Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 14. júlí 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kane: Myndi skipta út öllu sem ég hef afrekað til að sigra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Stjörnum prýtt landslið Englands spilar úrslitaleik Evrópumótsins í kvöld gegn ógnarsterku liði Spánverja í gríðarlega eftirvæntum slag.

Harry Kane er fyrirliði Englands og vill ólmur vinna titil eftir að hafa komist svo ótrúlega oft nálægt þvÍ á ferlinum.

Kane er 30 ára gamall og hefur lengi verið talinn til bestu framherja heims, en hefur þrátt fyrir það enn ekki unnið titil. Hann var lengi vel hjá Tottenham án þess að vinna neitt nema enska deildabikarinn 2021, þrátt fyrir að hafa verið markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þremur leiktíðum.

Hann skipti svo til FC Bayern í fyrrasumar en mistókst einhvern veginn að vinna titil þar, eftir að hafa tapað úrslitaleik síðasta Evrópumóts eftir vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu.

„Það er ekkert leyndarmál að ég hef ekki enn unnið stóran titil og með hverju ári sem líður eykst löngunin mín til að breyta þessu. Þegar ég spila við Spán annað kvöld fæ ég tækifæri til að vinna einn af stærstu titlum sem eru í boði í fótboltaheiminum og ég er fullur tilhlökkunar," sagði Kane á fréttamannafundi í gær.

„Það er ekki spurning að ég myndi skipta út öllu sem ég hef afrekað á mínum fótboltaferli til að sigra EM annað kvöld. Hikalust. Þetta yrði besta tilfinning sem ég hef fundið sem atvinnumaður í fótbolta, það væri stórkostlegt að gefa Englendingum ástæðu til að fagna með sögulegum sigri.

„Þetta var mjög erfitt á síðasta Evrópumóti en það gefur okkur aukinn kraft fyrir þennan úrslitaleik. Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur og að við þurfum að vera uppá okkar besta til að geta farið með sigur af hólmi.

„Ég er ótrúlega spenntur fyrir þessum leik. Við höfum gert frábæra hluti á undanförnum stórmótum en núna er kominn tími til að fara alla leið og klára þetta með sigri."

Athugasemdir
banner
banner
banner