banner
   þri 31. júlí 2012 09:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Konurnar eru fallegar
Leikmaður 13. umferðar: Evan Schwartz (Víkingur R.)
Evan Schwartz í Víkingsbúningnum.
Evan Schwartz í Víkingsbúningnum.
Mynd: Valgeir Kárason
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
,,Leikurinn gegn ÍR var góður fyrir mig. Eins og liðið er að spila núna þá fæ ég tækifæri til að komast í góða stöðu til að leggja upp færi," sagði Evan Schwartz leikmaður Víkings R. við Fótbolta.net í gær en hann er leikmaður 13. umferðar í fyrstu deild karla eftir góða frammistöðu á hægri kantinum í 3-0 sigrinum á ÍR í síðustu viku.

,,Við erum með góðan hóp af strákum hérna hjá Víkingi. Það er samkeppni hér sem lætur alla sýna sitt besta. Við erum vinir utan vallar og viljum skemmta okkur en við pössum allir upp á að bera ábyrgð innan vallar og það hjálpar okkur að búa til þessa blöndu."

Allir á sömu blaðsíðu
Víkingar hafa verið á fínu skriði að undanförnu eftir erfiða byrjun en liðið er nú í fjórða sæti deildarinnar.

,,Það hafa orðið nokkrar breytingar á liðinu okkar. Í flestum leikjum hjá okkur hefur vandamálið verið að klára færin. Við höfum bætt við leikmönnum til að hjálpa okkur í sókninni og það hefur opnað fyrir okkur. Að skora snemma léttir líka aðeins pressunni af vörninni. Það sem er mikilvægast er að ég tel að blandan í liðinu sé mjög fín. Við erum allir á sömu blaðsíðunni. Við vitum styrkleika okkar og reynum að byggja á þeim í hverjum leik."

Veit að við getum farið upp
Víkingur er sem stendur með 19 stig, fjórum stigum á eftir Haukum í öðru sæti deildarinnar. Telur Evan að liðið hafi burði til að fara upp í Pepsi-deildina.

,,Ég held ekki að við getum farið upp, ég veit að við getum farið upp. Við þurfum að vera einbeittir og halda áfram að byggja ofan á þessa jákvæðu hluti sem við erum að gera sem lið. Markmið okkar er að taka einn leik fyrir í einu og sjálfstraust okkar fer vaxandi."

Evan lék með Aftureldingu síðari hluta sumars árið 2008 og ári síðar var hann á mála hjá Breiðabliki. Þessi 24 ára gamli Bandaríkjamaður kom síðan aftur til Íslands í vor en honum líkar vel hér á landi.

,,Þetta er ekki slæmt. Fólkið hér er vingjarnlegt, maturinn er góður, næturlífið er alltaf spennandi og konurnar eru fallegar," sagði Evan sem útilokar ekki að leika áfram á Íslandi næsta sumar.

,,Aldrei að segja aldrei. Þú veist aldrei hvað getur gerst. Núna er ég með nokkra möguleika í Evrópu, Norðurlöndunum og heima í Bandaríkjunum. Ég mun bara sjá hvar besta tækifærið býðst."

Sjá einnig:
Leikmaður 12. umferðar - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Leikmaður 9. umferðar - Dominic Furness (Tindastóll)
Leikmaður 8. umferðar - Halldór Smári Sigurðarson (Víkingur R.)
Leikmaður 7. umferðar - Darren Lough (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 5. umferðar - Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Leikmaður 4. umferðar - Nigel Quashie (ÍR)
Leikmaður 3. umferðar - Ásgeir Aron Ásgeirsson (Fjölni)
Leikmaður 2. umferðar - Robin Strömberg (Þór)
Leikmaður 1. umferðar - Birkir Pálsson (Höttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner