Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. júlí 2010 22:02
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða Víkings 
2.deild: Ólafsvíkingar kláruðu Víði í lokin
Þorsteinn Már (til hægri) skoraði sigurmarkið í viðbótartíma.
Þorsteinn Már (til hægri) skoraði sigurmarkið í viðbótartíma.
Mynd: Víkingur Ólafsvík
Víðir 1 - 2 Víkingur Ólafsvík
0-1 Björn Bergmann Vilhjálmsson ('48)
1-1 Tomasz Luba ('88)
1-2 Þorsteinn Már Ragnarsson ('90)
Rautt spjald: Gísli Örn Gíslason (Víðir) ('24)

Víkingur Ólafsvík heldur áfram sigurgöngu sinni í annarri deild karla en liðið lagði Víði Garði 2-1 á útivelli í kvöld.

Víðismenn misstu Gísla Örn Gíslason af velli um miðan fyrri hálfleik þegar hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu. Brynjar Kristmundsson fór á punktinn en Bojan Vranic varði vítaspyrnuna.

Björn Bergmann Vilhjálmsson kom Víði síðan yfir og lengi vel leit út fyrir að heimamenn væru að landa sigri.

Tomasz Luba skoraði hins vegar jöfnunarmarkið skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma áður en Þorsteinn Már Ragnarsson skoraði sigurmarkið í viðbótartíma. Þetta var tíunda mark Þorsteins í sumar en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Víkingur er eftir sigurinn með 26 stig á toppnum, sjö stigum á undan BÍ/Bolungarvík sem á leik til góða.
banner
banner
banner