Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 18:57
Brynjar Ingi Erluson
„Rodri verður valinn bestur ef Spánn vinnur mótið“
Mynd: Getty Images
Spænski sérfræðingurinn Guillem Balague telur að Rodri verði valinn besti leikmaður Evrópumótsins ef Spánn vinnur England í úrslitum í Berlín í kvöld.

Lestu um leikinn: Spánn 2 -  1 England

Rodri hefur verið einhver allra besti varnarsinnaði miðjumaður heims síðustu ár.

Hann hefur verið einn og ef ekki mikilvægasti leikmaður Manchester City og hefur þá gegnt lykilhlutverki á miðju spænska landsliðsins á þessu móti.

Balague telur að ef Spánn vinnur Evrópumótið þá verði Rodri valinn bestur.

„Þú ert með leikmenn sem munu stela fyrirsögnunum, en ef Spánn vinnur mun Rodri vera valinn besti leikmaður mótsins. Það sem heillar mig mest er það að allir vita hvað Rodri gerir, það er ekkert nýtt. Sergio Busquets gerði þetta í fimmtán ár og aldrei fékk hann einstaklingsverðlaun. Rodri er ótrúlega mikilvægur,“ sagði Balague á BBC.
Athugasemdir
banner
banner
banner