Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðardagur fyrir þær
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
   fös 07. júní 2024 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
John Cross: Tapið gegn Íslandi táknrænt fyrir gamla England
Einn virtasti fótboltablaðamaður Englands í viðtali við Fótbolta.net.
Icelandair
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég naut aðdragandans mjög mikið. Ég fór á æfingasvæði Íslands í Annecy og ég varð ástfanginn af svæðinu. Ég fór aftur þangað í frí fyrir tveimur sumrum. Þetta var fallegur staður," sagði John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror, í samtali við Fótbolta.net á Wembley núna áðan.

Hann var þar að tala um aðdraganda leik Íslands og Englands á EM fyrir átta árum síðan. Cross fjallaði um enska liðið á því móti en eins og allir Íslendingar vita þá vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur í þeim leik. Það eru líklega verstu úrslit í sögu enska fótboltalandsliðsins.

„Byrjunin á leiknum var kaotísk. Ég held að Englendingar hafi talið að þeir myndu komast aftur í leikinn. Andrúmsloftið var rosalegt. Það var horft á þetta sem stærsta tap í enskri fótboltasögu. Það var þannig. Roy Hodgson þurfti að segja af sér eftir leikinn. Þetta var risastór saga. Ég man eftir hávaðanum enn í dag og trommuslættinum hjá íslensku stuðningsmönnunum."

„Ísland var uppáhalds lið allra þetta sumar út af tengingu þeirra við stuðningsmennina. Það var fallegt. Þetta eru skrítnar en samt góðar minningar."

Var þetta eitt versta kvöld í sögu enska fótboltans?

„Alveg klárlega. Ég man eftir að hafa skrifað það sjálfur á baksíðuna. Þjálfarinn þurfti að hætta og hann gerði það. Þetta varð til þess að enska knattspyrnusambandið leit alveg gríðarlega mikið inn á við. Sambandið þurfti að fara í mikla naflaskoðun en ég held að þetta tap hafi á endanum gert mikið jákvætt fyrir okkur. Þetta var frábær saga. Fyrir þetta kvöld var alltaf talað um tap England gegn Bandaríkjunum á HM sem verstu úrslitin en ef þú spyrð stuðningsmenn Englands í kvöld þá tala þeir um Ísland sem óvæntustu úrslit sögunnar."

Hann telur að fólk gleymi ekki þessum leik. „Hann er táknrænn fyrir gamla England og að liðið fari inn í nýjan tíma. Öll mistökin og allt sem fór úrskeiðis. Rangt lið á röngum tíma. Ég tel að England hafi náð mögnuðum árangri eftir þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en í lok viðtalsins er Cross spurður út í spá sína fyrir kvöldið. Hann spáir naumum sigri Englands og vonast til að stuðningsmenn fari glaðir heim í síðasta leiknum fyrir EM í Þýskalandi. Hann ræðir einnig hópinn hjá Englandi og möguleikana fyrir EM í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner