Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
England
0
1
Ísland
0-1 Jón Dagur Þorsteinsson '12
07.06.2024  -  18:45
Wembley
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 10/10
Dómari: Davide Massa (Ítalía)
Áhorfendur: Uppselt 90 þúsund
Byrjunarlið:
1. Aaron Ramsdale (m)
2. Kyle Walker ('64)
3. Kieran Trippier ('64)
4. Declan Rice
5. John Stones ('46)
6. Marc Guehi
7. Cole Palmer ('77)
8. Kobbie Mainoo
9. Harry Kane (f) ('64)
10. Phil Foden
11. Anthony Gordon ('64)

Varamenn:
13. Dean Henderson (m)
22. Jordan Pickford (m)
24. James Trafford (m)
12. Joe Gomez ('64)
14. Jarell Quansah
15. Ezri Konsa ('46)
16. Conor Gallagher
17. Ivan Toney ('64)
18. Ollie Watkins
19. Trent Alexander-Arnold ('64)
20. Jarrod Bowen
21. Eberechi Eze ('77)
23. Adam Wharton
25. Bukayo Saka ('64)

Liðsstjórn:
Gareth Southgate (Þ)

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
SVAKALEG FRAMMISTAÐA Við mættum bara hingað á Wembley og unnum Englendinga. Vááá, líf og fjör. Alvöru liðsheild. Einkunnir, viðtöl og alls konar inn á Fótbolta.net í allt kvöld.

Miðað við þennan leik er fótboltinn ekki að koma heim í sumar!

Áfram Ísland!
95. mín
Gomez með skot framhjá. Ísland á markspyrnu. Þetta er að landast!!!!
94. mín
England nálægt því að jafna, boltinn lak framhjá fjærstönginni. England á hornspyrnu.
93. mín
Inn:Valgeir Lunddal Friðriksson (Ísland) Út:Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Valgeir Lunddal fær aðeins að sprikla á Wembley.
92. mín
Mainoo skýtur framhjá úr dauðafæri. Hefði ekki talið. Flaggið á loft. Rangstaða.
91. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 5 mínútur Ég endurtek, 5 mínútur
Englendingar með áhyggjur
89. mín
Stefnir í ansi góða niðurstöðu í fyrsta leiknum hjá nýja aðstoðarlandsliðsþjálfaranum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Davíð Snorri á hliðarlínunni.
87. mín
Pirraðir stuðningsmenn Englands farnir að húrra sér heim á leið Strax farið að fækka verulega á Wembley, ekki kveðjustundin sem var skipulögð.
Þakklæti
85. mín
Mainoo með skot en hittir ekki á rammann.
84. mín
Inn:Ísak Bergmann Jóhannesson (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Og ekki var fyrirliðinn slæmur!
84. mín
Inn:Arnór Sigurðsson (Ísland) Út:Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Rosaleg frammistaða hjá Hákoni
82. mín
Trent að reyna einhverja töfrasendingu en hún er alltof föst.
81. mín Gult spjald: Kolbeinn Finnsson (Ísland)
Brýtur á Bukayo Saka Það má tækla. England fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá hægri.
80. mín
Ísland að búa sig undir að gera fleiri skiptingar.
80. mín Gult spjald: Hákon Arnar Haraldsson (Ísland)
Tók Kobbie Mainoo niður
79. mín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

77. mín
Inn: Eberechi Eze (England) Út:Cole Palmer (England)
77. mín
ÞETTA VAR TILRAUN MAÐUR LIFANDI!!!! Kolbeinn Finnsson tekur boltann á lofti fyrir utan teig og hitti hann svona líka vel! Ramsdale slær boltann naumlega yfir.
72. mín
Meðan Guehi fær aðhlynningu þá má geta þess að Toney átti skottilraun áðan en hitti boltann illa, fór vel framhjá.
70. mín
Jón Dagur með hörkuskot fyrir utan teig en boltinn fer í höfuðið á Guehi sem steinliggur eftir. Ítalski dómarinn stöðvar leik og inn kemur sjúkrateymi Englands.
69. mín
Óskar Hrafn er meðal áhorfenda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

68. mín
VIÐ EIGUM AÐ VERA BÚNIR AÐ SKORA ANNAÐ MARK! Sverrir Ingi í hörkufæri á fjærstönginni eftir hornspyrnu en Ramsdale ver!
64. mín
Inn:Trent Alexander-Arnold (England) Út:Kyle Walker (England)
64. mín
Inn:Bukayo Saka (England) Út:Anthony Gordon (England)
64. mín
Englendingar vilja fá vítaspyrnu en verða ekki að ósk sinni. Höfðu eitthvað til síns máls þarna held ég. Daníel Leó heppinn.
64. mín
Inn:Joe Gomez (England) Út:Kieran Trippier (England)
64. mín
Inn: Ivan Toney (England) Út:Harry Kane (f) (England)
63. mín
Inn:Stefán Teitur Þórðarson (Ísland) Út:Mikael Anderson (Ísland)
63. mín
NEEEEIIIIIIIII!!!!!! DAUÐAFÆRI FER FORGÖRÐUM Hákon Arnar og Jón Dagur sleppa tveir! Hákon ákveður að senda í stað þess að skjóta en Jón Dagur rennur á vellinum.

Úfffff.....
62. mín
Fjórföld skipting í vændum hjá Englandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

62. mín
Stefán Teitur að koma inná sem varamaður. Hann er spenntur fyrir því að glíma við Declan Rice.
61. mín
Southgate ekki ánægður með gang mála
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

61. mín
Phil Foden fær boltann í teignum en er umkringdur af leikmönnum Íslands og kemst hvorki lönd né strönd.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
60. mín
Enskir blaðamenn hérna í kringum okkur tala um erfitt kvöld fyrir Gareth Southgate. Ekki bætir úr skák ef John Stones hefur þurft að fara af velli í hálfleiknum vegna einhverra meiðsla.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
59. mín
Englendingar koma boltanum frá eftir baráttu í teignum.
58. mín
Ísland fær hornspyrnu. Kapteinn Jói Berg sér um að taka hana.
58. mín
Andri Lucas með skot fyrir utan teig. Beint á Ramsdale.
56. mín
Palmer reynir að koma boltanum á Walker í hlaupinu en Kolbeinn Finnsson les þetta eins og opna bók, nýtir styrk sinn og lokar á þetta.
55. mín
Gordon nær ekki til boltans og hann fer afturfyrir. Markspyrna sem Ísland fær. Skutlunum heldur áfram að rigna yfir stúkuna frá ósáttum stuðningsmönnum Englands.
54. mín
Palmer í dauðafæri en Hákon nær að loka á hann og koma honum í erfiða stöðu. Palmer með skot í Hákon og afturfyrir, England fær horn.
52. mín
Góðar fréttir Daníel Leó stendur upp og heldur leik áfram. Hann og Sverrir Ingi hafa verið eins og klettar í hjarta varnarinnar. Stefnir í að Sá lærði gefi þeim góða einkunn.
52. mín
Daníel Leó að verjast Palmer, þröngvar honum í erfiðan skotvinkil og Palmer skýtur í hliðarnetið.

Daníel Leó er sestur í grasið. Hefur átt frábæran leik.
51. mín
Byrjunin á seinni hálfleik í takt við fyrri hálfleikinn. Enska liðið að reyna að finna glufur en íslenska liðið með svör við öllum þeirra aðgerðum.
Englendingar hressir
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
47. mín
Gordon með fyrirgjöf, Harry Kane í erfiðri stöðu en reynir skalla. Framhjá. Daníel Leó truflaði hann.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn: Ezri Konsa (England) Út:John Stones (England)
Spurning hvort Stones sé eitthvað tæpur.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
Mini myndaveisla úr fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Wayne Rooney er orðlaus
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Liðin ganga út í seinni hálfleik BBC segir að frammistaða Englands hingað til hafi verið flöt eins og pönnukaka.
Mark Íslands í fyrri hálfleik:
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks: Með boltann: 67% - 33%
Skot: 5-2
Skot á mark: 1-1
Hornspyrnur: 3-1
45. mín
Hálfleikur
Það er baulað þegar flautað er til hálfleiks Ég ætla að nota hálfleikinn til að horfa á þetta mark aftur... og aftur.
45. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Stöðvar hraða sókn Englands með því að toga í Guehi.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
45. mín
ARNÓR INGVI!!!!! SVOOOOO NÁLÆGT!!!!! ÍSLAND HEFÐI GETAÐ KOMIST Í 2-0!!

Boltanum rennt út á Arnór Ingva sem er við vítateigsendann en Marc Guehi kastar sér fyrir fast skot Arnórs, boltinn þeytist framhjá markinu.
44. mín
Andi í þessu Bjarki Steinn kemur sér fyrir fyrirgjöf Anthony Gordon og er fagnað vel af liðsfélögum sínum. Það er mikill andi og liðsheild í Íslandi. Gaman að sjá.

Declan Rice með hornspyrnu sem Hákon handsamar af öryggi.
38. mín
Skutlukast Óánægðir stuðningsmenn enska landsliðsins farnir að kasta skutlum í stúkunni. Það er skemmtilega mikill pirringur hér. Ekki alveg kveðjustundin sem var plönuð.
35. mín
Palmer mikið í boltanum og reynir fyrirgjöf, Bjarki fer fyrir og boltinn endar í hornspyrnu. Declan Rice sem tekur hornspyrnurnar vinsta megin en Englendingar ná ekki að gera sér mat úr spyrnu hans.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
31. mín
Ísland gefur Englandi alvöru próf Þetta er alvöru prófraun fyrir enska liðið sem reynir að finna glufur á íslensku vörninni. Það er nokkuð ljóst að andstæðingar Englendinga í riðlinum á EM munu liggja til baka og láta enska liðið þurfa að finna lausnir. Hingað til hefur enginn fundið lykilinn að íslenska lásnum.
29. mín
Harry Kane í dauðafæri!!!! Setur boltann yfir eftir sendingu frá Palmer. Hvernig fór hann að þessu? Var á markteigslínunni. Ein besta 'nía' heims, jafnvel sú besta, fór illa með þetta tækifæri.
27. mín
England að spila boltanum á milli sín en íslenska liðið gefur ekki færi á sér. Kliður í áhorfendum og maður heyrir nokkuð vel í íslenska hluta stúkunnar, sem henti auðvitað í Víkingaklapp áðan.
23. mín
Það má heyra saumnál detta! Það var sungið og trallað hér á Wembley áður en Jón Dagur skoraði. Þetta mark hefur gert það að verkum að heimili fótboltans hefur þagnað.
22. mín
Phil Foden með marktilraun úr þröngu færi, laflaust skot meðfram grasinu beint á Hákon Rafn í markinu.
Andi Nice svífur yfir vötnum
Víðir mættur aftur á Wembley
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
18. mín
Vó!!! Palmer í dauðafæri Pressa sett á Hákon markvörð sem sparkaði boltanum beint á Palmer. Palmer tók skotið en Daníel Leó komst fyrir skotið og af honum fór boltinn afturfyrir. Vel gert hjá Daníel Leó.
17. mín
Jón Dagur, markaskorari Íslands, hafði skapað smá hættu áður en hann skoraði. Setti þá pressu á Ramsdale sem sparkaði boltanum í innkast. Virkilega öflug byrjun hjá honum í þessum leik, og já bara hjá íslenska liðinu.
15. mín
Anthony Gordon skýtur hátt yfir Í ljómandi fínni stöðu en þrumar hátt yfir.
14. mín
"Þetta var ekki í handritinu" segja enskir blaðamenn sem eru hér á Wembley.
12. mín MARK!
Jón Dagur Þorsteinsson (Ísland)
Stoðsending: Hákon Arnar Haraldsson
FRÁBÆRLEGA GERT!!!!!! Svakalegt hlaup hjá Hákoni með boltann, kemur honum á Jón Dag sem fer framhjá John Stones og smellir boltanum í netið!

Þetta er skemmtilegt!

11. mín
Anthony Gordon með fyrirgjöf en Sverrir Ingi hreinsar út úr teignum.
11. mín
Öruggar hendur Hákon Rafn ekki í vandræðum með þessa fyrirgjöf frá Foden. Heldur betur sýningargluggi fyrir Hákon þessi leikur, væntanlega allt þjálfarateymi Brentford að horfa.
10. mín
Harry Kane vinnur hornspyrnu, reynir sendingu sem Sverrir Ingi kemst fyrir og boltinn skýst afturfyrir. Íslandsvinurinn Foden sem sér um að taka hornið.
8. mín
England í sókn, Foden með sendingu ætlaða Trippier sem nær ekki boltanum. Trippier að spila vinstri bakvörð þar sem vinstri bakverðir í fremstu röð eru ekki á hverju strái hjá Englendingum. Luke Shaw er meiddur en Southgate vonast til þess að hann muni geta tekið þátt á EM.
4. mín
Ef einhver vafi var á því þá er Bjarki Steinn í hægri bakverðinum eins og talið var. Englendingar búnir að eiga tvær fyrirgjafir sem ekkert hefur komið út úr.
2. mín
Jón Dagur setur tóninn Jón Dagur í baráttunni við John Stones sem liggur eftir í grasinu. Lendir illa á ökklanum en getur haldið leik áfram.

Englendingar mega alls ekki við neinum skakkaföllum í vörninni hjá sér. Þar er breiddin ekki mikil.
1. mín
Leikur hafinn
Alvöru partístemning á Wembley Verið að kveðja enska landsliðið áður en það heldur til Þýskalands og óhætt að segja að vallargestir séu komnir hingað til að hafa gaman. Vonandi getum við skemmt aðeins partíið.

Leikurinn er farinn af stað og það eru Englendingar sem hófu leik.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Verið að spila þjóðsöngvana Sá íslenski að baki og nú er það God save the King
Fyrir leik
Jói Berg þekkir einhvern í stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
"Halló?... ég heyri eitthvað illa í þér" Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands í símanum fyrir leik.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bjarki Steinn fær tækifærið Eitt það mest spennandi við leikinn í kvöld er að sjá hvernig Bjarki Steinn stendur sig í stöðu hægri bakvarðar. Hann ætti að vera fullur sjálfstrausts eftir liðið tímabil með Venezia á Ítalíu, þar sem hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild. Hafliði Breiðfjörð smellti myndum af Bjarka í upphitun.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sá lærði spjallar við John Cross Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Sá lærði, er mættur á Wembley og verður með einkunnagjöf og viðtöl eftir leik. Hann spjallaði við John Cross, einn besta íþróttafréttamanna Bretlandseyja, í fréttamannaaðstöðunni hér á Wembley og má sjá viðtalið í heild hér:

   07.06.2024 18:23
John Cross: Tapið gegn Íslandi táknrænt fyrir gamla England
Fyrir leik
Vonandi fær þessi stelpa ósk sína uppfyllta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Ætti Solanke að vera í enska hópnum? Þessi eru á þeirri skoðun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fleiri myndir af Íslendingum í stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Svona stillir Ísland upp - Bjarki Steinn líklega í hægri bakverði
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Óvænt útspil hjá Age Hareide og Davíð Snorra.

Frá líklegu byrjunarliði Íslands sem var birt í gær, þá eru tvær breytingar í heildina. Bjarki Steinn kemur inn og sömuleiðis byrjar Mikael Neville Anderson en ekki var búist við því.

Alfons Sampsted er á bekknum og Arnór Sigurðsson líka.
Fyrir leik
Svona er byrjunarlið Íslands Bjarki Steinn Bjarkason, leikmaður Venezia, fær tækifæri í byrjunarliði íslenska liðsins. Áhugavert.

Mynd: KSÍ

Fyrir leik
Áhugavert í byrjunarliði Englands - Ramsdale í markinu og Mainoo byrjar Markvörðurinn Aaron Ramsdale byrjar í markinu í stað Jordan Pickford. Harry Kane er með fyrirliðabandið. Kobbie Mainoo leikmaður Manchester United er einnig að byrja. Hann er yngsti leikmaðurinn í enska hópnum, nítján ára gamall.

Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik
Íslendingar búnir að koma sér fyrir í stúkunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Southgate sýnir enga miskunn Í gær var enski lokahópurinn fyrir EM tilkynntur. Mjög áhugaverður hópur þar sem Gareth Southgate sýndi enga miskunn og horfði vel til frammistöðu undanfarinna mánaða. England verður með Serbíu, Danmörku og Slóveníu í riðli á EM.

   06.06.2024 15:00
Svona er enski lokahópurinn - Maguire og Grealish ekki á EM
Fyrir leik
Leikmenn til að fylgjast með í íslenska liðinu Í umræddri leikskrá er farið yfir hvaða íslensku leikmenn mælt er með að fylgjast með. Þar eru þessir nefndir:

1. Safe hands: Hákon Rafn Valdimarsson
2. Mr. Reliable: Sverrir Ingi Ingason
3. Driving Forward: Arnor Ingvi Traustason
4. Wise Head: Jóhann Berg Guðmundsson
5. Attacking threat: Arnór Sigurðsson
6. Famous father: Andri Lucas Guðjohnsen
Fyrir leik
Í leikskránni er fjallað um að Hannes fyrrum markvörður Íslands sé kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri Góð saga er aaaldrei of oft sögð!

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Afþreyingarkerfi í fréttamannastúkunni
Fyrir leik
Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands:
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við verðum að byggja ofan á frammistöðu okkar undanfarið. Við höfum staðið okkur vel gegn bestu liðunum eins og þegar við spiluðum tvisvar gegn Portúgal. Þá unnum við mjög vel saman sem lið og gerðum það líka mjög vel gegn Úkraínu sem ég býst við að muni standa sig mjög vel á EM. Við erum að finna mynstrið betur og betur og verðum að nýta hverja einustu æfingu sem við náum saman," sagði Hareide á fréttamannafundi í gær.

„Það er frábært tækifæri fyrir leikmenn okkar að mega koma til Englands og mæta þeim á Wembley. Þetta er draumur allra leikmenna og var minn draumur þegar ég kom fyrst hingað árið 1980. Að spila á Wembley gegn Englandi, Wembley er mekka fótboltans. Það er gott próf fyrir leikmennina að koma út í þetta andrúmsloft og sýna úr hverju þeir eru gerðir fyrir framan 90 þúsund enska stuðningsmenn. Það er frábært og við eigum að njóta augnabliksins. Ég sagði leikmönnumnum að njóta sín og sýna bara sitt besta."

   06.06.2024 16:00
Ísland má tækla gegn Englandi - Erum ekki illmenni, heldur fótboltamenn
Fyrir leik
Jói Berg um leikina sem eru framundan:
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Við þurfum bara að byggja enn frekar ofan á það sem við höfum verið að gera. Í síðustu undankeppni vorum við að prófa fullt af hlutum. Nýr þjálfari kemur inn með nýjar áherslur en mér fannst í lokin að við værum komnir með ákveðna formúlu sem gæti virkað," segir Jóhann Berg Guðmundsson.

„Við vorum grátlega nálægt því að koma okkur inn á Evrópumótið og nú er bara að byggja ofan á það. Við vitum að þetta eiga eftir að verða gríðarlega erfiðir leikir. Við getum fullt tekið úr þessu, við getum þorað að spila á móti svona þjóðum. Ef við ætlum okkur á stórmót þá þurfum við að ná einhverju á móti svona liðum. Þetta er góð æfing fyrir það sem koma skal."

   06.06.2024 15:33
Enska pressan byrjaði að spyrja út í sigurinn 2016
Fyrir leik
Lítum bara fram á við
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það verður ótrúlega gaman, ég hef gert það tvisvar sinnum áður, sérstaklega að fá að spila mitt fyrsta skipti á Wembley," segir Arnór Ingvi Traustason um að mæta Englandi.

Varnarleikurinn verður líklega í fyrirrúmi hjá Íslandi í leiknum.

„Já það má segja það þó svo að við gerum okkur vonir um að við getum eitthvað gert fram á við líka og halda í okkar gildi," sagði Arnór Ingvi.

Ísland sló England úr leik í 16 liða úrslitum á EM árið 2016 sælla minninga.

„Það voru góðar minningar. Ég mætti þeim á Laugardalsvelli líka. Það er alltaf gaman að mæta Englendingum og á Wembley líka, það gerist ekki betra."

Arnór segir að það sé skrítin tilfinning að mæta Englendingum sem eru að undirbúa sig fyrir EM en Ísland missti af tækifærinu að fara á mótið eftir tap gegn Úkraínu í umspilinu.

„Það var mjög svekkjandi og sat lengi í manni. Við erum búnir að fara yfir þann leik og loka honum og lítum núna bara fram á við."

   05.06.2024 18:56
Gengið ömurlega hjá liði Arnórs Ingva undanfarið - „Kemur á fullkomnum tíma"
Fyrir leik
Leikirnir sem maður vill spila
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er örugglega skemmtilegasta reynsla sem ég hef tekið þátt í með landsliði. Þetta var ótrúlegt kvöld, maður gleymir því seint," segir Sverrir Ingi Ingason um sigur Íslands gegn Englandi á EM 2016 þar sem íslenska landsliðið sló það enska úr leik.

„Auðvitað er þetta öðruvísi leikur á föstudaginn en það er spennandi verkefni framundan. Við búumst við því að þeir verði töluvert meira með boltann en við og við munum þurfa að verjast mikið. Það er partur af því að spila fyrir Íslenska landsliðið þegar þú ert að spila við þessar stjóru þjóðir að þá þarftu að geta varist vel til að geta verið inn í leiknum og síðan þurfum við að nýta okkar möguleika, sækja hratt á þá og í föstum leikatriðum og annað."

England ætlar sér stóra hluti á EM. Sverrir og kollegar hans í vörn Íslands eiga erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það er valinn maður í hverju rúmi hjá enska liðinu.

„Þeim hefur gengið rosalega vel á síðustu tveimur stórmótum, fóru í úrslitin á síðasta EM og duttu út í undanúrslitum á HM. Það eru ótrúlega margir valmöguleikar fram á við og það eru líka leikmenn sem komast ekki einu sinni inn í hópinn hjá þeim. Þeir eru með mikil gæði og eru verðugir þess að lyfta þeim stóra í sumar og það er þeirra markmið eflaust og þetta er eins erfitt verkefni og það verður."

Sverrir Ingi er spenntur fyrir því að mæta sóknarmönnum enska liðsins. Gareth Southgate þjálfari enska liðsins hefur opinberað að Harry Kane muni byrja leikinn.

„Ég held að það skipti voðalega litlu máli hver byrjar á föstudaginn, þetta eru allt leikmenn í heimsklassa. Við þurfum að vera á okkar besta degi, þetta verður mjög erfitt en af sama skapi erum við að spila á Wembley, frábær völlur, 90 þúsund manns, þetta eru leikirnir sem maður vill spila," segir Sverrir Ingi Ingason.

   05.06.2024 21:56
„Örugglega skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í með landsliðinu"
Fyrir leik
Þriðja liðið kemur frá Ítalíu
Mynd: EPA

Í þessum glugga leikur Ísland tvo vináttuleiki gegn sterkum andstæðingum. Fyrst er það England í kvöld og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam á mánudaginn.

Ítalinn Davide Massa mun dæma leikinn á Wembley og aðstoðardómararnir eru allt samlandar hans.

Massa er vanur því að dæma stóra fótboltaleiki og hefur verið að dæma í Meistaradeildinni. Hann dæmdi síðast hjá Íslandi í útileik gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í nóvember 2021.

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði mark Íslands í 3-1 tapi. Ísak Bergmann Jóhannesson fékk tvö gul og þar með rautt í þeim leik. Jón Dagur og Ísak verða báðir í eldlínunni á föstudag.
Fyrir leik
Velkomin á heimili fótboltans! Íslenska landsliðið mætir því enska í vináttulandsleik á Wembley klukkan 18:45. Þetta er síðasti leikur Englands fyrir Evrópumótið í Þýskalandi.

Leikið verður á 'heimili fótboltans', Wembley leikvangnum í Lundúnum sem er einn frægasti fótboltavöllur heims. Það er uppselt á leikinn, 90 þúsund manns og þar af um 600 Íslendingar.

Ísland og England hafa mæst fimm sinnum áður og þar af einu sinni áður á Wembley. Ísland hefur unnið einn leik, en það var þegar liðin mættust í leiknum fræga í 16-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi.

Jafntefli varð niðurstaðan í fyrstu viðureign liðanna, á Laugardalsvelli í júní 1982. Síðustu tveir leikir liðanna voru í Þjóðadeildinni árið 2020, en þar unnu Englendingar báða leikina.

Mynd: Getty Images
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Daníel Leó Grétarsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('84)
9. Jón Dagur Þorsteinsson ('93)
10. Hákon Arnar Haraldsson ('84)
14. Kolbeinn Finnsson
15. Bjarki Steinn Bjarkason
18. Mikael Anderson ('63)
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Andri Lucas Guðjohnsen

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m)
13. Elías Rafn Ólafsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Guðmundur Þórarinsson
3. Logi Tómasson
6. Brynjar Ingi Bjarnason
8. Arnór Sigurðsson ('84)
16. Stefán Teitur Þórðarson ('63)
17. Valgeir Lunddal Friðriksson ('93)
18. Sævar Atli Magnússon
19. Ísak Bergmann Jóhannesson ('84)
23. Kristian Hlynsson

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Davíð Snorri Jónasson

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('45)
Hákon Arnar Haraldsson ('80)
Kolbeinn Finnsson ('81)

Rauð spjöld: