Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
Í BEINNI
Meistaradeild kvenna - forkeppni
Breiðablik
LL 0
2
Sporting
Spánn
2
1
England
Nico Williams '47 1-0
1-1 Cole Palmer '73
Mikel Oyarzabal '86 2-1
14.07.2024  -  19:00
Ólympíuleikvangurinn í Berlín
Úrslitaleikur EM
Dómari: Francois Letexier (Frakkland)
Áhorfendur: 71 þúsund
Byrjunarlið:
23. Unai Simon (m)
2. Dani Carvajal
3. Robin Le Normand ('84)
7. Alvaro Morata (f) ('68)
8. Fabian Ruiz
10. Dani Olmo
14. Aymeric Laporte
16. Rodri ('46)
17. Nico Williams
19. Lamine Yamal ('89)
24. Marc Cucurella

Varamenn:
1. David Raya (m)
13. Alex Remiro (m)
4. Nacho ('84)
5. Daniel Vivian
6. Mikel Merino ('89)
9. Joselu
11. Ferran Torres
12. Alejandro Grimaldo
15. Alex Baena
18. Martin Zubimendi ('46)
21. Mikel Oyarzabal ('68)
22. Jesus Navas
25. Fermin Lopez

Liðsstjórn:
Luis de la Fuente (Þ)

Gul spjöld:
Dani Olmo ('31)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
SPÁNN ER EVRÓPUMEISTARI!!!!! Besta lið mótsins stóð uppi sem sigurvegari! Þvílíkt fótboltalið. Til hamingju Spánn!
90. mín
+4 Saka fær á sig aukaspyrnu. Síðasta mínútan í uppgefnum uppbótartíma.
90. mín
Mikel Oyarzabal fagnar marki sínu
Mynd: EPA

90. mín Gult spjald: Ollie Watkins (England)
+2
90. mín
+1 Fjórum mínútum bætt við. Að minnsta kosti.
90. mín
SPÁNN BJARGAR Á LÍNU!!! VÁÁÁÁÁÁÁ!!! Fyrst er skalli Declan Rice varinn og svo er Guehi í dauðafæri en Olmo bjargar á línu!

Þvílíkt mót sem Olmo hefur átt!
89. mín
Inn: Ivan Toney (England) Út:Phil Foden (England)
89. mín
Inn:Mikel Merino (Spánn) Út:Lamine Yamal (Spánn)
89. mín
Ollie Watkins vinnur hornspyrnu. Vá vá vá! Það er spenna.
88. mín
Markið stendur! Oyarzabal var nálægt því að vera rangstæður en leikurinn er farinn af stað að nýju, markið stendur.
86. mín MARK!
Mikel Oyarzabal (Spánn)
Stoðsending: Marc Cucurella
FRÁBÆR SPÆNSK SÓKN!!!!!!!!! Síðustu mínútur hafa Spánverjar átt þennan leik og þeir uppskera hér mark! Sigurmark? Annar varamaður sem lætur til sín taka!

Cucurella með sendinguna og Oyarzabal setur hann í fyrsta!

86. mín
Spánn fékk horn en Stones reis hæst í teignum og skallaði boltann. Erum við að fara í framlengingu?
84. mín
Inn:Nacho (Spánn) Út:Robin Le Normand (Spánn)
83. mín
Um markið hjá Palmer: Cole Palmer er fyrsti varamaðurinn til að skora jöfnunarmark í úrslitaleik EM síðan Sylvain Wiltord gerði það 2000. Palmer er 22 ára og 69 daga sem gera hann að yngsta varamanni til að skora í úrslitaleik EM.
82. mín
YAMAL Í FÆRI EN PICKFORD VER! Glæsileg sókn Spánverja en skotið frá Lamine Yamal er einfaldlega ekki nægilega gott. Pickford ver.
81. mín
Kjartan Henry Finnbogason, lýsandi RÚV: Þetta skot frá Cole Palmer er eiginlega föst sending í fjærhornið.

Hægt er að sjá markið neðar í lýsingunni.
79. mín
Cold Palmer ískaldur
Mynd: Getty Images

Mynd: EPA

78. mín
Rólegur fyrri hálfleikur en það er allt að gerast hérna í seinni! Stemning og stuð í Berlín!
75. mín
Meðbyr með Englendingum! Leikurinn er búinn að breytast og nú eru það Englendingar sem sjá um að sækja með gríðarlegan stuðning frá áhorfendum!
73. mín MARK!
Cole Palmer (England)
Stoðsending: Jude Bellingham
MAGNAÐ SKOT FRÁ VARAMANNINUM!!!!!! Hnitmiðuð sókn Englendinga! Saka á Bellingham sem tíar boltann á Palmer og hann á hnitmiðað skot fyrir utan teig, innanfótar og þéttingsfast í fjærhornið!

STAÐAN ER ORÐIN JÖFN!!!

72. mín
Yamal rangstæður Fyrsta rangstaðan í leiknum!
71. mín
Inn:Cole Palmer (England) Út:Kobbie Mainoo (England)
Sóknarþenkjandi skipting
70. mín
Fabian Ruiz með skot fyrir utan teig með vinstri en yfir.
70. mín
Lenti í samstuði við samherja
Mynd: EPA

Ástæðan fyrir því að Rodri entist bara í fyrri hálfleik er sú að hann lenti í samstuði við Laporte samherja sinn.
68. mín
Inn:Mikel Oyarzabal (Spánn) Út:Alvaro Morata (f) (Spánn)
Spánverjar taka sinn fyrirliða af velli Morata verið flottur í kvöld.
67. mín
PICKFORD BJARGAR! Baneitruð skyndisókn Spánar og Yamal nær skoti á markið en Pickford ver vel í hornspyrnu! Flott varsla.
65. mín
Bellingham með skot framhjá Bellingham tekur geggjaðan snúning, sýnir gæði sín og hristir varnarmenn Spánar af sér áður en hann tekur þéttingsfast skot frá D-boganum. Framhjá.
63. mín
England fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika Phil Foden tekur spyrnuna frá hægri... Laporte nær að skalla boltann frá. Englendingar eiga í vandræðum með að finna glufur á spænsku vörninni.
63. mín
Hörður Magnússon, lýsandi RÚV: Það sem Ollie Watkins kemur með en Harry Kane ekki eru hlaupin fyrir aftan vörnina.
61. mín
Inn: Ollie Watkins (England) Út:Harry Kane (f) (England)
Risastór ákvörðun hjá Southgate Fyrirliðinn og markahæsti leikmaður enska landsliðsins er tekinn af velli.
59. mín
Skemmtilegir dagar hjá þeim vinum 12. júlí: Nico Williams á 22 ára afmæli.
13. júlí: Lamine Yamal á 17 ára afmæli.
14. júlí: Williams skorar í úrslitaleik EM, eftir sendingu frá Yamal.
58. mín
Hægt er að sjá markið hjá Nico Williams hér fyrir neðan.
57. mín
SPÁNVERJAR Í STUÐI Alvaro Morata með marktilraun, setur boltann framhjá Pickford og hann er á leiðinni framhjá en Stones tekur enga áhætu og hreinsar frá. Skömmu seinna á Nico Williams svo þéttingsfast skot framhjá.

Spánverjar herja á Englendinga.
53. mín Gult spjald: John Stones (England)
Stöðvar álitlega sókn Togar í öxl Zubimendi.
53. mín
Nico Williams fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images

Mynd: EPA

50. mín
Olmo með skot framhjá! Spánverjar nálægt því að láta kné fylgja kviði og skora strax annað mark!
49. mín
Kjartan Henry Finnbogason, lýsandi RÚV: Hvað gera Englendingar núna? Þeir þurfa að lenda undir til að byrja að spila fótbolta.
47. mín MARK!
Nico Williams (Spánn)
Stoðsending: Lamine Yamal
SPÁNVERJAR KOMAST YFIR!!!!!! Yamal slítur sig frá Shaw og leitar inn, kemur svo með baneitraða sendingu á besta vin sinn. Nico Williams klárar frábærlega með vinstri fæti í fjærhornið.

Algjörlega geggjuð spilamennsku Spánverja!!!

46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn:Martin Zubimendi (Spánn) Út:Rodri (Spánn)
Áfall fyrir Spánverja! Einn besti leikmaður liðsins, og einn besti leikmaður heims í sinni stöðu, þarf að fara af velli. Var haltrandi í lok fyrri hálfleiksins.
45. mín
Guillem Balague, spænski sparkspekingurinn: England er að spila betur en Spánn. Leikurinn er að spilast eins og Southgate vonaðist eftir. Spánverjar halda sig við sinn leikstíl en fá ekki neitt pláss. Bakverðir Englands hafa hingað til haft svör við öllu frá vængmönnum Spánar. Uppspilið er hægt og menn eru hræddir um að tapa boltanum.
45. mín
Rio Ferdinand, sérfræðingur BBC: Luke Shaw er frábær einn gegn einum þegar hann getur náð líkamsstellingu sinni réttri. Shaw hefur haldið Lamine Yamal, einum besta leikmanni mótsins til þessa, hljóðlátum og hann ekki verið ógnandi. En það er langur vegur til stefnu.
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks: Marktilraunir: 1-1
Á rammann: 0-1
Með boltann: 66% - 34%
Hornspyrnur: 6-1
Brot: 6-2
Gul spjöld: 1-1
45. mín
Rodri eitthvað að kveinka sér Rodri, lykilmaður á miðju Spánverja, er eitthvað að kveinka sér. Kjartan Henry talar um að hann sé augljóslega ekki heill og það kæmi sér hreinlega á óvart ef hann kæmi út í seinni hálfleik. 'Það yrði hræðilegt fyrir Spánverja ef hann þarf að fara af velli'.

   14.07.2024 18:57
„Rodri verður valinn bestur ef Spánn vinnur mótið“
45. mín
Hálfleikur
Fátt um færi í þessum fyrri hálfleik
45. mín
+1 FODEN MEÐ SKOT Á RAMMANN! Besta færi fyrri hálfleiks. Fyrsta skot Englands á markið. Foden í þröngri stöðu og þarf að teygja sig í boltann en vel gert hjá honum að ná skoti á markið og láta reyna á Unai Simon markvörð Spánar.
45. mín
Uppbótartími fyrri hálfleiks er að minnsta kosti 2 mínútur
45. mín
England fær aukaspyrnu á lofandi stað Bellingham hirðir boltann af Carvajal. Harry Kane með skot en Rodri gerir frábærlega og kemst fyrir skotið. Williams ýtir síðan við Kyle Walker og England á aukaspyrnu frá hægri með fyrirgjafarmöguleika.
44. mín
Kjartan Henry Finnbogason, lýsandi RÚV: Það er öll líkamstjáning neikvæð hjá Jude Bellingham. Hann baðar út höndum og er pirraður. Hann vill fá að vera meira með boltann en hann verður að fylgja í takt við leikskipulagið og hvernig liðið er að spila.
43. mín
Hörður Magnússon, lýsandi RÚV: Taktísk skák það sem af er hér á Ólympíuleikvangnum.
41. mín
John Stones brýtur upp leikinn og ber boltann uppi. Þegar hann er kominn að vítateig Spánverja má hann hinsvegar ekki við margnum og boltinn tekinn af honum. Kröftugur sprettur hinsvegar hjá varnarmanninum en Rodri stoppaði hann.

40. mín
Daniel Olmo og Kobbie Mainoo í baráttunni
Mynd: EPA

36. mín
Laporte vill víti Laporte fer niður í teignum í baráttu við Rice eftir hornspyrnuna. Ekki nægilega mikið til að Letexier sé sendur í skjáinn. Kjartan Henry segist sammála því: 'Ekkert til að skoða hér'
34. mín
Englendingum hefur tekist að halda Yamal algjörlega í skefjum
Mynd: EPA

Luke Shaw rænir boltanum af tánum á Yamal og Spánn á hornspyrnu.
33. mín
Færin af skornum skammti Höddi Magg greinir frá því að Spánn hefur verið 66% leiktímans með boltann, England 34%. Færin hafa hinsvegar verið af skornum skammti í þessum úrslitaleik hingað til.
31. mín Gult spjald: Dani Olmo (Spánn)
Setur takkana í síðuna á Declan Rice Glæfralegt.
27. mín
Francois Letexier dómari
Mynd: EPA

26. mín Gult spjald: Harry Kane (f) (England)
Fyrirliði Englands fyrstur í svörtu bókina Er að teygja sig í boltann og setur takkana í Fabian Ruiz eftir að hafa náð snertingu á knöttinn. Hárréttur dómur.
25. mín
Englendingar ógna við vítateig Spánverja. Cucurella kemur hættunni frá. Hreinsar í burtu.
24. mín
Yamal vinnur hornspyrnu Foden með sendingu sem Olmo kemst inn í. Yamal kemst í hættulega stöðu í teignum en Guehi kemst fyrir skot hans. Úr verður hornspyrna en Spánn nær ekki að gera sér mat úr henni.
22. mín
Alan Shearer, sérfræðingur BBC: Luke Shaw hefur litið vel út í leiknum hingað til. Hann hefur unnið alla þá baráttu sem hann hefur farið í.
21. mín
Stones og Williams í glímu
Mynd: EPA

'Johnny, Johnny Stoooones, Johnny, Johnny Stones' syngja stuðningsmenn Englands.
20. mín
Stórstjörnur fara hægt af stað Lamine Yamal ekkert náð að láta ljós sitt skína hingað til og heldur ekki Phil Foden. Andstæðingarnir hafa náð að halda þeim í skefjum.

Dani Olmo með sendingu inn í teiginn sem Pickford á ekki í nokkrum vandræðum með.
18. mín
Fínn kafli Englendinga
Mynd: EPA

Eftir að hafa varla snert boltann í byrjun hefur England átt fínan kafla núna.
16. mín
England fær horn Walker með sendingu fyrir. Í fyrsta sinn sem England nær að brjóta varnarlínu Spánverja. Boltinn af Laporte og England fær sitt fyrsta horn. Morata hreinsar hinsvegar frá.
15. mín
Trippier sendur að hita upp Kyle Walker varð fyrir hnjaski áðan, fór í tæklingu við hliðarlínuna og endaði á þjálfara Spánverja í boðvangnum. Walker haltrar lítillega og Kieran Trippier er sendur að hita. Walker nær þó væntanlega að hrista þetta af sér.
14. mín
Spánn með marktilraun Eftir hornspyrnu á varnarmaðurinn Robin Le Normand tilraun, tekur bakfallsspyrnu en langt frá því að hitta á rammann.
12. mín
Jude Bellingham vann aukaspyrnu eftir brot Rodri. England náði að koma boltanum inn í teig Spánverja en dæmt sóknarbrot. Farið í Laporte. Hinumegin kemst Nico Williams svo í hættulega stöðu en Stones sýnir frábæran varnarleik og kemst fyrir tilraun Williams. Spánn fær hornspyrnu.
11. mín
Yamal gegn Shaw Eitt mest spennandi einvígið inni á vellinum í kvöld.

Mynd: EPA
9. mín
Spánn einokar boltann Spánverjar mun meira með boltann hérna í upphafi, án þess þó að hafa átt marktilraun. Leikurinn fer að mestu fram á vallarhelmingi Englands í byrjun.
6. mín
Jude Bellingham komst í boltann eftir hornspyrnuna og Englendingar koma hættunni frá.
5. mín
Fyrsta hornið Spánverjar fá fyrstu hornspyrnu úrslitaleiksins. Nico Williams með fyrirgjöf inn í teiginn sem John Stones setur í horn.
2. mín
Það er rosaleg stemning! Þvílík læti á Ólympíuleikvangnum, þvílík stemning. Vonandi fá áhorfendur hágæða skemmtun í kvöld.
1. mín
Leikur hafinn
Það voru Englendingar sem hófu leik Kobbie Mainoo með fyrstu spyrnu úrslitaleiksins!
Fyrir leik
Allt til reiðu! Góða skemmtun!
Mynd: EPA

Fyrir leik
Innslag frá Gunna Birgis og Freysa
Fyrir leik
Vilhjálmur Bretaprins
Mynd: EPA

Fyrir leik
LIÐIN GANGA TIL VALLAR! Veislan er að hefjast, þjóðsöngvarnir eru handan við hornið. Við minnum á að leikurinn er að sjálfsögðu sýndur beint á RÚV og hægt er að nálgast útsendinguna með því að smella hér. Höddi Magg og Kjartan Henry sem sjá um að lýsa.
Fyrir leik
Enska sambandið vill halda Southgate
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Southgate nýtur enn stuðnings æðstu manna enska sambandsins sem vilja að hann stýri Englandi á HM 2026. Southgate ýjaði að því fyrir EM að hann þyrfti að láta af störfum ef England myndi ekki tryggja sér Evrópumeistaratitilinn. Þá fékk hann í upphafi móts gríðarlega harða gagnrýni frá stuðningsmönnum og sparkspekingum.

Southgate fékk hinsvegar hrós fyrir ákvaðarðanatökur sínar í sigrinum gegn Hollandi í undanúrslitum. Hann setti Ollie Watkins inn af bekknum og skoraði enski sóknarmaðurinn frábært sigurmark í lokin.

Southgate hefur áður stýrt Englandi í undanúrslitin á HM 2018, átta liða úrslit 2022 og í úrslitaleik EM 2020 þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu í vítakeppni.
Fyrir leik
Landsliðsþjálfari Spánverja
Mynd: Getty Images

Það var ekki talin spennandi ráðning þegar Luis de la Fuente tók við spænska landsliðinu. Hann hafði stýrt U19 og U21 landsliði Spánar. En hann hefur svo sannarlega boðið upp á stórskemmtilegan fótbolta og þegar búinn að skila titli í hús. Spánn vann Þjóðadeildina á síðasta ári.
Fyrir leik
Kanslarinn er á staðnum
Mynd: EPA

Olaf Scholz kanslari Þýskalands.
Fyrir leik
Er hann að koma heim?
Mynd: EPA

Fyrir leik
Viktor Orban mættur í heiðursstúkuna
Mynd: EPA

Hinn umdeildi forseti Ungverjalands er mættur í heiðursstúkuna. Er gríðarlegur fótboltaáhugamaður og ekkert óvænt að hann sé mættur.
Fyrir leik
Valur Gunnarsson spáir 1-0 sigri Spánar
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Hjartað í mér segir England en heilinn í mér segir Spánn þannig að ég spái 1-0 spænskum sigri. Markið kemur undir lokin. Fólk verður byrjað að gíra sig í framlengingu þegar Dani Olmo brýtur hjörtu allra Englendinga á vellinum sem taka tapinu af stóískri ró.
Fyrir leik
Afmælisbarnið Gunnar Birgisson
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Fótbolti.net sendir allra bestu afmæliskveðjur á Gunnar Birgisson íþróttafréttamann RÚV sem er staddur á leiknum í Berlín. Gunnar spáir veisluleik.

„Þetta verður úrslitaleikur sem verður lengi í minnum hafður, gæði gæði gæði. Ég sé fyrir mér Spánverjana komast yfir í tvígang en England jafnar í seinna skiptið á 90 mínútu. Yamal klárar dæmið í framlengingu," segir Gunnar sem spáir 3-2 sigri Spánar.
Fyrir leik
Yamal var tólf ára þegar Covid braust fram
Mynd: Getty Images

„Ég var að tala við Declan Rice og hann var að tala um hversu magnaður Lamine Yamal væri og sagði að það væri ótrúlegt að hugsa til þess að hann hafi bara verið tólf ára þegar Covid braust fram. Hann er svo ungur og hæfileikaríkur. Sem fótboltaáhugamaður er ég spenntur að sjá hann. Sem stuðningsmaður Englands er ég áhyggjufullur," segir enski íþróttafréttamaðurinn Henry Winter.
Fyrir leik
Besta liðið gegn því vinsælasta
Mynd: EPA

„Það fer eftir því hvort leikurinn verði spilaður á forsendum Spánverja eða Englendinga hvort þetta verði skemmtilegur leikur. Ef hann verður spilaður eftir forsendum Englendinga gæti hann verið þungur, hægur og leiðinlegur. Ég vona að Spánverjarnir nái að keyra upp hraðann og þá þurfa Englendingar að fylgja með. Þetta er besta liðið á móti því vinsælasta," segir Óskar Hrafn Þorvaldsson sem segist hægt að dást að andlegum styrk og þrautseigju Englendinga. Óskar er meðal sérfræðinga í beinni útsendingu á RÚV.
Fyrir leik
Byrjunarlið Englands - Luke Shaw byrjar Luke Shaw kemur inn í byrjunarliðið í stað Kieran Trippier og byrjar sinn fyrsta leik á mótinu. Það er eina breytingin hjá Englandi og þýðir að fyrir aftan fyrirliðann Harry Kane eru áfram Jude Bellingham og Phil Foden. Bukayo Saka er hægri vængbakvörður og Marc Guehi is er í miðvarðalínunni með John Stones og Kyle Walker.


Fyrir leik
Freyr Alexandersson um EM
Fyrir leik
Afmælisbarn gærdagsins byrjar að sjálfsögðu
Mynd: EPA

Dani Olmo sem er meðal markahæstu manna á EM með þrjú mörk er áfram í byrjunarliðinu og þá er Alvaro Morata klár í slaginn og byrjar. Lamine Yamal, sem hélt upp á sautján ára afmæli sitt í gær, byrjar.
Fyrir leik
Tvær breytingar á byrjunarliði Spánar Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánar er ekkert að láta fólk bíða og er búinn að opinbera byrjunarlið sitt. Eins og margir bjuggust við gerir hann tvær breytingar frá sigrinum gegn Frakklandi í undanúrslitum. Robin Le Normand og Dani Carvajal voru í banni í þeim leik en koma báðir inn. Jesus Navas og Nacho Fernandez fara því á bekkinn.


Fyrir leik
Hver var Henri Delaunay?
Mynd: EPA

Barist er um Henri Delaunay bikarinn sem er skírður eftir fyrsta framkvæmdastjóra UEFA, manninum sem fékk hugmyndina að Evrópumótinu. Hann lét lífið áður en fyrsta mótið var haldið 1960. Sonur hans, Pierre, hafði yfirumsjón með því að hanna bikarinn. Fyrir EM 2008 var bikarinn endurhannaður og stækkaður svo aðrir nýrri bikarar skyggðu ekki á hann.
Fyrir leik
Lykilbardagarnir sem eru framundan BBC skoðaði nokkra lykilbardaga sem gætu ráðið úrslitum inni á vellinum í þessum spennandi úrslitaleik sem framundan er.

   12.07.2024 16:30
Fimm lykilbardagar í úrslitaleik EM á sunnudag
Fyrir leik
Tapírinn spáir sigri Spánar
Mynd: Getty Images

Eins og venja er þá eru mis getspök dýr látin spá fyrir um úrslit leikja á stórmótum í fótbolta.

Nú er það hinsvegar brasilíski kvenkyns tapírinn Khao Knong sem vekur mesta athygli. Hún er 21 árs og átta mánaða gömul og býr í dýragarði í Tælandi.

Hún hefur spáð fyrir um úrslitin í sjálfum úrslitaleiknum á sunnudag, viðureign Spánar og Englands.

Þjóðfánar beggja liða voru hengdir á tvær markstangir og hver um sig var með laufum og ýmsum ávöxtum. Khao Knong valdi að borða við spænska fánann og spáir þar með Spánverjum sigri.
Fyrir leik
Hitað upp við EM hringborðið Hlaðvarpsþáttur þar sem fréttamenn og sérfræðingar Fótbolta.net hita upp fyrir sjálfan úrslitaleikinn.

   11.07.2024 13:04
EM hringborðið - Efnilegar stórstjörnur og spennandi úrslitaleikur
Fyrir leik
Englendingar þrá sigur England hefur ekki unnið stórmót í fótbolta síðan 1966. Kemur fótboltinn heim í kvöld?

   14.07.2024 11:00
Kane: Myndi skipta út öllu sem ég hef afrekað til að sigra
Fyrir leik
Lesendur Fótbolta.net spá sigri Spánar

Fyrir leik
EM stemningin í Berlín gríðarleg Það ríkir mikil eftirvænting í Berlín og sumir stuðningsmenn byrjuðu upphitun ansi snemma.
Mynd: EPA

Mynd: EPA

Fyrir leik
Hvernig fer leikurinn? Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Valur Gunnarsson spáir fyrir hönd Fótbolta.net fyrir þennan úrslitaleik.

   14.07.2024 16:00
EM spáin - Hjartað segir England en heilinn segir Spánn
Fyrir leik
Frakki með flautuna
Mynd: Getty Images

Dómari: François Letexier FRA
Aðstoðardómari 1: Cyril Mugnier FRA
Aðstoðardómari 2: Mehdi Rahmouni FRA
Fjórði dómari: Szymon Marciniak POL
VAR dómari: Jérôme Brisard FRA

   11.07.2024 10:42
Óvænt val á dómara í úrslitaleiknum
Fyrir leik
Úrslitastund á Ólympíuleikvangnum í Berlín
Mynd: EPA

Heil og sæl! Hér fylgjumst við með úrslitaleik Spánar og Englands á Evrópumótinu í fótbolta en leikið er á Ólympíuleikvangnum í Berlín.

Þetta er sögufrægur leikvangur sem var reistur í tilefni Ólympíuleikana þar í borg 1936 en Adolf Hitler fyrirskipaði að reistur yrði nýr leikvangur. Árin 2000-2004 fóru fram viðamiklar breytingar og endurnýjun. Nýtt þak var sett upp allan hringinn.

Leikið var á vellinum á HM 2006. Þar fór meðal annars fram úrslitaleikur Ítalíu og Frakklands þar sem Ítalía vann eftir vítaspyrnukeppni.
Byrjunarlið:
1. Jordan Pickford (m)
2. Kyle Walker
3. Luke Shaw
4. Declan Rice
5. John Stones
6. Marc Guehi
7. Bukayo Saka
9. Harry Kane (f) ('61)
10. Jude Bellingham
11. Phil Foden ('89)
26. Kobbie Mainoo ('71)

Varamenn:
13. Aaron Ramsdale (m)
23. Dean Henderson (m)
8. Trent Alexander-Arnold
12. Kieran Trippier
15. Ezri Konsa
15. Lewis Dunk
16. Conor Gallagher
17. Ivan Toney ('89)
18. Anthony Gordon
19. Ollie Watkins ('61)
20. Jarrod Bowen
21. Eberechi Eze
22. Joe Gomez
24. Cole Palmer ('71)
25. Adam Wharton

Liðsstjórn:
Gareth Southgate (Þ)

Gul spjöld:
Harry Kane (f) ('26)
John Stones ('53)
Ollie Watkins ('90)

Rauð spjöld: