Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Afturelding
1
1
Grótta
1-0 Aron Bjarki Jósepsson '4 , sjálfsmark
1-1 Damian Timan '55
03.05.2024  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: Það rignir og blæs smá í Mosfellsbænum
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Áhorfendur: 375
Maður leiksins: Elmar Kári Enesson Cogic
Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('82)
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('73)
22. Oliver Bjerrum Jensen
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('73)
34. Patrekur Orri Guðjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon

Varamenn:
12. Birkir Haraldsson (m)
3. Breki Freyr Gíslason
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
10. Kári Steinn Hlífarsson ('82)
17. Valgeir Árni Svansson
19. Sævar Atli Hugason ('73)
25. Georg Bjarnason ('73)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Gunnar Bergmann Sigmarsson ('46)
Sævar Atli Hugason ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Óvænt úrslit þar sem Afturelding og Grótta skiptast stigum hér í Mosfellsbæ.

Viðtöl og skýrsla koma inn seinna í dag. Takk fyrir mig!
96. mín
Afturelding með aukaspyrnu á hættulega svæði.

Skot á mark sem Rafal nær að kýla yfir markið. Afturelding með hornspyrnu í blá lokin.
92. mín Gult spjald: Pétur Theódór Árnason (Grótta)
91. mín
Það eru 7 mínútur til uppbótartíma í seinni hálfleik
90. mín
Aron Elí með frábæra tæklingu þegar Axel kemst einn gegn markvörð. Bjargaði mögulega marki þarna!
89. mín
Grótta vinnur hornspyrnu.
87. mín
Inn:Axel Sigurðarson (Grótta) Út:Grímur Ingi Jakobsson (Grótta)
84. mín
Það blæður smá úr Grím Inga eftir smá slys. Það er verið að aðhlýða hann
82. mín
Inn:Kári Steinn Hlífarsson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
78. mín Gult spjald: Tareq Shihab (Grótta)
77. mín
Inn:Pétur Theódór Árnason (Grótta) Út:Tómas Orri Róbertsson (Grótta)
76. mín
Georg Bjarna með skalla sem endar rétt framhjá markinu eftir hornspyrnu.
76. mín Gult spjald: Sævar Atli Hugason (Afturelding)
75. mín
Afturelding fær aukaspyrnu á hættulegum stað
73. mín
Inn:Georg Bjarnason (Afturelding) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding)
73. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
72. mín
Afturelding vinnur hornspyrnu.
70. mín
Grótta vinnur hornspyrnu
68. mín
Inn:Hilmar Andrew McShane (Grótta) Út:Eirik Soleim Brennhaugen (Grótta)
68. mín
Inn:Alex Bergmann Arnarsson (Grótta) Út:Patrik Orri Pétursson (Grótta)
65. mín
WOW!!! HVERNIG FÓR ÞESSI EKKI INN?!?

Elmar með frábæra takta inn í teignum og tekur skotið. Boltinn fer í stöngin, stöngin og svo út. Þetta gat ekki verið tæpara. Fólk var farið að fagna þessu sem marki, en gleðin breyttist svo strax í svekkelsi.
62. mín
Patrik Orri liggur hér eftir og þarf aðhlyðningu.

Hann heldur leik áfram
59. mín
Afturelding vinnur hornspyrnu eftir mikla baráttu í teignum
55. mín MARK!
Damian Timan (Grótta)
TIMAN AÐ JAFNA! Timan skallar boltanum inn í mark eftir mistök hjá Arnari Daða sem reynir að grípa boltann eftir fyrirgjöf frá Tómasi Orra. Arnar nær aðeins að blaka smá í boltann beint á Timan sem er tilbúinn.
54. mín
Hrannar Snær vinnur boltann eftir sendingarmistök hjá Rafal. Hrannar hleypur á vinstri kant og gefur lága fyrirgjöf sem fer framhjá alla.
48. mín
Tómas Orri með flott skot á markið sem Arnar Daði ver.
46. mín
Grótta með aukaspyrnu þar sem spyrnan endar beint á Arnar Daða.
46. mín Gult spjald: Gunnar Bergmann Sigmarsson (Afturelding)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Grótta sparkar leikinn aftur í gang!
45. mín
Sprite Zero Klan ætla eftir allt saman að syngja eftir leikinn. Það var einhver bilun í hljóðkerfinu.
45. mín
Hálfleikur
Afturelding leiðir fyrri hálfleikinn með einu marki yfir eftir sjálfsmarki frá Aroni Bjarka
45. mín
Það eru 3 mínútur bættar við í fyrri hálfleikinn.
45. mín
Afturelding með hornspyrnu í loka mínútur fyrri hálfleiks.
43. mín
Ísak Snær og Jason Daði báðir mættir á völlinn til að styðja uppelda félag þeirra.

Luke Rae leikmaður KR og Gareth Owen aðstoðarþjálfari Frams eru líka báðir mættir til að styðja fyrrum lið þeirra Grótta.
41. mín
Elmar Kári með flott skot sem endar yfir markið. Hann er mjög sprækur í þessum leik.
40. mín
Afturelding fær hornspyrnu.

Rafal grípur boltann í loftinu.
38. mín Gult spjald: Tómas Orri Róbertsson (Grótta)
Annað óþarfi brot hjá Gróttu þar sem að Tómas sparkar hleypur fyrir og sparkar í Arnar Daði, eftir að Arnar sparkar boltanum út.
37. mín Gult spjald: Eirik Soleim Brennhaugen (Grótta)
Óþarfi brot á Elmar eftir að hann fór illa með hann
35. mín
Elmar að sýna flotta takta Elmar Kári með frábært hlaup upp hægri knatinn þar sem hann kemst í gegnum tvo til þrjá leikmenn Gróttu og sendir boltann í gegnum teginn.
32. mín
Grótta vinnur sér hornspyrnu.

Grótta heldur boltanum vel eftir hornspyrnuna. Sóknin enda með skoti hjá Damian Timan sem Arnar Daði nær að verja þæginlega.
28. mín
Færi hjá Gróttu! Grímur Ingi með svaka skot sem endar framhjá markinu eftir flotta sendingu frá Patrik Orra
25. mín
Tómas Orri liggur niðri og þarf aðhlyðningu. Grótta tekur leikhlé á meðan þar sem allir leikmenn safnast upp hjá Chris.
23. mín
Lítið að gerast Það er búið að vera lítið af færum seinustu mínúturnar, bæði lið eru að spila ágætlega með boltann og erfitt að segja hver skorar næsta mark leiksins.
22. mín
Sigurpáll með flotta fyrirgjöf inn í teginn sem ELmar reynir að skalla, en nær ekki góðri stjórn á boltanum.
20. mín
Aron Elí með flotta lága sendingu inn í teginn sem Rafal nær að handsama.
16. mín
Aron Elí með þrumuskot beint á Rafal í markinu.
10. mín
Grótta átt hér fínan kafla eftir að Afturelding komst yfir.
4. mín SJÁLFSMARK!
Aron Bjarki Jósepsson (Grótta)
Ekki lengi að þessu! Elmar Kári með frábært hlaup upp vinstri kant þar sem hann reynir að senda boltann að markinu við stöng. Aron Bjarki er með mann á sér og reynir að koma boltanum framhjá markinu, en hann setur hann í eigið neitt

Það sést snemma hér hverjir mæta sterkari inn í þennan leik.
3. mín
Rafal með svaka sprett úr marki Gróttu og nær að sparka boltann í einkast, risky þetta hjá honum
1. mín
Leikur hafinn
Afturelding sparkar hér leikinn í gang!
Fyrir leik
Sprite Zero Klan syngja Það verður alvöru Super Bowl fýlingur hér í hálfleik þegar Spirte Zero Klan ætlar að syngja fyrir fjöldann í hálfleik.
Fyrir leik
Byrjunarlið leiksins kominn inn! Magnús gerir engar breytingar í byrjunarlið Aftureldingu eftir 4-1 sigur gegn Dalvík/Reynir í bikarnum.

Chris gerir tvær breytingar í byrjunarliðs Gróttu eftir 0-3 tap gegn Þór í Mjólkurbikarnum.

Eirik Solheim, Aron Bjarki koma inn í byrjunarliðið fyrir Alex Bergmann og Gabríel Hrannar.
Fyrir leik
Leikurinn í beinni
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Dómarateymið Aðaldómari leiksins er Gunnar Freyr Róbertsson. Með honum til aðstoðar eru Tomasz Piotr Zietal og Ragnar Arelíus Sveinsson. Eftirlitsmaður leiksins sendur af KSÍ er Gunnar Jarl Jónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Bein útsending á öllum Lengjudeildar leikjum í ár! Það er gaman að segja frá því að allir leikir Lengjudeildarinnar eru sýndir á beinna útsendingu ókeypis í gegnum YouTUbe rás Lengudeildarinnar. Það verður kominn inn linkur fyrir útsendinguna þegar leikur hefst hér í textalýsingunni.
PÉTUR MÆTTUR AFTUR TIL GRÓTTA. Pétur var seldur til Breiðablik árið 2022, en hefur átt erfitt með að finna sér þar eftir mikil meiðsli. Pétur var hjá láni hjá Grótta á seinasta tímabil og hefur Grótta keypt aftur til sín. Verður spennandi að sjá hversu mörk hann mun skora í Lengjudeildinni í ár.
Fyrir leik
Spá þjálfara og fyrirliða Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

1. Afturelding, 223 stig
2. Þór, 210 stig
3. Keflavík, 205 stig
4. ÍBV, 176 stig
5. Grindavík, 154 stig
6. Fjölnir, 146 stig
7. Leiknir R., 143 stig
8. Þróttur R., 87 stig
9. Grótta, 83 stig
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig

   30.04.2024 14:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 1. sæti

   25.04.2024 19:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 9. sæti
Fyrir leik
Grótta Englendingurinn Chris Brazell er að fara inn í sitt þriðja tímabil sem aðalþjálfari Gróttu. Eftir frábært fyrsta tímabil þar sem Grótta endaði í 3. sæti, þá var þetta ekki eins frábært í fyrra. Grótta misstu bestu leikmenn sýna fyrir tímabilið og enduðu í 9. sæti.
Vegna litlan pening í félaginu er markmið Gróttu alltaf að spila uppalda leikmenn og hefur það mögulega haft áhirf á frammistöðu þeirra.

Í ár er Grótta spáð í 9. sæti af þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildinni. Grótta seldi ungu stjörnuna sína, Tómas Johannessen, til AZ í Hollandi sem stóð sig vel hjá þeim í fyrra. Grótta vonast eftir því að aðrir ungir leikmenn ná að skara sig fram í ár.

Komnir:
Alex Bergmann Arnarsson frá Njarðvík
Damian Timan frá Hollandi
Eirik Brennhaugen frá Noregi
Kristján Oddur Kristjánsson frá Val
Valdimar Daði Sævarsson frá Þór
Ólafur Karel Eiríksson frá Haukum (var á láni)
Kristófer Leví Sigtryggsson frá KFG (var á láni)
Kári Eydal frá KV (var á láni)
Ívan Óli Santos frá ÍR (var á láni)
Hannes Ísberg Gunnarsson frá KV (var á láni)
Gunnar Hrafn Pálsson frá KV (var á láni)
Pétur Theódór Árnason frá Breiðabliki
Tómas Orri Róbertsson frá Breiðabliki (á láni)

Farnir:
Arnar Númi Gíslason í Fylki (var á láni frá Breiðabliki)
Gunnar Jónas Hauksson í Vestra
Tómas Johannessen til AZ Alkmaar
Pétur Theódór Árnason (var á láni frá Breiðabliki)
Sigurður Steinar Björnsson í Þrótt R. (var á láni frá Víkingi R.)

   25.04.2024 19:30
„Ég tók því illa að liðinu mistókst að bæta sig á milli ára"

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Afturelding Seinasta tímabil var Afturelding í efsta sæti deildarinnar frá byrjun. Þeir misstu svo sætið sitt fyrir ÍA þegar aðeins 3 leikir voru eftir af tímabilinu. Afturelding náði svo að komast í úrslitaleik í umspilinu, en töpuðu þann leik í framlengingu gegn Vestri á Laugardalsvelli.

Markmið Aftureldings er að koma sterkt inn í þetta tímabil. Í spá þjálfara og fyrirliða í Lengjudeildinni er Afturelding spáð 1. sæti, sem sýnir það að Afturelding er enn þá með sterkt lið sem getur alveg náð sömu hæðir og í fyrra.

Komnir:
Aron Jóhannsson frá Fram
Aron Jónsson frá Brann
Hrannar Snær Magnússon frá Selfossi
Oliver Bjerrum Jensen alfarði frá Danmörku (var á láni)
Sigurpáll Melberg Pálsson frá Danmörku
Valgeir Árni Svansson frá Leikni
Patrekur Orri Guðjónsson frá Hvíta riddaranum (var á láni)

Farnir:
Ásgeir Marteinsson í Þrótt Vogum
Ásgeir Frank Ásgeirsson í Hvíta riddarann
Hjörvar Sigurgeirsson í Hött/Huginn
Hrafn Guðmundsson í KR
Ivo Braz til Portúgals
Jökull Jörvar Þórhallsson í Hvíta riddarann
Rasmus Christiansen til ÍBV
Rúrik Gunnarsson til KR (var á láni)

   30.04.2024 14:30
„Síðasta tímabil það besta í sögu félagsins en við viljum meira í ár"

Mynd: Raggi Óla
Fyrir leik
Kraftmikil byrjun! Lengjudeildin hófst á miðvikudaginn þegar Grindavík spilaði Fjölni. Fjölnir sigraði leikinn 2-3. Vegna ástands í Grindavík þá leyfði Víkingur þeim að spila á sínum heimavelli.

Í dag fara fram 4 leikir allir á sama tíma, kl. 19:15.

Aðrir leikir sem fara fram eru:
Keflavík - ÍR
Leiknir - Njarðvík
Þróttur - Þór
Fyrir leik
FYRSTA UMFERÐ LENGJUDEILDARINNAR! Góða kvöldið og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá Mosfellsbæ í þessum æsispennandi leik milli Afturelding og Gróttu. Biðin er loksins á enda og mest spennandi deild landsins er farin í gang!

Leikurinn er spilaður á Malbikstöðinni að Varmá og hefst kl. 19:15.

   01.05.2024 09:00
Baddi gegn Benna - Spá fyrir 1. umferð Lengjudeildarinnar

Mynd: Raggi Óla
Byrjunarlið:
1. Rafal Stefán Daníelsson (m)
Damian Timan
3. Eirik Soleim Brennhaugen ('68)
4. Arnar Daníel Aðalsteinsson
5. Patrik Orri Pétursson ('68)
8. Tareq Shihab
10. Kristófer Orri Pétursson (f)
17. Tómas Orri Róbertsson ('77)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Kristófer Melsted
29. Grímur Ingi Jakobsson ('87)

Varamenn:
31. Theódór Henriksen (m)
2. Arnar Þór Helgason
4. Alex Bergmann Arnarsson ('68)
11. Axel Sigurðarson ('87)
15. Ragnar Björn Bragason
16. Kristján Oddur Bergm. Haagensen
21. Hilmar Andrew McShane ('68)
27. Valdimar Daði Sævarsson
77. Pétur Theódór Árnason ('77)

Liðsstjórn:
Chris Brazell (Þ)
Dominic Ankers
Paul Benjamin Westren
Ívan Óli Santos
Viktor Steinn Bonometti

Gul spjöld:
Eirik Soleim Brennhaugen ('37)
Tómas Orri Róbertsson ('38)
Tareq Shihab ('78)
Pétur Theódór Árnason ('92)

Rauð spjöld: