Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
   fös 07. júní 2024 18:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wembley
John Cross: Tapið gegn Íslandi táknrænt fyrir gamla England
Einn virtasti fótboltablaðamaður Englands í viðtali við Fótbolta.net.
Icelandair
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Úr leiknum 2016.
Úr leiknum 2016.
Mynd: Getty Images
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
England og Ísland mætast í vináttulandsleik í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég naut aðdragandans mjög mikið. Ég fór á æfingasvæði Íslands í Annecy og ég varð ástfanginn af svæðinu. Ég fór aftur þangað í frí fyrir tveimur sumrum. Þetta var fallegur staður," sagði John Cross, yfirmaður fótboltaskrifa hjá Daily Mirror, í samtali við Fótbolta.net á Wembley núna áðan.

Hann var þar að tala um aðdraganda leik Íslands og Englands á EM fyrir átta árum síðan. Cross fjallaði um enska liðið á því móti en eins og allir Íslendingar vita þá vann Ísland ótrúlegan 2-1 sigur í þeim leik. Það eru líklega verstu úrslit í sögu enska fótboltalandsliðsins.

„Byrjunin á leiknum var kaotísk. Ég held að Englendingar hafi talið að þeir myndu komast aftur í leikinn. Andrúmsloftið var rosalegt. Það var horft á þetta sem stærsta tap í enskri fótboltasögu. Það var þannig. Roy Hodgson þurfti að segja af sér eftir leikinn. Þetta var risastór saga. Ég man eftir hávaðanum enn í dag og trommuslættinum hjá íslensku stuðningsmönnunum."

„Ísland var uppáhalds lið allra þetta sumar út af tengingu þeirra við stuðningsmennina. Það var fallegt. Þetta eru skrítnar en samt góðar minningar."

Var þetta eitt versta kvöld í sögu enska fótboltans?

„Alveg klárlega. Ég man eftir að hafa skrifað það sjálfur á baksíðuna. Þjálfarinn þurfti að hætta og hann gerði það. Þetta varð til þess að enska knattspyrnusambandið leit alveg gríðarlega mikið inn á við. Sambandið þurfti að fara í mikla naflaskoðun en ég held að þetta tap hafi á endanum gert mikið jákvætt fyrir okkur. Þetta var frábær saga. Fyrir þetta kvöld var alltaf talað um tap England gegn Bandaríkjunum á HM sem verstu úrslitin en ef þú spyrð stuðningsmenn Englands í kvöld þá tala þeir um Ísland sem óvæntustu úrslit sögunnar."

Hann telur að fólk gleymi ekki þessum leik. „Hann er táknrænn fyrir gamla England og að liðið fari inn í nýjan tíma. Öll mistökin og allt sem fór úrskeiðis. Rangt lið á röngum tíma. Ég tel að England hafi náð mögnuðum árangri eftir þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan en í lok viðtalsins er Cross spurður út í spá sína fyrir kvöldið. Hann spáir naumum sigri Englands og vonast til að stuðningsmenn fari glaðir heim í síðasta leiknum fyrir EM í Þýskalandi. Hann ræðir einnig hópinn hjá Englandi og möguleikana fyrir EM í viðtalinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner