Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
Ívar Ingimars: Frábært að fá þessa reynslu og máta sig við topplið í Bestu
Systurnar skoruðu báðar: Hún lætur mann stundum heyra það
   mið 05. júní 2024 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gengið ömurlega hjá liði Arnórs Ingva undanfarið - „Kemur á fullkomnum tíma"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það verður ótrúlega gaman, ég hef gert það tvisvar sinnum áður, sérstaklega að fá að spila mitt fyrsta skipti á Wembley," sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands.


Íslenska landsliðið mætir því enska á Wembley í vináttulandsleik á föstudaginn en varnarleikurinn verður líklega í fyrirrúmi hjá Íslandi.

„Já það má segja það þó svo að við gerum okkur vonir um að við getum eitthvað gert fram á við líka og halda í okkar gildi," sagði Arnór Ingvi.

Ísland sló England úr leik í 16 liða úrslitum á EM árið 2016 sælla minninga.

„Það voru góðar minningar. Ég mætti þeim á Laugardalsvelli líka. Það er alltaf gaman að mæta Englendingum og á Wembley líka, það gerist ekki betra," sagði Arnór Ingvi.

Arnór segir að það sé skrítin tilfinning að mæta Englendingum sem eru að undirbúa sig fyrir EM en Ísland missti af tækifærinu að fara á mótið eftir tap gegn Úkraínu í umspilinu.

„Það var mjög svekkjandi og sat lengi í manni. Við erum búnir að fara yfir þann leik og loka honum og lítum núna bara fram á við," sagði Arnór Ingvi.

Gengið ömurlega undanfarið hjá Norrköping

Arnór Ingvi spilar með Norrköping í sænsku deildinni. Liðið er aðeins með 11 stig eftir 12 umferðir. Það hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum þar sem liðið hefur aðeins nælt í eitt stig úr síðustu sex leikjum.

„Eiginlega bara ömurlega. Þetta er ekki ásættanlegt. Þetta er fáránlegt, maður skilur ekki hvernig þetta getur orðið svona. Við vorum á góðu róli, svo kemur skellur og menn fara inn í skelina sína eða eitthvað, ég get ekki sett puttann á hvað vandamálið er," sagði Arnór Ingvi.

Arnór er ánægður að vera kominn í landsleikjahléið.

„Þetta kom á fullkomnum tíma. Fá að skipta um umhverfi og hitta á strákana, mér líður alltaf vel hér," sagði Arnór Ingvi að lokum.


Athugasemdir