Hið stórskemmtilega lið Spánar mætir Englandi í úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 19 á Ólympíuleikvangnum í Berlín.
BBC skoðaði nokkra lykilbardaga sem gætu ráðið úrslitum inni á vellinum.
BBC skoðaði nokkra lykilbardaga sem gætu ráðið úrslitum inni á vellinum.
Rodri gegn Foden og Bellingham
Stórstjörnur munu berjast á miðsvæðinu, þar á meðal Rodri og Phil Foden sem eru liðsfélagar hjá Manchester City. Ásamt Foden verður það hlutverk Jude Bellingham að reyna að opna spænska liðið.
Foden átti frábæran leik gegn Hollandi og þó Bellingham hafi ekki sýnt sínar bestu hliðar á mótinu getur hann átt sínar töfrastundir. Í vegi þeirra verður hinn magnaði Rodri sem hefur aðeins tapað einum af síðust 79 leikjum sem hann hefur spilað fyrir land og lið.
Yamal gegn Shaw
Margir spá því að Luke Shaw, eini hreinræktaði vinstri bakvörðurinn í enska hópnum, komi inn í byrjunarliðið eftir vel heppnaðar innkomur í síðustu leikjum.
Yamal verður sautján ára á morgun en hann er með þrjár stoðsendingar og hefur skapað þrettán stoðsendingar. Með markinu gegn Frakklandi varð hann yngsti markaskorari á stórmóti. Ef England ætlar að vinna EM verður liðið að halda vængmönnum Spánar í skefjum.
Cucurella gegn Saka
Marc Cucurella fór illa af stað með Chelsea en náði sér á strik seinni hluta tímabils og hefur verið á flugi á Evrópumótinu. Hann og Nico Williams hafa sýnt frábæra samvinnu á vinstri vængnum.
Hinn 22 ára gamli Saka hefur sýnt stöðugleika á mótinu en hann klúðraði víti í úrslitaleik síðasta Evrópumóts og er væntanlega ákveðinn í að þetta mót endi á annan hátt.
Olmo gegn Rice
Declan Rice hefur spilað hverja einustu mínútu Englands á Evrópumótinu og átt fleiri snertingar og sendingar en nokkur annar leikmaður á mótinu.
Hans hlutverk verður að koma í veg fyrir að Dani Olmo bæti við markafjölda sinn á mótinu en hann er kominn með þrjú mörk þrátt fyrir að hafa aðeins byrjað tvo leiki. Olmo hefur stigið upp eftir að Pedri meiddist.
Williams gegn Walker
Stórskemmtilegur leikstíll Spánar byggist mikið á vængmönnunum og Williams á vinstri kantinum, leikmaður Athletic Bilbao, hefur skapað alls konar vandamál fyrir andstæðinga sína.
Kyle Walker er þrettán árum eldri en er einn af fáum bakvörðum Evrópu sem ráða við hraðann í sneggstu leikmönnum mótsins. Walker elskar að glíma við leikmenn einn gegn einum og hans hlutverk verður að halda Williams niðri á sunnudag.
Athugasemdir