Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
Höskuldur: Bara að sparka eins fast og maður gat og það endaði vel
Dóri Árna: Við vorum betra liðið í 173 mínútur af þessu einvígi
Haraldur Freyr: Hann bað liðsfélaga sína afsökunar
Aron Snær: Að einhver blaðra sé sprungin er mjög þreytt
Óli Hrannar: Þurfum að byrja leikina betur ef við ætlum að komast eitthvað hærra í þessari töflu
Gunnar Heiðar: Það er skemmtilegra að fá græna punktinn
Árni Guðna: Þurfum að læra af því
Anton Ari: Hellidemban fyrir leik var náttúrulega bara snilld
Úlfur: Hann er það markagráðugur að hann er ekki að reyna fiska neitt
Rangur maður rekinn af velli: Dómararnir gátu ekki gefið nein skýr svör
Brynjar Kristmunds: Koðnuðum niður gegn ástríðufullu liði
Var sleginn í andlitið af leikmanni - „Auðvelt að spjalda unga þjálfara“
Arnar Laufdal þarf að vinna í landafræðinni - „Geggjuð keppni fyrir stráka eins og okkur"
Jakob valdi KR: Ég fundaði með sex félögum
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
   fös 07. júní 2024 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
John Cross: Tapið gegn Íslandi táknrænt fyrir gamla England
Einn virtasti fótboltablaðamaður Englands í viðtali við Fótbolta.net.
Icelandair
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr leiknum 2016.
Úr leiknum 2016.
Mynd: Getty Images
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég naut aðdragandans mjög mikið. Ég fór á æfingasvæði Íslands í Annecy og ég varð ástfanginn af svæðinu. Ég fór aftur þangað í frí fyrir tveimur sumrum. Þetta var fallegur staður," sagði John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror, í samtali við Fótbolta.net á Wembley núna áðan.

Hann var þar að tala um aðdraganda leik Íslands og Englands á EM fyrir átta árum síðan. Cross fjallaði um enska liðið á því móti en eins og allir Íslendingar vita þá vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur í þeim leik. Það eru líklega verstu úrslit í sögu enska fótboltalandsliðsins.

„Byrjunin á leiknum var kaotísk. Ég held að Englendingar hafi talið að þeir myndu komast aftur í leikinn. Andrúmsloftið var rosalegt. Það var horft á þetta sem stærsta tap í enskri fótboltasögu. Það var þannig. Roy Hodgson þurfti að segja af sér eftir leikinn. Þetta var risastór saga. Ég man eftir hávaðanum enn í dag og trommuslættinum hjá íslensku stuðningsmönnunum."

„Ísland var uppáhalds lið allra þetta sumar út af tengingu þeirra við stuðningsmennina. Það var fallegt. Þetta eru skrítnar en samt góðar minningar."

Var þetta eitt versta kvöld í sögu enska fótboltans?

„Alveg klárlega. Ég man eftir að hafa skrifað það sjálfur á baksíðuna. Þjálfarinn þurfti að hætta og hann gerði það. Þetta varð til þess að enska knattspyrnusambandið leit alveg gríðarlega mikið inn á við. Sambandið þurfti að fara í mikla naflaskoðun en ég held að þetta tap hafi á endanum gert mikið jákvætt fyrir okkur. Þetta var frábær saga. Fyrir þetta kvöld var alltaf talað um tap England gegn Bandaríkjunum á HM sem verstu úrslitin en ef þú spyrð stuðningsmenn Englands í kvöld þá tala þeir um Ísland sem óvæntustu úrslit sögunnar."

Hann telur að fólk gleymi ekki þessum leik. „Hann er táknrænn fyrir gamla England og að liðið fari inn í nýjan tíma. Öll mistökin og allt sem fór úrskeiðis. Rangt lið á röngum tíma. Ég tel að England hafi náð mögnuðum árangri eftir þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en í lok viðtalsins er Cross spurður út í spá sína fyrir kvöldið. Hann spáir naumum sigri Englands og vonast til að stuðningsmenn fari glaðir heim í síðasta leiknum fyrir EM í Þýskalandi. Hann ræðir einnig hópinn hjá Englandi og möguleikana fyrir EM í viðtalinu.
Athugasemdir
banner