

Wembley
Vináttulandsleikur
Aðstæður: 10/10
Dómari: Davide Massa (Ítalía)
Áhorfendur: Uppselt 90 þúsund
('64)
('46)
('64)
('64)
('64)
('77)
('64)
('46)
('64)
('64)
('77)
('64)
Miðað við þennan leik er fótboltinn ekki að koma heim í sumar!
Áfram Ísland!
Southgate mate you’re concerning me here
— ???????????????? (@OfficialVizeh) June 7, 2024

Davíð Snorri á hliðarlínunni.
Guð blessi Akranes og þeirra framleiðslu á leikmönnum.
— Hörður ? (@horduragustsson) June 7, 2024
Takk
Sama hvernig þessi leikur endar þá finnst mér með ólíkindum að einhverjir haldi að Åge sé ekki rétti maðurinn til stjórna þessu liði.
— Gummi Ben ????? (@GummiBen) June 7, 2024
Gult spjald: Kolbeinn Finnsson (Ísland)
Úfffff.....
Mér líður eins og ég sé á bókasafni! #fotboltinet pic.twitter.com/6MJA2ElcUQ
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) June 7, 2024
After Iceland's opener, England have conceded the opening goal in three consecutive games at Wembley for the first time since November 1954 ???? pic.twitter.com/XzGGPG8ULT
— Football on TNT Sports (@footballontnt) June 7, 2024
Daníel Leó er sestur í grasið. Hefur átt frábæran leik.
Convincing yourself England are going to win the Euros then watching them lose on home soil to a team named after a supermarket #ENGICE pic.twitter.com/2vXTBAqPYs
— lauryn (@1auryng) June 7, 2024
Is this Cole Palmer? No. Is this Phil Foden? No. Is this Harry Kane? No.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) June 7, 2024
Is this Jón Dagur Þorsteinsson? Yes, yes and yes again! #engice
pic.twitter.com/gxrogbkArV
Skot: 5-2
Skot á mark: 1-1
Hornspyrnur: 3-1
Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
England: Football's coming home.
— Stefán Hrafn Hagalín (@StefanHagalin) June 7, 2024
Ísland: Húh!
Boltanum rennt út á Arnór Ingva sem er við vítateigsendann en Marc Guehi kastar sér fyrir fast skot Arnórs, boltinn þeytist framhjá markinu.
Declan Rice með hornspyrnu sem Hákon handsamar af öryggi.
This wasn't part of the script...
— Match of the Day (@BBCMOTD) June 7, 2024
Jon Dagur Thorsteinsson puts the visitors ahead ???????? pic.twitter.com/869NdtzbOx
HAHAHAHAHA #ENGISL #ENGICE pic.twitter.com/UrxKLDicna
— Hörður ? (@horduragustsson) June 7, 2024
Wembley er sannarlega magnaður leikvangur. Í annað sinn sem ég skrifa um leik hérna. Hinn var fyrir 24 árum, úrslitaleikur Stoke City og Bristol City um framrúðubikarinn! Leikvangurinn var endurnýjaður nokkrum árum síðar.
— Vidir Sigurdsson (@vidirsig) June 7, 2024
Jon Dagur ????
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) June 7, 2024
Hákon Arnar í free role er það sem ég þurfti í líf mitt! ???? Vona að Lille fatti að spila honum meira miðsvæðis á næsta ári.
— Runólfur Trausti Þórhallsson (@Runolfur21) June 7, 2024
MARK!Stoðsending: Hákon Arnar Haraldsson
Þetta er skemmtilegt!
Þessi sókn ???????????? Wembley er í sjokki pic.twitter.com/QkMyESGa8N
— Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson (@gummi_aa) June 7, 2024
Englendingar mega alls ekki við neinum skakkaföllum í vörninni hjá sér. Þar er breiddin ekki mikil.
Leikurinn er farinn af stað og það eru Englendingar sem hófu leik.
Góða skemmtun!




Óvænt útspil hjá Age Hareide og Davíð Snorra.
Frá líklegu byrjunarliði Íslands sem var birt í gær, þá eru tvær breytingar í heildina. Bjarki Steinn kemur inn og sömuleiðis byrjar Mikael Neville Anderson en ekki var búist við því.
Alfons Sampsted er á bekknum og Arnór Sigurðsson líka.


1. Safe hands: Hákon Rafn Valdimarsson
2. Mr. Reliable: Sverrir Ingi Ingason
3. Driving Forward: Arnor Ingvi Traustason
4. Wise Head: Jóhann Berg Guðmundsson
5. Attacking threat: Arnór Sigurðsson
6. Famous father: Andri Lucas Guðjohnsen

Fjölmiðlaaðstaðan á Wembley framúrskarandi, eins og hægt var að búast við #fotboltinet pic.twitter.com/KKJLtRUFUV
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) June 7, 2024

„Við verðum að byggja ofan á frammistöðu okkar undanfarið. Við höfum staðið okkur vel gegn bestu liðunum eins og þegar við spiluðum tvisvar gegn Portúgal. Þá unnum við mjög vel saman sem lið og gerðum það líka mjög vel gegn Úkraínu sem ég býst við að muni standa sig mjög vel á EM. Við erum að finna mynstrið betur og betur og verðum að nýta hverja einustu æfingu sem við náum saman," sagði Hareide á fréttamannafundi í gær.
„Það er frábært tækifæri fyrir leikmenn okkar að mega koma til Englands og mæta þeim á Wembley. Þetta er draumur allra leikmenna og var minn draumur þegar ég kom fyrst hingað árið 1980. Að spila á Wembley gegn Englandi, Wembley er mekka fótboltans. Það er gott próf fyrir leikmennina að koma út í þetta andrúmsloft og sýna úr hverju þeir eru gerðir fyrir framan 90 þúsund enska stuðningsmenn. Það er frábært og við eigum að njóta augnabliksins. Ég sagði leikmönnumnum að njóta sín og sýna bara sitt besta."

„Við þurfum bara að byggja enn frekar ofan á það sem við höfum verið að gera. Í síðustu undankeppni vorum við að prófa fullt af hlutum. Nýr þjálfari kemur inn með nýjar áherslur en mér fannst í lokin að við værum komnir með ákveðna formúlu sem gæti virkað," segir Jóhann Berg Guðmundsson.
„Við vorum grátlega nálægt því að koma okkur inn á Evrópumótið og nú er bara að byggja ofan á það. Við vitum að þetta eiga eftir að verða gríðarlega erfiðir leikir. Við getum fullt tekið úr þessu, við getum þorað að spila á móti svona þjóðum. Ef við ætlum okkur á stórmót þá þurfum við að ná einhverju á móti svona liðum. Þetta er góð æfing fyrir það sem koma skal."

„Það verður ótrúlega gaman, ég hef gert það tvisvar sinnum áður, sérstaklega að fá að spila mitt fyrsta skipti á Wembley," segir Arnór Ingvi Traustason um að mæta Englandi.
Varnarleikurinn verður líklega í fyrirrúmi hjá Íslandi í leiknum.
„Já það má segja það þó svo að við gerum okkur vonir um að við getum eitthvað gert fram á við líka og halda í okkar gildi," sagði Arnór Ingvi.
Ísland sló England úr leik í 16 liða úrslitum á EM árið 2016 sælla minninga.
„Það voru góðar minningar. Ég mætti þeim á Laugardalsvelli líka. Það er alltaf gaman að mæta Englendingum og á Wembley líka, það gerist ekki betra."
Arnór segir að það sé skrítin tilfinning að mæta Englendingum sem eru að undirbúa sig fyrir EM en Ísland missti af tækifærinu að fara á mótið eftir tap gegn Úkraínu í umspilinu.
„Það var mjög svekkjandi og sat lengi í manni. Við erum búnir að fara yfir þann leik og loka honum og lítum núna bara fram á við."

„Það er örugglega skemmtilegasta reynsla sem ég hef tekið þátt í með landsliði. Þetta var ótrúlegt kvöld, maður gleymir því seint," segir Sverrir Ingi Ingason um sigur Íslands gegn Englandi á EM 2016 þar sem íslenska landsliðið sló það enska úr leik.
„Auðvitað er þetta öðruvísi leikur á föstudaginn en það er spennandi verkefni framundan. Við búumst við því að þeir verði töluvert meira með boltann en við og við munum þurfa að verjast mikið. Það er partur af því að spila fyrir Íslenska landsliðið þegar þú ert að spila við þessar stjóru þjóðir að þá þarftu að geta varist vel til að geta verið inn í leiknum og síðan þurfum við að nýta okkar möguleika, sækja hratt á þá og í föstum leikatriðum og annað."
England ætlar sér stóra hluti á EM. Sverrir og kollegar hans í vörn Íslands eiga erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það er valinn maður í hverju rúmi hjá enska liðinu.
„Þeim hefur gengið rosalega vel á síðustu tveimur stórmótum, fóru í úrslitin á síðasta EM og duttu út í undanúrslitum á HM. Það eru ótrúlega margir valmöguleikar fram á við og það eru líka leikmenn sem komast ekki einu sinni inn í hópinn hjá þeim. Þeir eru með mikil gæði og eru verðugir þess að lyfta þeim stóra í sumar og það er þeirra markmið eflaust og þetta er eins erfitt verkefni og það verður."
Sverrir Ingi er spenntur fyrir því að mæta sóknarmönnum enska liðsins. Gareth Southgate þjálfari enska liðsins hefur opinberað að Harry Kane muni byrja leikinn.
„Ég held að það skipti voðalega litlu máli hver byrjar á föstudaginn, þetta eru allt leikmenn í heimsklassa. Við þurfum að vera á okkar besta degi, þetta verður mjög erfitt en af sama skapi erum við að spila á Wembley, frábær völlur, 90 þúsund manns, þetta eru leikirnir sem maður vill spila," segir Sverrir Ingi Ingason.

Í þessum glugga leikur Ísland tvo vináttuleiki gegn sterkum andstæðingum. Fyrst er það England í kvöld og síðan Holland á De Kuip í Rotterdam á mánudaginn.
Ítalinn Davide Massa mun dæma leikinn á Wembley og aðstoðardómararnir eru allt samlandar hans.
Massa er vanur því að dæma stóra fótboltaleiki og hefur verið að dæma í Meistaradeildinni. Hann dæmdi síðast hjá Íslandi í útileik gegn Norður-Makedóníu í undankeppni HM í nóvember 2021.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði mark Íslands í 3-1 tapi. Ísak Bergmann Jóhannesson fékk tvö gul og þar með rautt í þeim leik. Jón Dagur og Ísak verða báðir í eldlínunni á föstudag.
Leikið verður á 'heimili fótboltans', Wembley leikvangnum í Lundúnum sem er einn frægasti fótboltavöllur heims. Það er uppselt á leikinn, 90 þúsund manns og þar af um 600 Íslendingar.
Ísland og England hafa mæst fimm sinnum áður og þar af einu sinni áður á Wembley. Ísland hefur unnið einn leik, en það var þegar liðin mættust í leiknum fræga í 16-liða úrslitum EM 2016 í Frakklandi.
Jafntefli varð niðurstaðan í fyrstu viðureign liðanna, á Laugardalsvelli í júní 1982. Síðustu tveir leikir liðanna voru í Þjóðadeildinni árið 2020, en þar unnu Englendingar báða leikina.

('84)
('84)
('93)
('63)
('84)
('84)
('63)
('93)



























