Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
   mið 05. júní 2024 21:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Örugglega skemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í með landsliðinu"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harry Kane mun byrja gegn Íslandi
Harry Kane mun byrja gegn Íslandi
Mynd: Getty Images

„Það er örugglega skemmtilegasta reynsla sem ég hef tekið þátt í með landsliði. Þetta var ótrúlegt kvöld, maður gleymir því seint," sagði Sverrir Ingi Ingason landsliðsmaður Íslands. Þarna átti hann við sigur Íslands gegn Englandi á EM 2016 þar sem íslenska landsliðið sló það enska úr leik.


„Auðvitað er þetta öðruvísi leikur á föstudaginn en það er spennandi verkefni framundan."

Ísland mætir Englandi í vináttulandsleik á Wembley á föstudaginn en þetta er síðasti leikur Englands fyrir EM í Þýskalandi.

„Við búumst við því að þeir verði töluvert meira með boltann en við og við munum þurfa að verjast mikið. Það er partur af því að spila fyrir Íslenska landsliðið þegar þú ert að spila við þessar stjóru þjóðir að þá þarftu að geta varist vel til að geta verið inn í leiknum og síðan þurfum við að nýta okkar möguleika, sækja hratt á þá og í föstum leikatriðum og annað," sagði Sverrir Ingi.

England ætlar sér stóra hluti á EM. Sverrir og kollegar hans í vörn Íslands eiga erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það er valinn maður í hverju rúmi hjá enska liðinu.

„Þeim hefur gengið rosalega vel á síðustu tveimur stórmótum, fóru í úrslitin á síðasta EM og duttu út í undanúrslitum á HM. Það eru ótrúlega margir valmöguleikar fram á við og það eru líka leikmenn sem komast ekki einu sinni inn í hópinn hjá þeim. Þeir eru með mikil gæði og eru verðugir þess að lyfta þeim stóra í sumar og það er þeirra markmið eflaust og þetta er eins erfitt verkefni og það verður," sagði Sverrir Ingi.

Sverrir Ingi er spenntur fyrir því að mæta sóknarmönnum enska liðsins. Gareth Southgate þjálfari enska liðsins hefur opinberað að Harry Kane muni byrja leikinn.

„Ég veit ekki hvort Kane muni byrja, hann hefur verið að stíga til baka eftir einhver meiðsli. Ég held að það skipti voðalega litlu máli hver byrjar á föstudaginn, þetta eru allt leikmenn í heimsklassa. Við þurfum að vera á okkar besta degi, þetta verður mjög erfitt en af sama skapi erum við að spila á Wembley, frábær völlur, 90 þúsund manns, þetta eru leikirnir sem maður vill spila," sagði Sverrir Ingi.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner