Bayern vill Bernardo Silva - Skotlmark Man Utd og Liverpool vill fara til Real - Ensk félög horfa til Kimmich
   fim 06. júní 2024 15:33
Elvar Geir Magnússon
Wembley
Enska pressan byrjaði að spyrja út í sigurinn 2016
Icelandair
Ísland vann frægan sigur í Hreiðrinu í Nice 2016.
Ísland vann frægan sigur í Hreiðrinu í Nice 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann í landsleik gegn Portúgal.
Jóhann í landsleik gegn Portúgal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru örfáir enskir blaðamenn mættir á fréttamannafund íslenska landsliðsins á Wembley í dag. Einbeiting ensku pressunnar fer svo sannarlega á þeirra eigin lið enda er fréttamannafundur bráðlega hjá Gareth Southgate sem fram fer á æfingasvæði Tottenham.

Verið er að skera hóp Englands niður fyrir Evrópumótið og það er skiljanlega stærsta fréttaefnið hjá heimamönnum.

En fyrsta spurningin á fréttamannafundi Íslands var frá enskum blaðamanni á Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliða. Hann spurði út í frægan sigur Íslands gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM 2016 og hversu stórt það hafi verið fyrir þjóðina.

Jóhann Berg svaraði að það hefði verið draumur að spila gegn Englandi á stórmóti og enginn hafi haft trú á íslenska liðinu í þeim leik.

„Þetta er ein af þeim stundum sem hjálpaði íslenskum fótbolta í heild sinni. Það sýndi að allt er mögulegt með rétta liðsandanum," sagði Jóhann.

Klukkan 18:45 annað kvöld mætast England og Ísland í vináttulandsleik á Wembley. Ísland leikur svo gegn Hollandi í Rotterdam á mánudaginn.

Fín æfing fyrir það sem koma skal
Jóhann var spurður að því hvernig þessir tveir leikir gætu nýst íslenska landsliðinu upp á framhaldið.

„Við þurfum bara að byggja enn frekar ofan á það sem við höfum verið að gera. Í síðustu undankeppni vorum við að prófa fullt af hlutum. Nýr þjálfari kemur inn með nýjar áherslur en mér fannst í lokin að við værum komnir með ákveðna formúlu sem gæti virkað," segir Jóhann.

„Við vorum grátlega nálægt því að koma okkur inn á Evrópumótið og nú er bara að byggja ofan á það. Við vitum að þetta eiga eftir að verða gríðarlega erfiðir leikir. Við getum fullt tekið úr þessu, við getum þorað að spila á móti svona þjóðum. Ef við ætlum okkur á stórmót þá þurfum við að ná einhverju á móti svona liðum. Þetta er góð æfing fyrir það sem koma skal."
Athugasemdir
banner
banner