Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   fös 07. júní 2024 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
John Cross: Tapið gegn Íslandi táknrænt fyrir gamla England
Einn virtasti fótboltablaðamaður Englands í viðtali við Fótbolta.net.
Icelandair
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég naut aðdragandans mjög mikið. Ég fór á æfingasvæði Íslands í Annecy og ég varð ástfanginn af svæðinu. Ég fór aftur þangað í frí fyrir tveimur sumrum. Þetta var fallegur staður," sagði John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror, í samtali við Fótbolta.net á Wembley núna áðan.

Hann var þar að tala um aðdraganda leik Íslands og Englands á EM fyrir átta árum síðan. Cross fjallaði um enska liðið á því móti en eins og allir Íslendingar vita þá vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur í þeim leik. Það eru líklega verstu úrslit í sögu enska fótboltalandsliðsins.

„Byrjunin á leiknum var kaotísk. Ég held að Englendingar hafi talið að þeir myndu komast aftur í leikinn. Andrúmsloftið var rosalegt. Það var horft á þetta sem stærsta tap í enskri fótboltasögu. Það var þannig. Roy Hodgson þurfti að segja af sér eftir leikinn. Þetta var risastór saga. Ég man eftir hávaðanum enn í dag og trommuslættinum hjá íslensku stuðningsmönnunum."

„Ísland var uppáhalds lið allra þetta sumar út af tengingu þeirra við stuðningsmennina. Það var fallegt. Þetta eru skrítnar en samt góðar minningar."

Var þetta eitt versta kvöld í sögu enska fótboltans?

„Alveg klárlega. Ég man eftir að hafa skrifað það sjálfur á baksíðuna. Þjálfarinn þurfti að hætta og hann gerði það. Þetta varð til þess að enska knattspyrnusambandið leit alveg gríðarlega mikið inn á við. Sambandið þurfti að fara í mikla naflaskoðun en ég held að þetta tap hafi á endanum gert mikið jákvætt fyrir okkur. Þetta var frábær saga. Fyrir þetta kvöld var alltaf talað um tap England gegn Bandaríkjunum á HM sem verstu úrslitin en ef þú spyrð stuðningsmenn Englands í kvöld þá tala þeir um Ísland sem óvæntustu úrslit sögunnar."

Hann telur að fólk gleymi ekki þessum leik. „Hann er táknrænn fyrir gamla England og að liðið fari inn í nýjan tíma. Öll mistökin og allt sem fór úrskeiðis. Rangt lið á röngum tíma. Ég tel að England hafi náð mögnuðum árangri eftir þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en í lok viðtalsins er Cross spurður út í spá sína fyrir kvöldið. Hann spáir naumum sigri Englands og vonast til að stuðningsmenn fari glaðir heim í síðasta leiknum fyrir EM í Þýskalandi. Hann ræðir einnig hópinn hjá Englandi og möguleikana fyrir EM í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner