Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   mið 05. júní 2024 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gengið ömurlega hjá liði Arnórs Ingva undanfarið - „Kemur á fullkomnum tíma"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það verður ótrúlega gaman, ég hef gert það tvisvar sinnum áður, sérstaklega að fá að spila mitt fyrsta skipti á Wembley," sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands.


Íslenska landsliðið mætir því enska á Wembley í vináttulandsleik á föstudaginn en varnarleikurinn verður líklega í fyrirrúmi hjá Íslandi.

„Já það má segja það þó svo að við gerum okkur vonir um að við getum eitthvað gert fram á við líka og halda í okkar gildi," sagði Arnór Ingvi.

Ísland sló England úr leik í 16 liða úrslitum á EM árið 2016 sælla minninga.

„Það voru góðar minningar. Ég mætti þeim á Laugardalsvelli líka. Það er alltaf gaman að mæta Englendingum og á Wembley líka, það gerist ekki betra," sagði Arnór Ingvi.

Arnór segir að það sé skrítin tilfinning að mæta Englendingum sem eru að undirbúa sig fyrir EM en Ísland missti af tækifærinu að fara á mótið eftir tap gegn Úkraínu í umspilinu.

„Það var mjög svekkjandi og sat lengi í manni. Við erum búnir að fara yfir þann leik og loka honum og lítum núna bara fram á við," sagði Arnór Ingvi.

Gengið ömurlega undanfarið hjá Norrköping

Arnór Ingvi spilar með Norrköping í sænsku deildinni. Liðið er aðeins með 11 stig eftir 12 umferðir. Það hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum þar sem liðið hefur aðeins nælt í eitt stig úr síðustu sex leikjum.

„Eiginlega bara ömurlega. Þetta er ekki ásættanlegt. Þetta er fáránlegt, maður skilur ekki hvernig þetta getur orðið svona. Við vorum á góðu róli, svo kemur skellur og menn fara inn í skelina sína eða eitthvað, ég get ekki sett puttann á hvað vandamálið er," sagði Arnór Ingvi.

Arnór er ánægður að vera kominn í landsleikjahléið.

„Þetta kom á fullkomnum tíma. Fá að skipta um umhverfi og hitta á strákana, mér líður alltaf vel hér," sagði Arnór Ingvi að lokum.


Athugasemdir
banner
banner