,,Kristján þjálfari kom með nýjung inn í hópinn en það var hugarþjálfun. Mjög sniðugt hjá honum og geta menn bætt sig enn frekar í þessum hluta þjálfunarinnar."
,,Viku fyrir Íslandsmót fengum við svo grænlenska-norður-kóreska-Danann Hans Mathiesen og daginn fyrir fyrsta leik, tvo „gamla“ Keflvíkinga til liðs við okkur, þá Hólmar Örn Rúnarsson og Hörð Sveinsson. Þetta virkaði sem vítamínssprauta á okkur, þrátt fyrir að mikill stígandi hafi verið í okkar undirbúningi. Valsmenn fengu að kynnast því í fyrsta leik.
Undanfarna daga hafa leikmenn liða í Landsbankadeildinni verið gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að Keflavík en hægri bakvörðurinn Guðjón Árni Antoníusson kemur með pistil fyrir þeirra hönd.
Árið 2008 er merkilegt hjá Keflavík fyrir margra hluta sakir. Besti árangur Keflavíkur í efstu deild í 34 ár staðreynd! Nýir hlutir teknir inn í knattspyrnuþjálfun á Íslandi, Keflvíkingar í öllum landsliðum Íslands, Guðmundur Steinarsson markakóngur og margt annað skemmtilegt.
Undirbúningstímabilið gekk svona upp og að ofan hjá okkur. Kristinn Guðbrandsson hætti sem aðstoðarþjálfari og stjórnarskipti urðu í febrúar. Nokkrir leikmenn yfirgáfu okkur en Patrik Redo og Jón Gunnar Eysteinsson komu til okkar. Guðmundur Mete fékk að ráða hvert yrði farið í æfingarferð. Og auðvitað var farið til Tyrklands í 10 daga æfingarferð. Nokkrir heppnir fengu svo að fara í smá ferðalag með Mete til Antalaya þar sem hann kynnti okkur fyrir landi og þjóð. Valsmenn virtust ætla að rúlla upp Íslandsmótinu, voru ógnarsterkir á undirbúningstímabilinu meðan við virtumst stefna inn í enn eitt tímabilið með góðan en lítinn hóp.
Kristján þjálfari kom með nýjung inn í hópinn en það var hugarþjálfun. Mjög sniðugt hjá honum og geta menn bætt sig enn frekar í þessum hluta þjálfunarinnar.
Viku fyrir Íslandsmót fengum við svo grænlenska-norður-kóreska-Danann Hans Mathiesen og daginn fyrir fyrsta leik, tvo „gamla“ Keflvíkinga til liðs við okkur, þá Hólmar Örn Rúnarsson og Hörð Sveinsson. Þetta virkaði sem vítamínssprauta á okkur, þrátt fyrir að mikill stígandi hafi verið í okkar undirbúningi. Valsmenn fengu að kynnast því í fyrsta leik.
Flest allt virtist ganga okkur í hag og eftir fyrri umferðina höfðum við náð flestum okkar markmiðum en vantaði upp á sum. Aðeins tveir tapleikir, gegn nýliðum Þróttar og Fjölnis en margir góðir sigrar litu dagsins ljós t.a.m. tvíhöfðinn gegn FH.
Í seinni umferðinni héldum við uppteknum hætti, spiluðum blússandi sóknarleik stundum á kostnað varnarleiks. Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Þormar bættust svo við leikmannahópinn á síðasta degi félagsskiptagluggans, enn ein Keflvíska viðbótin við okkar góða hóp. Það sýndi sig í breidd hópsins að varnarmennirnir Guðmundur Viðar Mete og Nicolai Jörgensen voru mikið meiddir sem og Jón Gunnar Eysteinsson. Þrátt fyir það voru það oftar en ekki mennirnir sem komu inn á sem breyttu gangi leikjanna okkur til góðs.
Það voru margir leikmenn okkar að spila sitt besta tímabil í efstu deild. Guðmundur Steinarsson varð markahæstur í deildinni og nálgast nú „pabba gamla“ óðfluga í markaskorun. Þegar öllu er á botninn hvolft þá vorum við hársbreidd frá því að gera mjög gott tímabil að draumatímabili.
Að lokum vil ég óska titlahöfunum til hamingju með titlana og stuðningsfólki Keflavíkur þá sérstaklega okkar frábæru PUMA-SVEIT fyrir magnaðan stuðning á tímabilinu! Sjáumst hress á næsta tímabili.
ÁFRAM KEFLAVÍK!
Sjá einnig:
Ingvar Þór Ólason (Fram)
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
Eysteinn Húni Hauksson (Grindavík)
Marel Baldvinsson (Breiðablik)
Valur Fannar Gíslason (Fylkir)
Bjarki Freyr Guðmundsson (Þróttur R.)
Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Helgi Pétur Magnússon (ÍA)
Athugasemdir