mán 13. október 2008 08:00
Magnús Már Einarsson
Sumarið gert upp: Atli Sveinn Þórarinsson (Valur)
,,Það er ljóst, að þegar stór afrek vinnast (eins og Norður-Atlantshafsbikarinn er ótvírætt) hættir mönnum til að verða saddir. Norður-Atlantshafsbikarinn vannst en á eftir fylgdi gífurlegt fjölmiðlafár, umstang og athygli sem varð þess valdandi að maður gat varla gengið um Hlíðahverfið óáreittur.
,,Það er ljóst, að þegar stór afrek vinnast (eins og Norður-Atlantshafsbikarinn er ótvírætt) hættir mönnum til að verða saddir. Norður-Atlantshafsbikarinn vannst en á eftir fylgdi gífurlegt fjölmiðlafár, umstang og athygli sem varð þess valdandi að maður gat varla gengið um Hlíðahverfið óáreittur."
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Þegar við spiluðum við FH í Krikanum í seinni umferðinni hefðum við getað jafnað þá að stigum (Valur 32, FH 35). Þeir tóku okkur hins vegar 3-0 og kláruðu dæmið meðan við rúlluðum bara niður brekkuna og tókum varla stig eftir það.
,,Þegar við spiluðum við FH í Krikanum í seinni umferðinni hefðum við getað jafnað þá að stigum (Valur 32, FH 35). Þeir tóku okkur hins vegar 3-0 og kláruðu dæmið meðan við rúlluðum bara niður brekkuna og tókum varla stig eftir það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undanfarna daga hafa leikmenn liða í Landsbankadeildinni verið gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net.



Landsbankadeildin 2008 byrjaði með glæsibrag fyrir okkur Valsmenn, ekki á hverjum sem lið nær að setja þrjú mörk í Keflavík! En það gerðum við hins vegar, þó að annað í leiknum hafi reyndar ekki farið að okkar óskum. En sanngjarnt 3-5 tap var staðreynd í fyrstu umferð. Eftir þá útreið má segja að við höfum í raun bara verið skugginn af því liði sem við vorum á undirbúningstímabilinu.

Sumarið í heild sinni voru mikil vonbrigði fyrir okkur leikmenn og alla sem koma nálægt félaginu. En staðreyndin er einfaldlega sú að við áttum ekkert meira skilið en 5. sætið. Spilamennskan var ekkert betri en það.

Við leikmenn grátum okkur þó ekkert í svefn og horfum stoltir á hina eftirminnilegu titla sem unnust á undirbúningstímabilinu, Lengjubikarinn, Futsal-bikarinn og að sjálfsögðu Norður-Atlantshafsbikarinn sem vannst eftir stórbrotinn knattspyrnuleik við færeysku meistarana sem ég man ekki hvað heita akkúrat núna.

Er það mál manna að hraðinn og tempóið í leiknum hafi glögglega sýnt að þarna fóru tvö af sterkustu liðum norð-norð-vestur-Evrópu á þessum tíma. Má vera að við Valsmenn höfum ofmetnast eftir þennan leik? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. En það er ljóst, að þegar stór afrek vinnast (eins og Norður-Atlantshafsbikarinn er ótvírætt) hættir mönnum til að verða saddir. Norður-Atlantshafsbikarinn vannst en á eftir fylgdi gífurlegt fjölmiðlafár, umstang og athygli sem varð þess valdandi að maður gat varla gengið um Hlíðahverfið óáreittur.

En aftur að Landsbankadeildinni. Þegar við spiluðum við FH í Krikanum í seinni umferðinni hefðum við getað jafnað þá að stigum (Valur 32, FH 35). Þeir tóku okkur hins vegar 3-0 og kláruðu dæmið meðan við rúlluðum bara niður brekkuna og tókum varla stig eftir það.

Þessi endasprettur Hafnfirðinga sýnir auðvitað að FH-ingar eru verðugir meistarar. Að sama skapi sýndi þessi ,,lokasprettur” okkar að við höfðum hreinlega ekki það sem til þurfti í toppbaráttuna. Þannig fór um sjóferð þá.........

Ps. Sá orðrómur gengur fjöllum hærra að UEFA ætli sér að setja næstu Norður-Atlantshafsmeistara beint inn í Champions League. Það þarf ekki frekari vitnanna við um hversu sterk þessi keppni er.........

Sjá einnig:
Óli Stefán Flóventsson (Fjölnir)
Eysteinn Húni Hauksson (Grindavík)
Marel Baldvinsson (Breiðablik)
Valur Fannar Gíslason (Fylkir)
Bjarki Freyr Guðmundsson (Þróttur R.)
Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Helgi Pétur Magnússon (ÍA)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner