Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur valið lokahóp sinn fyrir Evrópumótið.
Enskir fjölmiðlar eru búnir að opinbera það hvaða sjö leikmenn detta úr 33 manna hópnum sem var valinn á dögunum.
Enskir fjölmiðlar eru búnir að opinbera það hvaða sjö leikmenn detta úr 33 manna hópnum sem var valinn á dögunum.
Það var greint frá því fyrr í dag að að James Maddison, Curtis Jones og Jarell Quansah fara ekki með á mótið.
Svo er núna búið að segja frá því að Jarrad Branthwaite, Harry Maguire, Jack Grealish og James Trafford fari ekki með á mótið.
Það eru stórar fréttir með Grealish og Maguire þar sem þeir hafa farið á síðustu stórmót með liðinu. Maguire er að glíma við meiðsli og Grealish átti ekki sitt besta tímabil með Man City.
Markverðir: Dean Henderson (Crystal Palace), Jordan Pickford (Everton), Aaron Ramsdale (Arsenal).
Varnarmenn:Lewis Dunk (Brighton), Joe Gomez (Liverpool), Marc Guehi (Crystal Palace), Ezri Konsa (Aston Villa), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), Kieran Trippier (Newcastle), Kyle Walker (Manchester City).
Miðjumenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Conor Gallagher (Chelsea), Kobbie Mainoo (Manchester United), Declan Rice (Arsenal), Adam Wharton (Crystal Palace).
Framherjar: Jude Bellingham (Real Madrid), Jarrod Bowen (West Ham), Eberechi Eze (Crystal Palace), Phil Foden (Manchester City), Anthony Gordon (Newcastle), Harry Kane (Bayern Munich), Cole Palmer (Chelsea), Bukayo Saka (Arsenal), Ivan Toney (Brentford), Ollie Watkins (Aston Villa).
Athugasemdir