Tottenham í bílstjórasætinu um Akanji - Chelsea undirbýr tilboð - Verður Rogers arftaki Elliott hjá Liverpool?
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
   mið 05. júní 2024 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gengið ömurlega hjá liði Arnórs Ingva undanfarið - „Kemur á fullkomnum tíma"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Það verður ótrúlega gaman, ég hef gert það tvisvar sinnum áður, sérstaklega að fá að spila mitt fyrsta skipti á Wembley," sagði Arnór Ingvi Traustason, landsliðsmaður Íslands.


Íslenska landsliðið mætir því enska á Wembley í vináttulandsleik á föstudaginn en varnarleikurinn verður líklega í fyrirrúmi hjá Íslandi.

„Já það má segja það þó svo að við gerum okkur vonir um að við getum eitthvað gert fram á við líka og halda í okkar gildi," sagði Arnór Ingvi.

Ísland sló England úr leik í 16 liða úrslitum á EM árið 2016 sælla minninga.

„Það voru góðar minningar. Ég mætti þeim á Laugardalsvelli líka. Það er alltaf gaman að mæta Englendingum og á Wembley líka, það gerist ekki betra," sagði Arnór Ingvi.

Arnór segir að það sé skrítin tilfinning að mæta Englendingum sem eru að undirbúa sig fyrir EM en Ísland missti af tækifærinu að fara á mótið eftir tap gegn Úkraínu í umspilinu.

„Það var mjög svekkjandi og sat lengi í manni. Við erum búnir að fara yfir þann leik og loka honum og lítum núna bara fram á við," sagði Arnór Ingvi.

Gengið ömurlega undanfarið hjá Norrköping

Arnór Ingvi spilar með Norrköping í sænsku deildinni. Liðið er aðeins með 11 stig eftir 12 umferðir. Það hefur ekki gengið vel í undanförnum leikjum þar sem liðið hefur aðeins nælt í eitt stig úr síðustu sex leikjum.

„Eiginlega bara ömurlega. Þetta er ekki ásættanlegt. Þetta er fáránlegt, maður skilur ekki hvernig þetta getur orðið svona. Við vorum á góðu róli, svo kemur skellur og menn fara inn í skelina sína eða eitthvað, ég get ekki sett puttann á hvað vandamálið er," sagði Arnór Ingvi.

Arnór er ánægður að vera kominn í landsleikjahléið.

„Þetta kom á fullkomnum tíma. Fá að skipta um umhverfi og hitta á strákana, mér líður alltaf vel hér," sagði Arnór Ingvi að lokum.


Athugasemdir