslands hálfu.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn
Heimamenn hefja hér leik í síðari hálfleik. Ísland hefur 45 minútur til þess að freista þess að eyðileggja þeirra partý.
Sverrir Örn Einarsson
46. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland)
Út:Kristian Hlynsson (Ísland)
Ísland gerir skiptingu í hálfleik. Kristian lýkur leik í sínum fyrsta landsleik. 45 mínútur sem fara í reynslubankann.
Sverrir Örn Einarsson
45. mín
Hálfleikstölfræði - Slóvakar verið talsvert betri, verður að viðurkennast
Með boltann: 63% - 37%
Marktilraunir: 7-1
Sóknir: 18-5
Nákvæmni sendinga: 86% - 71%
45. mín
Hálfleikur
Slóvakar leiða í hálfleik, náðu að snúa dæminu við eftir markið hjá Orra
45. mín
Byrjunarliðsmynd Íslands var að koma úr prentun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks í gangi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Doddi litli er frábær dómari
45. mín
Leikurinn verið mjög rólegur eftir að Slóvakar komust yfir.
Höddi tekur í sama streng
Rikki ekki sammála VAR dómnum
42. mín
Hareide hatar VAR
Age Hareide hatar VAR, eins og hann hefur sagt sjálfur, og hann var ekki sáttur við þennan vítaspyrnudóm áðan. Það er oft þannig að þegar hlutirnir eru skoðaðir aftur og aftur í hægri endursýningu þá líta þeir verr út og þetta var víst skólabókardæmi um slíkt.
41. mín
Sverrir í harðri baráttu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
40. mín
Slóvakar fagna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
40. mín
Nú er skyndilega mjög kátt á hjalla hjá áhorfendum á vellinum. Sungið og trallað.
36. mín
Mark úr víti!Ondrej Duda (Slóvakía )
Elías fór í rétt horn og var í boltanum en náði ekki að koma í veg fyrir að boltinn færi inn
Slóvakar eru búnir að snúa þessu við.
36. mín
SLÓVAKÍA FÆR VÍTI
Koma svo Elías!
35. mín
NEI! PAWSON ER AÐ FARA Í SKJÁINN
Er að skoða mögulega vítaspyrnu sem Slóvakar gætu fengið. Kristian Hlynsson fór aðeins í Duda inn í teignum.
34. mín
Mark Orra og fagnið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
33. mín
Slóvaki liggur eftir á vellinum og aftur eru heimamenn að heimta vítaspyrnu.
30. mín
MARK!Juraj Kucka (Slóvakía )
Stoðsending: Lukas Haraslín
Allt tryllist á vellinum.
Þetta hlaut að enda svona. Hver hornspyrnan á fætur annarri á færibandi frá Slóvökunum og Kucka nær að koma knettinum í netið eftir eina slíka.
29. mín
Slóvakar fengið nokkrar hornspyrnur á stuttum kafla. Það er aðeins verið að herja á okkur hérna.
28. mín
Slóvökum er brugðið!
Maður finnur vel fyrir því hér á vellinum að Slóvökum er brugðið. Er Ísland að fara að eyðileggja partíið.
Í þessum skrifuðu orðum eru Slóvakar í STÓRHÆTTULEGRI sókn en Alfons nær að hreinsa frá, vel gert!
27. mín
Lubomir Tupta með sendingu inn í teiginn en Íslendingur nær að skalla frá.
26. mín
Hvetjum fólk til að nota kassamerkið #Fotboltinet á Xinu
Valdar færslur rata hér í lýsinguna.
25. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland)
Út:Arnór Ingvi Traustason (Ísland)
Arnór Ingvi skokkar af velli
Meiðsli hjá Arnóri og Stefán Teitur mætir inná í hans stað.
24. mín
Slóvakar verið miklu meira með boltann en við spyrjum ekki að því. Gömul og góð teikn á lofti hjá íslenska liðinu.
21. mín
Slóvakar kalla eftir því að fá víti en leikurinn heldur áfram
Stutt VAR skoðun en Kavanagh í VAR herberginu ákveður að aðhafast ekki. Kucka sem fór niður í teignum.
17. mín
MARK!Orri Steinn Óskarsson (Ísland)
Stoðsending: Guðlaugur Victor Pálsson
ORRI SKORAR MEÐ SKALLA!!!!!
FRÁBÆR SKALLI Í HORNIÐ EFTIR FYRIRGJÖF FRÁ GUÐLAUGI VICTORI!!! Orri skorar sitt annað landsliðsmark með því að stýra boltanum í hornið!
ÞAÐ SLÆR ÞÖGN Á STUÐNINGSMENN SLÓVAKÍU!
Þvílík sending hjá Guðlaugi Victori líka! Löng sending, draumabolti.
17. mín
Kristian og Willum spila vel sín á milli en Slóvaki kemst svo inn í sendingu Willums þegar hann er kominn við teiginn og hreinsar frá.
15. mín
Húh!
Það er Víkingaklapp í gangi! Íslendingarnar í góðum gír!
14. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins. Duda krækti í hana fyrir heimamenn. Guðlaugur Victor nær að skalla hornspyrnuna frá.
12. mín
Róbert Boženík í mjög góðu færi!
Fær sendingu í teignum en skýtur framhjá. Þarna fór gott færi forgörðum hjá Slóvökum.
11. mín
Jói Berg með aukaspyrnu, sendir háan bolta við vítateigsendann en Bozenik nær að skalla frá.
10. mín
Slóvakar að sækja og þá kemur skot sem fer í höfuð Sverris sem liggur eftir. Pawson dómari stoppar leikinn vegna höfuðhöggs. Sverrir getur haldið leik áfram.
8. mín
Markvörður Slóvaka í brasi
Martin Dubravka missti jafnvægið þegar hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn en náði að redda sér og senda til hliðar rétt áður en Orri Steinn var mættur á vettvang. Lífleg byrjun.
6. mín
Skot ofboðslega hátt yfir markið
Jói Berg braut af sér og Slóvakar fengu aukaspyrnu nokkuð langt frá marki. Með bjartsýnina að vopni létu þeir vaða úr aukaspyrnunni en skotið hátt yfir. Vavro með þessa tilraun.
5. mín
Hætta við íslenska markið
Alfons með slæma sendingu og Bozenik fær hörkutækifæri. Elías sem betur fer snöggur út úr markinu, kemst í boltann og sparkar honum í Bozenik og útaf.
1. mín
Leikur hafinn
ÍSLAND HÓF LEIK!
Jói Berg með upphafsspyrnuna!
Fyrir leik
Allt klárt!
Þjóðsöngvarnir í lifandi flutningi, alveg gæsahúðarstund alla leið. Íslenska liðið er í alhvítum búningi í kvöld enda eru Slóvakar bláir.
Áfram Ísland!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn
Þjóðsöngvar eru næstir á dagskrá. Jóhann Berg Guðmundsson leiðir lið Íslands inn á völlinn enda fyirliði kvöldsins. Það er hátíðarstemning hér í Bratislava og það mun íslensk söngkona syngja þjóðsönginn okkar. Marta Kristín Friðriksdóttir sem búsett er í Vín. Það er mætt hljómsveit í þjóðbúningum út á völlinn og stemningin mikil.
Fyrir leik
Jói Kalli hefur þetta að segja um Kristian:
„Hann hefur ótrúlega mikil gæði. Það er engin tilviljun að hann sé byrjunarliðsmaður hjá Ajax, frábæru fótboltafélagi. Það sem hann kemur með inn í liðið eru gæði, vinnusemi og gríðarlega hlaupageta. Hann getur skilað sér teig í teig, og þó að hann sé ekki hár í loftinu þá er hann líka góður varnarmaður. Hann hefur allan pakkann," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari, í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.
Fyrir leik
Grindvíkingar fá stuðning frá Bratislava
Við erum öll Grindavík í dag. Það er einhver hópur Íslendinga hérna, við giskum á um 50 manns.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ég er gríðarlega spenntur fyrir því að sjá Kristian spila sinn fyrsta landsleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spáð góðri púbbsölu
Aron Guðmunds á Sýn er bjartsýnn fyrir leikinn og spáir 2-1 sigri Íslands, að við hefnum fyrir tapið í Laugardalnum. Sjálfur ætla ég að setja 1-1 á þennan leik.
Liðin eru að hita upp á vellinum og fólk að koma sér fyrir. Einn vinsælasti plötusnúðurinn í Bratislava sér um að hita fólk í stúkunni upp. Það er frídagur á morgun hér í Slóvakíu og alveg ljóst að púbbsalan á vellinum verður ljómandi góð.
Fyrir leik
Elías er áfram í markinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hér má sjá Elías Rafn Ólafsson í upphitun. Age Hareide heldur sig við sömu varnarlínu og var í síðustu tveimur leikjum og þá heldur hann sig við Elías í markinu.
Fyrir leik
Vallarpulsueinkunn: 6,5
Eins einfaldar pulsur og hægt er að finna. Mikilvægt að hafa nóg af sinnepi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Svona eru Slóvakarnir að stilla upp
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Kristian spjallaði við Fótbolta.net í vikunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Já það er markmiðið," svaraði Kristian Hlynsson þegar hann var spurður að því í vikunni hvort hann vonaðist ekki eftir því að leika sinn fyrsta A-landsleik í þessum landsleikjaglugga.
Þessum nítján ára leikmanni líst vel á komandi leiki. Hann hefur verið í landsliðshópnum síðustu leiki en þurft að bíða eftir tækifærinu.
Age Hareide landsliðsþjálfari hefur ekki leynt aðdáun sinni á Kristian sem fótboltamanni og sagði á dögunum að hann væri hreinlega aðdáandi hans.
„Það var bara flott. Vonandi eru allir þjálfarar sem maður fer til aðdáendur manns og vilja að ég spili," sagði Kristian þegar hann var spurður út í ummæli hins norska. Kristian spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu í Vínarborg í vikunni.
13.11.2023 20:20„Mætti um morguninn og var sagt að ég væri kominn í annan klefa“
Fyrir leik
Kristian Hlyns byrjar! Hans fyrsti A-landsleikur
Mynd: Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Mættur til leiks!
Ég er búinn að koma mér fyrir í vinnurými fjölmiðlamanna þar sem menn eru að fá sér kaffi og spá í spilin. Aron Guðmundsson á Sýn er sérstaklega spenntur fyrir vallarpulsunum sem verða bornar fram í hálfleik. Slóvakar eru stoltir af vallarpulsunni sinni og ég kem með dóm í hálfleik. Engar áhyggjur.
Búið er að lýsa leikvanginn upp í fánalitunum að utan og þegar voru farnar að myndast raðir við hliðin. Það er uppselt á leikinn og má búast við góðu partíi. En það er partí sem við ætlum okkur að eyðileggja!
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Íslenska þjóðin er ekki að farast úr bjartsýni
Fyrir leik
Willum: Full trú á því að við getum komist á EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru tveir mjög flottir leikir, tveir erfiðir leikir líka. Þetta eru tveir útileikir. Ég held að við séum að hugsa þetta allir nokkuð eins, koma saman sem lið og kannski undirbúa leikina í mars," segir Willum Þór Willumsson.
„Við eigum pínulítinn séns (á að komast í gegnum riðilinn), við förum inn í Slóvakíuleikinn og reynum að vinna hann og sjáum hvað gerist. Aðal fókusinn er að undirbúa marsleikina og gera liðið tilbúið fyrir þá." Erum að stefna í rétta átt Willum telur að íslenska landsliðið sé á réttri leið og þróunin hafi verið í rétta átt síðan hann kom inn í liðið.
„Ég held að hún hafi verið nokkuð góð. Við spiluðum tvo góða leiki þá og vorum óheppnir að fá ekki stig. Við höfum byggt ofan á það núna og þróunin hefur verið fín. Mér finnst við vera að stefna í rétta átt og erum betri með hverjum glugganum." Hann segir fulla trú á því innan hópsins að liðið nái því markmiði að komast á EM í Þýskalandi.
„Algjörlega. Við erum með fullt af flottum leikmönnum, mönnum sem eru að spila vel í Evrópu og eru að gera vel. Við ættum að eiga góða möguleika gegn liðunum sem við mætum líklega í mars svo ég held að það sé full trú á því." 13.11.2023 20:54Willum: Full trú á því að við getum komist á EM
Fyrir leik
Arnór gíraður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson ræddi við Fótbolta.net í vikunni og var fyrst spurður að því hvernig hann væri gíraður fyrir komandi leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal?
„Mjög gíraður. Við vitum að það er ennþá möguleiki í gegnum undankeppnina. Þó hann sé ekki mikill þá þurfum við að hafa trú á meðan hann er til staðar. Við reynum að sækja sex stig," segir Arnór.
Ísland tapaði gegn báðum þessum andstæðingum á Laugardalsvelli í sumar en sýndi góða frammistöðu.
„Við sýndum í sumar, eins og gegn Portúgal, að við getum staðið í þessum liðum ef við sýnum liðsheild. Við höfum verið hvað þekktastir fyrir aga og góðan varnarleik. Gegn Slóvakíu getum við líka nýtt gæðin okkar fram á við. Við höfum sýnt það hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað, við þurfum bara að koma í boltanum." Það er sérstaklega mikil samkeppni um sóknarstöðurnar í íslenska landsliðinu.
„Við erum allir vinir, við vitum að það er samkeppni en á sama tíma erum við að styðja hvern annan eins mikið og hægt er. En samkeppni er jákvæð og ýtir manni bara enn frekar í að standa sig." Leikmenn tala allir um það að liðið sé að þróast í rétta átt.
„Það er ekki nóg að tala bara um að við séum á réttri leið, við þurfum líka að sýna það. Það er langlíklegast að við förum í þetta umspil í mars og við þurfum bara að byggja ofan á það sem er jákvætt og laga það sem laga þarf." 14.11.2023 16:50Arnór Sig: Höfum sýnt hversu skemmtilegan fótbolta við getum spilað
Fyrir leik
Englendingar sjá um dómgæsluna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dómari: Craig Pawson ENG
Aðstoðardómari 1: Simon Bennett ENG
Aðstoðardómari 2: Lee Betts ENG
Fjórði dómari: Andrew Madley ENG
VAR dómari: Christopher Kavanagh ENG
Aðstoðar VAR dómari: Michael Salisbury ENG
Fyrir leik
Slóvakar einu stigi frá EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn harðskeytti Milan Skriniar, leikmaður PSG, er fyrirliði Slóvakíu. Hann segir að Slóvakar setji stefnuna á sigur gegn Íslandi, ekki verði spilað upp á jafntefli.
Slóvakíu nægir jafntefli til að innsigla EM sætið og uppselt er á þjóðarleikvanginn í Bratislava. Slóvakía vann 2-1 sigur þegar liðin mættust á Laugardalsvelli í júní.
„Leikurinn á Íslandi var erfiður og einkenndist af líkamlegri baráttu. Lukkudísirnar voru með okkur í liði. En við höfum bætt okkur sem lið síðan í júní," segir Skriniar.
„Það kann ekki góðri lukku að stýra að spila upp á jafntefli. Við förum inn í þessa leiki í þessum glugga með það markmið að taka sex stig. Það yrði frábært að tryggja okkur EM sætið fyrir framan fullan völl á heimavelli. Við spiluðum ekki nægilega vel á Íslandi og töpuðum boltanum oft. Þeir fengu hættulegar sóknir úr því og við megum ekki láta það endurtaka sig."
Fyrir leik
Hákon Arnar ekki með
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar Haraldsson er ekki leikfær en hann er að glíma við meiðsli í kálfa. Vonast er til þess að hann geti tekið þátt í leiknum á sunnudaginn.
Frá upprunalega landsliðshópnum sem kynntur var í síðustu viku þurfti Age Hareide að gera tvær breytingar vegna meiðsla. Andri Lucas Guðjohnsen og Mikael Egill Ellertsson komu inn í hópinn fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og Mikael Anderson.
15.11.2023 17:14Líklegt byrjunarlið Íslands - Elías í markinu og Orri fremstur
Fyrir leik
Velkomin með Fótbolta.net til Bratislava!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland á tvo leiki eftir í undankeppni EM; það er þessi leikur gegn Slóvakíu og svo leikur gegn Portúgal á sunnudag.
Ísland á enn tölfræðilega möguleika á að trygga sér á EM í gegnum riðilinn en líkurnar eru litlar. Það er því eðlilegast að líta á komandi leiki sem mikilvæga undirbúningsleiki fyrir væntanlegt umspil í mars. Umspilið ræðst af árangri í Þjóðadeildinni og verður stakur undanúrslitalekur 21. mars og úrslitaleikur 26. mars
Leikur Slóvakíu og Íslands hefst 19:45 að íslenskum tíma, 20:45 að staðartíma.
Tehelné pole leikvangurinn tekur um 22.500 áhorfendur en hann er glæsilegt mannvirki. Hann var endurbyggður og var þessi nýi leikvangur formlega tekinn í notkun 2019.