Liverpool hefur áhuga á Gomes - Yamal fær nýjan samning - Sean Dyche íhugar markvarðarbreytingu
Santa Coloma
0
0
Víkingur R.
29.08.2024  -  18:00
Estadi Nacional
Sambandsdeildin
Dómari: Atilla Karaoglan (Tyrkland)
Byrjunarlið:
1. Juanpe Navarro (m)
2. Jesus Rubio
3. Marcos Blasco
5. Miguel Lopez ('59)
6. Youssef El Ghzaoui ('46)
7. Jorge Bolívar ('59)
10. Pablo Molina
20. Eric Ruiz
22. Virgili ('59)
27. Bilal El Bakkali ('73)
48. Chete

Varamenn:
13. Alex Ruiz (m)
32. Joao Cabral (m)
8. Andrés Mohedano ('46)
11. Joaquinete ('59)
16. Alexandre Martínez ('59)
17. Adrian Da Cunha
21. Nuno Miguel Alves Martins ('59)
23. Franco de Jesús ('73)

Liðsstjórn:
Boris Anton (Þ)

Gul spjöld:
Youssef El Ghzaoui ('39)
Miguel Lopez ('41)
Andrés Mohedano ('50)
Marcos Blasco ('55)
Nuno Miguel Alves Martins ('79)
Jesus Rubio ('92)
Chete ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingur spilar í Sambandsdeildinni 2024-25 (Staðfest)
Furðulegur leikur í alla staði. Víkingar sáttir enda í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, Fór lítil orka í þetta sem gæti komið sér vel í framhaldinu.
94. mín Gult spjald: Chete (Santa Coloma)
92. mín Gult spjald: Jesus Rubio (Santa Coloma)
Sparkar Svein Gísla niður. Gummi Ben talar um að Sveinn Gísli hafi fengið að vita það í gegnum fjölmiðla að hann væri ekki að fara neitt í glugganum. Rétt hjá Gumma. Það var í gegnum viðtal Arnars við Fótbolta.net
90. mín
Við fáum þrjár mínútur í viðbót
Sem betur fer er það ekki meira.
86. mín
Ingvar með vörslu
Molina með skot beint á Ingvar sem leiðist þófið og slær boltann í horn.
80. mín
Djuric með lipra takta og lyftir boltanum inn á teiginn. Viktor tekur hlaupið inn á teiginn og nær skallanum en setur boltann framhjá.
79. mín Gult spjald: Nuno Miguel Alves Martins (Santa Coloma)
Eins augljóst peysutog og það verður.
76. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (f) (Víkingur R.)
Jesús kveinar hátt eftir viðskipti við Niko
74. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.)
73. mín
Inn:Franco de Jesús (Santa Coloma) Út:Bilal El Bakkali (Santa Coloma)
Jesús í fleirtölu á vellinum
72. mín
Bakkali við það sleppa í gegn en flaggið fer á loft.
68. mín Gult spjald: Daði Berg Jónsson (Víkingur R.)
Tvö brot á svona 15 sekúndum. Tyrkinn er ekkert að gefa Víkingum afslátt hér.

Merki um ákefð samt.
67. mín
Inn:Daði Berg Jónsson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Spái marki frá Daða Berg í kvöld.
67. mín
Inn:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
64. mín
Heimamenn vinna horn.

Chete með skalla eftir hornið en boltinn hvergi nærri markinu.
59. mín
Inn:Nuno Miguel Alves Martins (Santa Coloma) Út:Virgili (Santa Coloma)
59. mín
Inn:Alexandre Martínez (Santa Coloma) Út:Miguel Lopez (Santa Coloma)
59. mín
Inn:Joaquinete (Santa Coloma) Út:Jorge Bolívar (Santa Coloma)
57. mín
Tarik með boltann fyrir, Niko fyrstur í hann en skalli hans framhjá markinu.
56. mín
Ekroth og Atilla dómari deila vatnsflösku á meðan hugað er að Valdimar.
55. mín Gult spjald: Marcos Blasco (Santa Coloma)
Brýtur á Valdimar sem liggur eftir.

Tyrkinn ekki feiminn við að ná í spjaldið.
53. mín Gult spjald: Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Vel sótt að Bakkali sem hreinlega hljóp á vegg.
52. mín
Altt eftir sömu uppskrift.
Hægt, kraftlítið og ekkert sérlega fjörugt.
50. mín Gult spjald: Andrés Mohedano (Santa Coloma)
46. mín
Inn:Andrés Mohedano (Santa Coloma) Út:Youssef El Ghzaoui (Santa Coloma)
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn Víkingar gerðu tvöfalda breytingu í hálfleik.
46. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
45. mín
Hálfleikur
+3
Staðan er markalaus...... Mikið meira er hreinlega ekki hægt að segja um þennan fyrri hálfleik. Víkingum er samt örugglega nokkuð sama.
45. mín
Þremur mínútum bætt við þennan fyrri hálfleik.
41. mín Gult spjald: Miguel Lopez (Santa Coloma)
Arnar gæti haft eitthvað til síns máls.
40. mín
Þeir eru að missa hausinn heyrist í Arnari Gunnlaugssyni í útsendingu Stöðvar 2 sport.
39. mín Gult spjald: Youssef El Ghzaoui (Santa Coloma)
Ljót tækling á Gísla Gottskálk
33. mín
Aftur ógna heimamenn
Bolivar með hörkuskot sem fer af varnarmanni og í horn.
31. mín
Hættulegt
Virgili fær boltann við vinstra vítateigshorn eftir sendingu frá Bolivar. Nær fínasta skoti en boltinn rétt framhjá.
28. mín
Bilal El Bakkali keyrir upp völlinn eftir kæruleysislega sendingu Víkinga. Hann kemst inn á teiginn og á skot en talsvert framhjá.
25. mín
Vallarmál Víkinga Enn er óljóst hvar Víkingur mun spila heimaleiki sína í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en leikið verður frá byrjun október til jóla. Líklega verður ekki hægt að spila á Laugardalsvelli og samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur mest verið horft í tvo kosti fyrir heimaleiki Víkinga, heimavöll Breiðabliks í Kópavogi og heimavöll Fram í Úlfarsárdalnum.


   29.08.2024 18:00
Laugardalsvöllur mögulega ekki klár fyrir Víkinga og leitað lausna með heimavöll
21. mín
Víkingar alls ekki að fullu gasi hér þessar fyrstu 20 mínútur. Lítil ákefð í þeirra leik og eru eiginlega bara lítið í boltanum.
17. mín
Niko er í brasi og er sestur á völlinn, áhyggjuefni fyrir Víkinga fyrir leikinn á sunnudag gegn Val.
13. mín Gult spjald: Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Týnir boltanum og tekur því bara manninn niður.
12. mín
Jorge Bolívar með fyrsta skot leiksins. Setur boltann framhjá, flaggið í loft í þokkabót.
12. mín
Nákvæmlega ekkert gerst í þessum leik fyrir utan skellinn sem Niko fékk í upphafi.
6. mín
Fer mjög rólega af stað. Skal engan undra,Víkingar ekkert að stressa sig um of.
3. mín
Niko skokkar aftur inná og er í lagi.
1. mín
Nikolaj Hansen fer í grasið eftir örfáar sekúndur eftir viðskipti við Miguel Lopez. Lendir illa eftir skallaeinvígi og fær aðhlynningu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Andorra. Það eru Víkingar sem hefja leik.
Fyrir leik
Örstutt í þetta
Liðin að ganga til vallar og allt til reiðu í Andorra. Víkingar 90 mínútum frá fyrirheitna landinu.
Fyrir leik
Nostalgía í setti hjá Stöð 2 Sport Stuðst verður við útsendingu Stöðvar 2 Sport frá leiknum í þessari textalýsingu. Nú er upphitun fyrir leikinn hafin þar sem Kjartan Atli ásamt Albert Brynjari Ingasyni og óvæntum sérfræðing fara yfir málin.

Lárus Guðmundsson er mættur í sett til Kjartans og verður með í umfjöllun um leikinn í kvöld. Það er rödd sem mætti heyrast mun oftar í umfjöllun um fótbolta á Íslandi. Hver man ekki eftir Þýska boltanum á Rúv?

   18.03.2020 11:00
Miðjan - Lárus Guðmunds um bikartitla, mútugreiðslur og fleira


Spillir ekki fyrir Lárusi að hann er að sjálfsögðu upprunalegur Víkingur þó hans afrek síðustu ár hafi verið í Garðabænum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mikilvægi leiksins er eitt, sokkarnir frábærir. en útsýnið sem Sverrir Geirdal stjórnarmaður Víkinga hefur út um hótelglugga sinn í Andorra er eitthvað annað
Fyrir leik
Liðin mætt í hús Arnar Gunnlaugsson hefur opinberað byrjunarlið sitt og breytir litlu frá fyrri leiknum. Aron Elís Þrándarson sem verið hefur að ná sér eftir meiðsli ferðaðist ekki með Víkingum í leikinn af fjölskylduástæðum. Í hans stað kemur Viktor Örlygur Andrason inn á miðjuna í liði Víkinga. Að öðru leyti er liðið hið sama og vann stórsigur í fyrri leik liðanna.

Ildelfons Lima á veglegt safn sem gimsteinn bættist í á dögunum
Fyrir leik
Undirritaður lét sig dreyma um deildarkeppnina
Ég henti í draumamótherja mína sem stuðningsmaður Víkings eftir fyrri leikinn. Í kvöld verður endanlega ljóst hvaða lið eru í boði fyrir Víkinga og í hvaða potta þau raðast.

Við munum svo ekki þurfa að bíða of lengi eftir því að sjá hverjum Víkingar munu mæta en dregið verður strax á morgun.

   23.08.2024 11:40
Víkingur gæti mætt Chelsea - Svona er draumadráttur stuðningsmannsins
Fyrir leik
Aron Elís var jákvæður eftir fyrri leikinn "Þetta lítur mjög vel út, ég viðurkenni það. En þú veist að ég er aldrei að fara að segja að þetta sé komið. Við erum klárir í seinni leikinn og það eru líka Evrópustig í boði þar upp á styrkleikaröðun."

Aron kom heim í Víking í fyrra eftir áratug í atvinnumennsku. Hann segir að það að koma uppeldisfélaginu í Sambandsdeildina myndi trompa allt annað. "Ég var í 10 ár úti. Að vera í Evrópu með uppeldisklúbbnum er miklu stærra en það fyrir mér. Að komast í úrslitakeppnina í Sambandsdeildinni yrði það stærsta á mínum ferli. "

   22.08.2024 21:01
Aron Elís: Það stærsta á mínum ferli
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugs: Væri eitthvað stórslys að klúðra þessu "Við erum komnir langleiðina myndi ég halda. Það væri eitthvað disaster að klúðra þessu. En ég er virkilega ánægður með strákana," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 5-0 sigur gegn Santa Coloma í fyrri umspilsleiknum um sæti í Sambandsdeildinni.

   22.08.2024 20:49
Arnar Gunnlaugs: Væri eitthvað stórslys að klúðra þessu
Fyrir leik
Víkingar hársbreidd frá fyrirheitna landinu. Víkingar eru í vægast sagt góðri stöðu eftir fyrri leik liðanna í Víkinni fyrir viku. Víkingar fóru þar með 5-0 sigur af hólmi og fóru langleiðina að því að tryggja sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar.

   22.08.2024 21:04
Tvö vítaklúður komu ekki að sök - Víkingar með annan fótinn í Sambandsdeildina


Leika þeir þar eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra sem léku í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar það ár en fyrirkomulagi keppninnar hefur nú verið breytt.

Í stað fjögurra liða riðla mun Víkingur fari þeir áfram dragast gegn sex mismunandi andstæðingum úr sex mismunandi styrkleikaflokkum. Þremur mæta þeir heima en þremur á útivelli.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Evrópukvöld í Andorra
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Santa Coloma frá Andorra og Víkings í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson ('74)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('46)
8. Viktor Örlygur Andrason
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('67)
17. Ari Sigurpálsson ('67)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('46)
23. Nikolaj Hansen (f)
25. Valdimar Þór Ingimundarson

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('74)
9. Helgi Guðjónsson ('67)
12. Halldór Smári Sigurðsson
18. Óskar Örn Hauksson
19. Danijel Dejan Djuric ('46)
20. Tarik Ibrahimagic ('46)
27. Matthías Vilhjálmsson
29. Hrannar Ingi Magnússon
30. Daði Berg Jónsson ('67)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Sölvi Ottesen

Gul spjöld:
Gísli Gottskálk Þórðarson ('13)
Gunnar Vatnhamar ('53)
Daði Berg Jónsson ('68)
Nikolaj Hansen (f) ('76)

Rauð spjöld: