Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 10:42
Elvar Geir Magnússon
Óvænt val á dómara í úrslitaleiknum
Francois Letexier.
Francois Letexier.
Mynd: EPA
Franski dómarinn Francois Letexier fær það stóra verkefni að dæma úrslitaleik EM, viðureign Spánar og Englands á sunnudagskvöld. Þetta val þykir koma á óvart.

Pólski dómarinn Szymon Marciniak, sem er talinn besti dómari heims og hefur dæmt marga úrslitaleiki undanfarin ár, var talinn líklegastur en hann verður hinsvegar fjórði dómari á úrslitaleiknum.

Clément Turpin var einnig talinn líklegur en það var hinsvegar landi hans sem fær verkefnið stóra.

Spánn - England
Dómari: François Letexier FRA
Aðstoðardómari 1: Cyril Mugnier FRA
Aðstoðardómari 2: Mehdi Rahmouni FRA
Fjórði dómari: Szymon Marciniak POL
Varadómari: Jérôme Brisard FRA
EM hringborðið - Efnilegar stórstjörnur og spennandi úrslitaleikur
Athugasemdir
banner
banner