Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 22. ágúst 2024 20:49
Þorsteinn Haukur Harðarson
Arnar Gunnlaugs: Væri eitthvað stórslys að klúðra þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

"Við erum komnir langleiðina myndi ég halda. Það væri eitthvað disaster að klúðra þessu. En ég er virkilega ánægður með strákana," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir 5-0 sigur gegn Santa Coloma í fyrri umspilsleiknum um sæti í Sambandsdeildinni.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  0 Santa Coloma

"Maður var orðinn svolítið gráðugur í seinni hálfleik að skora fleiri mörk en ég hefði tekið 5-0 fyrirfram alla daga."

Þá ræddum við um spilamennsku liðsins. "Mér fannst við vera hreyfanlegir í öllum okkar aðgerðum í fyrri hálfleik og nýttum vængspilið mjög vel. Við fylltum teiginn mjög vel og vorum að taka réttar ákvarðanir. Hjá okkur snúast réttar ákvarðanir um að fara af stað þegar allir eru komnir í stöður til að verjast skyndisóknum. Mér fannst við vera á okkar degi og jákvæðir í öllum okkar aðgerðum."

Víkingar klikkuðu á tveimur vítum í leiknum en það kom ekki að sök. "Þegar fyrsta vítið klikkaði hélt maður að þetta yrði kannski einn af þessum dögum þar sem við klúðrum og klúðrum. Það hefur svolítið verið saga okkar í heimaleikjum í Evrópu."

Nú tekur við langþráð viku pása á milli leikja. "Þetta verður fyrsta vika milli leikja í töluverðan tíma svo við náum góðri hvíld og strákarnir eiga það skilið. Við förum út á mánudaginn, degi fyrr en vanalega svo við ætlum að gera vel úr þessu og klára þetta einvígi vel. Það skiptir líka máli til að setja tóninn fyrir næstu lotu sem er þá að reyna að klára  Íslandsmótið og bikarúrslitin."

"Þetta er búið að vera virkilega lærdómsríkur tími fyrir mig og þjálfarateymið og alla sem að koma að hópnum. Þetta hefur tekið vel á, andlega og líkamlega. Þetta er geggjaður skóli og ég er mjög þakklátur fyrir það."

Óskar Örn Hauksson kom inn á sem varamaður undir lok leiksins en hann fagnar einmitt 40 ára afmæli sínu í dag. "Óskar er búinn að vera geggjaður í sínu hlutverki í vetur og sumar. Hann er líka búinn að vera svo frábær í fótbolta á æfingum svo hægt og bítandi þá er hann búinn að vera að bíða eftir tækifæri. Ég er ekki að gefa honum neitt. Ég gef engum mínútur í þessu liði. Það er ekki hægt. Hann hefur verðskuldað að fá þessar mínútur. Ég held hann sé kominn til að vera hjá okkur."

Að lokum var Arnar beðinn um að meta hvar hann setti þetta einvígi á lista yfir stærstu leiki sína sem þjálfari Víkings. "Ég er bara svo stoltur af klúbbnum okkar núna. Þetta er það sem við lögðum upp með í byrjun tímabilsins. Við gerðum plan um að vera á þessum stað núna. Efstir í deildinni, í bikarúrslitum, og komnir langleiðina í Sambandsdeildina. Tal er bara tal og þú þarft að fylgja því eftir. Hingað til hefur þetta gengið upp en það er mikið eftir ennþá. Við erum komnir langleiðina og sjáum fyrir endalokin á þessu vonandi einhverntímann í desember. "



Athugasemdir