,,Einhvern veginn hljóma orðin...áfram drengir engann helvítis aumingjaskap... stöðugt í huga mínum þessa dagana."
,,Við lentum í þó nokkrum hremmingum rétt fyrir íslandsmót þar sem leikmenn áttu við meiðsli að stríða. Þessar hremmingar fylgdu okkur þó nokkuð í sumar og komu einna helst niður á stöðugleika í spilamennskunni.
Næstu daga munu leikmenn liða í Landsbankadeildinni gera upp sumarið með því að koma með pistil hér á Fótbolta.net. Valur Fannar Gíslason leikmaður Fylkis kemur með pistil í dag.
Einhvern veginn hljóma orðin...áfram drengir engann helvítis aumingjaskap... stöðugt í huga mínum þessa dagana. En það kemur til út af því að við Fylkismenn erum komnir með Ólaf Þórðarson sem nýjan þjálfara eftir að Leifi Garðarsyni var sagt upp á dögunum. Vil ég koma fram bestu þökkum til Leifs og óska honum alls hins besta á nýjum vígstöðum. Með nýjum mönnum koma nýjar áherslur. Ég hef verið lánsamur með þjálfara í gegnum tíðina og vænti ég ekki minna af þeim nýja.
Fylkismenn fóru með væntingar inn í sumarið eftir ágætann árangur sumarið 2007. En einhverra hluta vegna fóru hlutirnir ekki eins og við ætluðum þeim að fara. Hvað olli þessum þessu er ekki gott að svara en ljóst er að ekki er neinu einu um að kenna. Við lentum í þó nokkrum hremmingum rétt fyrir íslandsmót þar sem leikmenn áttu við meiðsli að stríða. Þessar hremmingar fylgdu okkur þó nokkuð í sumar og komu einna helst niður á stöðugleika í spilamennskunni.
Baráttan á toppnum var æsispennandi allt fram á lokamínútur í Landsbankadeildinni. FH-ingar stóðu uppi sem sigurvegarar og er þeir vel að titlinum komnir. Þeir gáfust aldrei upp og sýndu mikinn karakter sem færði þeim að lokum titilinn eftirsótta. Baráttan á botninum var einnig spennandi og fórum við Fylkismenn ekki varhluta af henni. En fór það nú svo að HK-ingar og Skagamenn enduðu í neðstu sætunum tveimur. Finnst mér mikil eftirsjá þessara liða enda eru þarna á ferð klúbbar með mikinn metnað og mikið og góðu fólki sem stendur í baráttunni með þeim.
Landsbankadeildin var skipuð 12 liðum í fyrsta skipti nú í ár. Tel ég að það hafi komið vel út þó að hugsanlega megi ræða breytingu á leikdögum fyrir næsta tímabil.
Vil ég að lokum bjóða Stjörnuna og ÍBV velkomna í deild hinna bestu.
Fylkis kveðja,
Valur Fannar Gíslason
Sjá einnig:
Bjarki Freyr Guðmundsson (Þróttur R.)
Gunnleifur Gunnleifsson (HK)
Helgi Pétur Magnússon (ÍA)
Athugasemdir