,,Þegar hópurinn kom saman um haustið 2007 með nýja þjálfaranum þá fann maður strax að þetta yrði skemmtilegt ár. Fótboltalega séð var erfitt að sjá hvernig liðið yrði."
,,Við settum okkur þau markmið fyrir mót að taka einn leik í einu og safna stigum í pottinn en ekki negla eitthvert sæti fyrirfram."
Undanfarna daga hafa leikmenn liða í Landsbankadeildinni verið gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að Fram en reynsluboltinn Ingvar Þór Ólason kemur með pistil fyrir þeirra hönd.
Það var mikil gleði í Safamýri þegar síðasti leikurinn kláraðist. Þriðja sæti í deild og Evrópukeppni 2009.
Þegar hópurinn kom saman um haustið 2007 með nýja þjálfaranum þá fann maður strax að þetta yrði skemmtilegt ár. Fótboltalega séð var erfitt að sjá hvernig liðið yrði. Við vorum lítill hópur og töluvert um meiðsli í gangi um veturinn. En menn æfðu vel hjá Þorvaldi og var hann með úthugsað æfingplan sem mér fannst virka þannig að við vorum aldrei útkeyrðir (þrátt fyrir að sumir í morgunsundinu hefðu áttu að vera heima hjá sér) heldur hafðir þú alltaf kraft í næstu æfingu.
Það gekk vel í vorleikjunum, úrslit í Reykjavíkurmótinu og Deildarbikar. Við áttum marga góða leiki í þessum mótum og maður fékk smá tilfinningu að við gætum gert góða hluti en við kúkuðum á okkur í úrslitaleikjunum og var það líka eitthvað til hugsa um. Við settum okkur þau markmið fyrir mót að taka einn leik í einu og safna stigum í pottinn en ekki negla eitthvert sæti fyrirfram.
Við byrjuðum Íslandsmótið mjög vel með tveimur sigrum og eftir fyrri umferð vorum við nokkuð sáttir með okkar stöðu. Við töpuðum þrem síðustu leikjunum í fyrri umferð sem var kannski sanngjarnt en við áttum tækifæri í þeim leikjum til gera betur. Á þessum tímapunkti var hópurinn mjög lítill og við misstum góða leikmenn þannig við höfðum enga breidd.
Seinni umferðin hjá okkur var virkilega góð, við vorum að spila virkilega góðan varnarleik og það var komið mikið sjálfstraust í leikmenn sem skilaði sér í betri sóknarleik. Þegar við áttum fjóra leiki eftir og það við Breiðablik, FH, Val og Keflavík, þá vissi maður að þetta gat endað hvernig sem var. Ég fann þá hjá leikmönnum að það vildu allir ná lengra og engin var saddur ennþá. Síðustu þrír leikirnir voru nátturulega frábærir og ferlega gaman að taka þátt í þeim með þessum hóp.
Breytingin á deildinni í 12 lið er frábær og núna þarf að taka næsta skref og setja fasta leikdaga, alveg nauðsynlegt. Það er alveg sorglegt að sjá áhorfendatölur á leikjunum og því þarf að markaðsetja deildina miklu betur svo félögin geti fengið einhverjar tekjur af leikjunum. Ef maður fer yfir hvaða leikmenn voru bestir í deildinni í ár þá var kannski enginn einn meira áberandi en annar frekar stærri hópur af leikmönnum sem voru að spila vel. Ég verð samt að nefna Auðun og Reynir þeim í hópi svo að þeir fari ekki í fýlu.
Svona í lokin vil ég þakka öllum í kringum Fram liðið fyrir frábært ár og gaman að enda svona vel og þá kannski sérstaklega Unnari Steini fyrir hans Framlag.
Takk fyrir sumarið 2008, Ingvar Óla.
Sjá einnig:
Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
Eysteinn Húni Hauksson (Grindavík)
Marel Baldvinsson (Breiðablik)
Valur Fannar Gíslason (Fylkir)
Bjarki Freyr Guðmundsson (Þróttur R.)
Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Helgi Pétur Magnússon (ÍA)
Athugasemdir