Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
   mið 05. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Örugglega skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í með landsliðinu"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það er örugglega skemmtilegasta reynsla sem ég hef tekið þátt í með landsliði. Þetta var ótrúlegt kvöld, maður gleymir því seint," sagði Sverrir Ingi Ingason landsliðsmaður Íslands. Þarna átti hann við sigur Íslands gegn Englandi á EM 2016 þar sem íslenska landsliðið sló það enska úr leik.


„Auðvitað er þetta öðruvísi leikur á föstudaginn en það er spennandi verkefni framundan."

Ísland mætir Englandi í vináttulandsleik á Wembley á föstudaginn en þetta er síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi.

„Við búumst við því að þeir verði töluvert meira með boltann en við og við munum þurfa að verjast mikið. Það er partur af því að spila fyrir Íslenska landsliðið þegar þú ert að spila við þessar stjóru þjóðir að þá þarftu að geta varist vel til að geta verið inn í leiknum og síðan þurfum við að nýta okkar möguleika, sækja hratt á þá og í föstum leikatriðum og annað," sagði Sverrir Ingi.

England ætlar sér stóra hluti á EM. Sverrir og kollegar hans í vörn Íslands eiga erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það er valinn maður í hverju rúmi hjá enska liðinu.

„Þeim hefur gengið rosalega vel á síðustu tveimur stórmótum, fóru í úrslitin á síðasta EM og duttu út í undanúrslitum á HM. Það eru ótrúlega margir valmöguleikar fram á við og það eru líka leikmenn sem komast ekki einu sinni inn í hópinn hjá þeim. Þeir eru með mikil gæði og eru verðugir þess að lyfta þeim stóra í sumar og það er þeirra markmið eflaust og þetta er eins erfitt verkefni og það verður," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi er spenntur fyrir því að mæta sóknarmönnum enska liðsins. Gareth Southgate þjálfari enska liðsins hefur opinberað að Harry Kane muni byrja leikinn.

„Ég veit ekki hvort Kane muni byrja, hann hefur verið að stíga til baka eftir einhver meiðsli. Ég held að það skipti voðalega litlu máli hver byrjar á föstudaginn, þetta eru allt leikmenn í heimsklassa. Við þurfum að vera á okkar besta degi, þetta verður mjög erfitt en af sama skapi erum við að spila á Wembley, frábær völlur, 90 þúsund manns, þetta eru leikirnir sem maður vill spila," sagði Sverrir Ingi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner