Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 06. júní 2024 16:00
Hafliði Breiðfjörð
Ísland má tækla gegn Englandi - Erum ekki illmenni, heldur fótboltamenn
Icelandair
Leikurinn hefst 18:45 á morgun að íslenskum tíma, 19:45 að enskum.
Leikurinn hefst 18:45 á morgun að íslenskum tíma, 19:45 að enskum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age á fréttamannafundinum í dag.
Age á fréttamannafundinum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
90  þúsund manns fylla sætii Wembley á morgun.
90 þúsund manns fylla sætii Wembley á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær voru 20 ár síðan íslenska landsliðið fór með þúsundir stuðningsmanna á eftir sér til Manchester á Englandi og mætti heimamönnum í vináttulandsleik rétt fyrir EM það ár, 5. júní 2004.

Ísland tapaði leiknum 6 - 1 á borgarleikvangnum í Manchester, heimavelli Man City sem í dag heitir Ethihad.

Þá var umtalið að íslenska liðið hafi fengið þau fyrirmæli að það væri bannað að tækla, enska liðið væri á leið á EM og það yrði að fara vel með þá. Liðin mætast á föstudagskvöldið í æfingaleik á Wembley, rétt fyrir þátttöku Englands á EM í Þýskalandi. Aðspurður hvort hann hafi fengið fyrirmæli um að tæklingar væru bannaðar núna sagði Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands.

„Nei! Við verðum að spila venjulegan fótboltaleik, það verður barátta og tæklingar en við erum ekki vondir, við erum fótboltamenn. Við munum virða dómarann og hann setur línuna í leiknum," sagði Hareide á fréttamannafundi Íslands í dag.

„Þegar við fáum tækifæri til að mæta Englandi sem er góð fótboltaþjóð þá er gott tækifæri til að sýna okkur gegn þeim bestu. Það er alltaf spennandi, það er spennandi að spila á Englandi og það er gott fyrir leikmennina, sérstaklega þá ungu. Jóhann Berg hefur gert það áður en margir af þeim ungu hafa ekki gert það. Þeir verða því að láta á það reyna og gera sitt besta, það er gott á Wembley," hélt hann áfram.

Íslenska liðið mætir Englandi og Hollandi í æfingaleikjum núna í júní og næsta keppnisverkefni er svo í haust.

„Við verðum að byggja ofan á frammistöðu okkar undanfarið. Við höfum staðið okkur vel gegn bestu liðunum eins og þegar við spiluðum tvisvar gegn Portúgal. Þá unnum við mjög vel saman sem lið og gerðum það líka mjög vel gegn Úkraínu sem ég býst við að muni standa sig mjög vel á EM. Við erum að finna mynstrið betur og betur og verðum að nýta hverja einustu æfingu sem við náum saman," sagði Hareide.

Búist er við 90 þúsund áhorfendum á leiknum á morgun, það er uppselt, og þar á meðal eru 600 íslenskir stuðningsmenn.

„Það er frábært tækifæri fyrir leikmenn okkar að mega koma til Englands og mæta þeim á Wembley. Þetta er draumur allra leikmenna og var minn draumur þegar ég kom fyrst hingað árið 1980. Að spila á Wembley gegn Englandi, Wembley er mekka fótboltans. Það er gott próf fyrir leikmennina að koma út í þetta andrúmsloft og sýna úr hverju þeir eru gerðir fyrir framan 90 þúsund enska stuðningsmenn. Það er frábært og við eigum að njóta augnabliksins. Ég sagði leikmönnumnum að njóta sín og sýna bara sitt besta."
Athugasemdir
banner
banner