þri 14. október 2008 13:20
Magnús Már Einarsson
Sumarið gert upp: Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR)
,,Engin sérstök markmið sett fyrir tímabilið, en auðvitað stefndu allir innst inni á að vera í toppbaráttunni. Nokkrir nýjir leikmenn komu í liðið ásamt því að margir strákar voru að koma upp úr yngri flokkastarfi og lofuðu þeir fljótt mjög góðu.
,,Engin sérstök markmið sett fyrir tímabilið, en auðvitað stefndu allir innst inni á að vera í toppbaráttunni. Nokkrir nýjir leikmenn komu í liðið ásamt því að margir strákar voru að koma upp úr yngri flokkastarfi og lofuðu þeir fljótt mjög góðu."
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
,,Daginn fyrir leik voru margir farnir að efast um að hann færi fram vegna veðurs og völlurinn var þakinn nýsnævi. Vallarstarfsmenn og fleiri unnu frábært starf, komu vellinum í gott stand á undraverðum tíma.  Vonandi  hvetur þetta KSÍ til að hafa úrslitaleik bikars fyrr á næsta ári.
,,Daginn fyrir leik voru margir farnir að efast um að hann færi fram vegna veðurs og völlurinn var þakinn nýsnævi. Vallarstarfsmenn og fleiri unnu frábært starf, komu vellinum í gott stand á undraverðum tíma. Vonandi hvetur þetta KSÍ til að hafa úrslitaleik bikars fyrr á næsta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanfarna daga hafa leikmenn liða í Landsbankadeildinni verið gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Í dag er komið að KR en Grétar Sigfinnur Sigurðarson, varnarmaður þeirra, gerir upp sumarið.



Sumarið hafði upp á margt að bjóða fyrir KR-inga. Þó skiptust á gleði og vonbrigði en í lokinn var fögnuðurinn mikill.

Engin sérstök markmið sett fyrir tímabilið, en auðvitað stefndu allir innst inni á að vera í toppbaráttunni. Nokkrir nýjir leikmenn komu í liðið ásamt því að margir strákar voru að koma upp úr yngri flokkastarfi og lofuðu þeir fljótt mjög góðu.

Við byrjuðum tímabilið ekkert sérlega vel. Í fyrstu sex leikjunum höfðum við unnið tvo og tapað fjórum - eitthvað sem enginn gat verið sáttur við. Eftir þessa byrjun fóru þó hlutirnir að ganga og við unnum næstu sex leiki, fjóra í deild og tvo í bikar og án þess að fá á okkur mark. Næsti leikur var á móti Val og var hann því sem næst úrslitaleikur um hvort við ætluðum að blanda okkur í toppbaráttuna fyrir alvöru. Við töpuðum honum og einnig þeim þarnæsta.

Persónulega var ég mjög sáttur við hvað við vorum farnir að spila vel saman í seinni umfeðinni hún var þó nokkuð betri en sú fyrri hjá okkur. Við unnum sex leiki, töpuðum þremur og gerðum tvö jafntefli. Rúsínan í pylsuendanum var auðvitað gott gengi í bikarnum. Við náðum að komast í úrslitaleikinn sem er stærsti leikur ársins í íslenskum fótbolta, leikurinn sem allir fótboltamenn vilja komast í og hann var vissulega mikið ævintýri sem og allur aðdragandinn.

Daginn fyrir leik voru margir farnir að efast um að hann færi fram vegna veðurs og völlurinn var þakinn nýsnævi. Vallarstarfsmenn og fleiri unnu frábært starf, komu vellinum í gott stand á undraverðum tíma. Vonandi hvetur þetta KSÍ til að hafa úrslitaleik bikars fyrr á næsta ári.

Á endanum náðum við að vinna bikarinn eftir að mjög erfiðan leik gegn sterku liði Fjölnismanna.

Þegar litið er til baka á tímabilið hefðum við KR-ingar auðvitað viljað vera ofar í deildinni og það vory sértaklega mikil vonbrigði að ná ekki 3.sætinu eftir að hafa unnið Val í lokaleik. Miklar breytingar voru gerðar á hópnum fyrir tímabilið og það tekur oft tíma að finna taktinn. Takturinn fannst og það sannast á því að við töpuðum ekki síðustu átta leikjunum.

En að vinna bikarinn gerði þetta að mjög góðu tímabili og geta allir KR-ingar verið mjög stoltir.

Að lokum vil ég þakka stuðningsmönnum KR fyrir ómetanlegt starf í allt sumar og þá sérstaklega í úrslitaleik bikarsins. Einnig vil ég vil óska FH-ingum til hamingju með Íslandsmeistartitilinn.

Áfram KR,
Kveðja Grétar Sigfinnur Sigurðarson

Sjá einnig:
Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
Óli Stefán Flóventsson (Fjölnir)
Eysteinn Húni Hauksson (Grindavík)
Marel Baldvinsson (Breiðablik)
Valur Fannar Gíslason (Fylkir)
Bjarki Freyr Guðmundsson (Þróttur R.)
Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Helgi Pétur Magnússon (ÍA)
Athugasemdir
banner
banner
banner