Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fim 22. ágúst 2024 21:01
Þorsteinn Haukur Harðarson
Aron Elís: Það stærsta á mínum ferli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Ég er bara gríðarlega sáttur. Þetta er það sem við ætluðum okkur, að setja tóninn hérna heima, og mér fannst við gera það," sagði Aron Elís Þrándarson, leikmaður Víkings, eftir 5-0 sigur gegn Santa Coloma í fyrri leik liðana í einvíginu um laust sæti í Sambandsdeildinni. 


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  0 Santa Coloma

"Þetta lítur mjög vel út, ég viðurkenni það. En þú veist að ég er aldrei að fara að segja að þetta sé komið. Við erum klárir í seinni leikinn og það eru líka Evrópustig í boði þar upp á styrkleikaröðun."

Nú fá Víkingar langþráða vikuhvíld á milli leikja. "Það er mjög gott að fá hvíld núna. Það eru einhverjir búnir að vera tæpir og í smá brasi þannig að það er mjög mikilvægt að fá þessa viku."

Víkingar klúðruðu tveimur vítum í leiknum. Aron klikkaði á öðru þeirra. Situr það í honum? "Já aðeins en við unnum 5-0 og þá líður mér betur. Ég og Valdi tökum þetta á okkur og svo bara áfram gakk."

Aron kom heim í Víking í fyrra eftir áratug í atvinnumennsku. Hann segir að það að koma uppeldisfélaginu í Sambandsdeildina myndi trompa allt annað. "Ég var í 10 ár úti. Að vera í Evrópu með uppeldisklúbbnum er miklu stærra en það fyrir mér. Að komast í úrslitakeppnina í Sambandsdeildinni yrði það stærsta á mínum ferli. "

"Þetta lítur vel út. Núna klárum við að fókusa á þetta einvígi og svo er bara hörku einvígi við Blika og Val í deildinni.


Athugasemdir
banner