Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 17. maí 2018 12:15
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Enska uppgjörið - 7. sæti: Burnley
Sean Dyche er knattspyrnustjóri Burnley.
Sean Dyche er knattspyrnustjóri Burnley.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg var einn af bestu leikmönnum tímabilsins hjá Burnley.
Jóhann Berg var einn af bestu leikmönnum tímabilsins hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
James Tarkowski er mikilvægur í vörn Burnley.
James Tarkowski er mikilvægur í vörn Burnley.
Mynd: Getty Images
Chris Wood var markahæstur hjá Burnley, skoraði tíu mörk.
Chris Wood var markahæstur hjá Burnley, skoraði tíu mörk.
Mynd: Getty Images
Nick Pope átt flott tímabil í markinu hjá Burnley.
Nick Pope átt flott tímabil í markinu hjá Burnley.
Mynd: Getty Images
Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram á sunnudaginn, í þessum lið, enska uppgjörið er farið yfir tímabilið hjá liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Nú er komið að því að skoða hvað gerðist hjá Burnley í vetur.

Það voru margir sem spáðu Burnley í neðri hluta deildarinnar fyrir tímabilið, þeir gerðu hins vegar gott betur en það og náðu í Evrópusæti.

Fyrsti leikur Burnley á tímabilinu var á Stamford Bridge þar sem þeir unnu óvænt, 2-3. Liðið vann níu leiki fyrir áramót og gerði sjö jafntefli og var því með 34 stig þegar árið 2018 gekk í garð.

Þann 12. desember sigraði Burnley, Stoke City 1-0 eftir þennan leik tókst liðinu ekki að vinna leik fyrr en í byrjun mars en þá lagði Jóhann Berg Guðmundsson upp sigurmark Burnley gegn Everton. Eftir þetta komu fjórir sigurleikir í röð.

Niðurstaðan er því sú að Burnley endar í 7. sæti sem gaf Evrópusæti í ár og Sean Dyche á mikið hrós skilið fyrir hversu langt hann náði að koma Burnley á þessu tímabili.

Besti leikmaður Burnley á tímabilinu:
James Tarkowski algjör lykilmaður í vörn Burnley sem hélt markinu hreinu tólf sinnum á tímabilinu, hann fær þennan titil.

Þessir sáu um að skora mörkin í vetur:
Chris Wood - 10 mörk
Ashley Barnes - 9 mörk
Sam Vokes - 4 mörk
Scott Arfield - 2 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson - 2 mörk
Jack Cork - 2 mörk
Jeff Hendrick - 2 mörk
Robbie Brady - 1 mark
Steven Defour - 1 mark
Kevin Long - 1 mark
Stephen Ward - 1 mark

Þessir lögðu upp mörkin:
Jóhann Berg Guðmundsson - 8 stoðsendingar
Matthew Lowton - 3 stoðsendingar
Robbie Brady - 2 stoðsendingar
Jeff Hendrick - 2 stoðsendingar
Aaron Lennon - 2 stoðsendingar
Kevin Long - 2 stoðsendingar
Scott Arfield - 1 stoðsending
Jack Cork - 1 stoðsending
Steven Defour - 1 stoðsending
Sam Vokes - 1 stoðsending
Stephen Ward - 1 stoðsending
Chris Wood - 1 stoðsending
Ashley Westwood - 1 stoðsending

Flestir spilaðir leikir:
Jack Cork - 38 leikir
Ashley Barnes - 36 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - 35 leikir
Nick Pope - 35 leikir
Jeff Hendrick - 34 leikir
James Tarkowski - 31 leikur
Sam Vokes - 30 leikir
Ben Mee - 29 leikir
Stephen Ward - 28 leikir
Matthew Lowton - 26 leikir
Steven Defour - 24 leikir
Chris Wood - 24 leikir
Ashley Westwood - 19 leikir
Scott Arfield - 18 leikir
Kevin Long - 16 leikir
Robbie Brady - 15 leikir
Aaron Lennon - 14 leikir
Phil Bardsley - 13 leikir
Charlie Taylor - 11 leikir
Nahki Wells - 9 leikir
Georges-Kevin Nkoudou - 8 leikir
Tom Heaton - 4 leikir
Jonathan Walters - 3 leikir
Dwight McNeil - 1 leikur

Hvernig stóð vörnin í vetur?
Vörn Burnley var ein af þeim bestu á tímabilinu, þeir fengu á sig 39 mörk. Í fyrra fengu þeir 55 mörk á sig svo þetta er mikil bæting frá því í fyrra.

Hvaða leikmaður skoraði hæst í Fantasy Premier leauge í vetur?
Markvörðurinn Nick Pope fékk flest stig leikmanna Burnley í vetur, hann fékk 152 stig. Sá sem var næstur á eftir honum var Jóhann Berg Guðmundsson sem lagði upp átta og skoraði tvö í vetur, hann fékk alls 117 stig.

Hvernig spáði Fótbolti.net fyrir um gengi Burnley á tímabilinu
Fótbolti.net spáði því að Burnley myndi rétt sleppa við fall, þeim var spáð 17. sæti en eins og fyrr segir þá gerðu þeir mun betur en það og enduðu í 7. sæti og náðu þar með í Evrópusæti.

Spáin fyrir enska - 17. sæti: Burnley

Fréttayfirlit: Hvað gerðist hjá Burnley á tímabilinu
England: Titilvörn Chelsea hófst á tapi
Dyche: Dómarinn var frábær í dag
Dyche: Mættum hingað til að verjast
England: Jói Berg skoraði í dramatísku tapi gegn Liverpool
England: Jóhann Berg bjargaði stigi gegn Man City
Sjáðu markið: Jóhann Berg skoraði gegn toppliðinu
Jóhann Berg: Gott að fá mark
Enginn leikmaður Burnley kemur að fleiri mörkum en Jói Berg

Enska uppgjörið:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8. Everton
9. Leicester
10. Newcastle
11. Crystal Palace
12. Bournemouth
13. West Ham
14. Watford
15. Brighton
16. Huddersfield
17. Southampton
18. Swansea
19. Stoke
20. West Brom
Athugasemdir
banner