Liverpool undirbýr tilboð í Branthwaite - Nketiah nálgast Forest - Sterling boðinn til Villa
   sun 14. júlí 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM spáin - Hjartað segir England en heilinn segir Spánn
Mun fótboltinn koma heim?
Mun fótboltinn koma heim?
Mynd: EPA
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina. Gunnar er búinn að vinna spákeppnina fyrir úrslitaleikinn.
Gunni Birgis og Jói Ástvalds spá í leikina. Gunnar er búinn að vinna spákeppnina fyrir úrslitaleikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lamine Yamal varð 17 ára í gær.
Lamine Yamal varð 17 ára í gær.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikurinn á Evrópumótinu í Þýskalandi fer fram í kvöld þegar Spánn og England eigast við í Berlín.

Spámenn Fótbolta.net eru Gunnar Birgisson og Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamenn á RÚV, en þeir hafa báðir verið frábærir í umfjöllun í kringum mótið. Þeir spá um úrslit allra leikja í útsláttarkeppninni ásamt fulltrúa Fótbolta.net. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Gunnar Birgisson

Spánn 3 - 2 England
Þetta verður úrslitaleikur sem verður lengi í minnum hafður, gæði gæði gæði. Ég sé fyrir mér Spánverjana komast yfir í tvígang en England jafnar í seinna skiptið á 90 mínútu. Yamal klárar dæmið í framlengingu.

Jóhann Páll Ástvaldsson

Spánn 1 - 2 England
Ofurtölvurnar og augu milljóna fótboltaáhugamanna ljúga ekki - Spánverjar eru mun meira lið og spila mun betri fótbolta.

En fram undan er einn stakur úrslitaleikur. Góð spilamennska gegn Króatíu fyrir mánuði síðan kemur þér ekki alla leið.

Englendingar hafa eitt fram yfir Spán og það er þjáningin frá “that day at Wembley”. Vegferð liðsins síðustu sex ár öskrar á titil.

Bukayo Saka mun valta yfir Cucurella í þessum leik. Spánverjar komast yfir, en það er eina leiðin til að fá Englendinga til að spila. England jafnar metin og við förum í framlengingu. Þar vinna Englendingar þetta með ferskar lappir. 2-1 í framlengingu.

Fótboltinn er að koma heim, fjandinn hafi það. Gareth Southgate fær Sir nafnbótina. Leiðindapésar gjamma það sem eftir er um stöðu andstæðinga hans heimslista FIFA - en Southgate var sá sem kom með þennan bolta heim. Bellingham, sem byrjaði að pústa á 12. mínutu, slær svo öll met í athyglissýki og meðvitund eftir.

Valur Gunnarsson

Spánn 1 - 0 England
Hjartað í mér segir England en heilinn í mér segir Spánn þannig að ég spái 1-0 spænskum sigri. Markið kemur undir lokin. Fólk verður byrjað að gíra sig í framlengingu þegar Dani Olmo brýtur hj?rtu allra Englendinga á vellinum sem taka tapinu af stóískri ró.

Staðan:
Gunni Birgis - 12 stig
Fótbolti.net - 8 stig
Jói Ástvalds - 7 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner