,,Fyrir tímabilið voru fengnir nokkrir útlendingar sem áttu að styrkja liðið umtalsvert. Það er algjör óþarfi að vera að fela það eitthvað að við duttum ekki beint í lukkupottinn með þau kaup. Við lærum af reynslunni þar."
,,Við gáfum allt í þetta seinni umferðina og lögðum allt í sölurnar um að halda sæti okkar í deildinni, en eftir tap á heimavelli gegn Grindavík var ljóst að draumurinn var nánast úti.
Næstu daga munu leikmenn liða í Landsbankadeildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði HK kemur með pistil um sumarið í dag.
HK-ingar fóru með ákveðnar væntingar inní sumarið 2008. Við rétt sluppum við fall sumarið 2007 og stefnan var sett á að vera lausir við allt sem heitir fallbarátta. Fyrir tímabilið voru fengnir nokkrir útlendingar sem áttu að styrkja liðið umtalsvert. Það er algjör óþarfi að vera að fela það eitthvað að við duttum ekki beint í lukkupottinn með þau kaup. Við lærum af reynslunni þar.
Fyrsti leikurinn var gegn FH og er óhætt að segja að þeir gjörsamlega pökkuðu okkur saman með Tryggva fremstan í flokki. Þetta sló okkur svolítið útaf laginu að tapa fyrsta leiknum stórt og alla fyrrir umferðina áttum við undir högg að sækja ef frá er talin stórskemmtilegur sigur gegn íslandsmeisturum Vals á Kópavogsvelli.
Stjórnin tók þá ákvörðun að þjálfarinn Gunnar Guðmundsson sem hefur skilað frábæru starfi fyrir HK undanfarin ár skildi taka pokann sinn og að Rúnar Páll Sigmundsson aðstoðarmaður hans mundi taka við. Seinni umferðin gekk mun betur heldur en sú fyrri (ekki að það hafi verið erfitt að toppa það samt) okkur tókst að landa nokkrum góðum sigrum og menn voru farnir að njóta fótboltans betur.
Við gáfum allt í þetta seinni umferðina og lögðum allt í sölurnar um að halda sæti okkar í deildinni, en eftir tap á heimavelli gegn Grindavík var ljóst að draumurinn var nánast úti. Það var ömurleg tilfinning loksins þegar það var orðin staðreynd að okkar hlutskipti yrði fall úr deildini. Vonandi á ég aldrei eftir að upplifa slíka tilfinningu aftur.
Okkur tókst að halda haus þrátt fyrir þetta og það var frábært að geta fært bros á andlit okkar stuðningsmanna í síðasta leiknum með sigri gegn okkar erkifjendum héðan úr Kópavogi.
Ég tel að mótið hafi verið mjög gott og þar hefur mikið hjálpað til að liðunum hafi verið fjölgað í 12. Umfjöllun á Stöð2 Sport var einnig frábær sem og í blöðunum. Það voru margir mjög efnilegar strákar sem sprungu út í sumar og af mörgum má nefna Jóhann Berg, Guðjón Baldvinsson, Hannes Þór og okkar ungu stráka Hörð Árnason, Aaron Palomares og Rúnar Sigurjónsson. Margir góðir markmenn voru í deildinni eins og t.d. Stefán Logi sem mér finnst vera frábær markmaður, Hannes Þór sem á mikla framtíð fyrir sér og Ómar Jó sem átti afbragðs tímabil.
Ég vil að lokum óska FH til hamingju með titilinn og spútnikliðunum Fram og Keflavík fyrir frábært mót.
Kær kveðja
Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði HK.
Sjá einnig:
Helgi Pétur Magnússon (ÍA)
Athugasemdir