Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. maí 2012 15:15
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Með rándýra klippingu
Leikmaður 1. umferðar: Birkir Pálsson (Höttur)
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
,,Þetta kemur svolítið á óvart, ég verð að viðurkenna það," segir Birkir Pálsson leikmaður 1. umferðar í fyrstu deildinni en hann átti stórleik í vörn Hattar í 3-1 sigri gegn sínum gömlu félögum í Þrótti á laugardag.

,,Þetta var mjög góður leikur hjá öllu liðinu og það var skemmtilegt að vinna á gamla heimavellinum, það var frekar sætt. Þetta var sérstök tilfinning en rosalega gaman."

Birkir skartaði dínamískri hárgreiðslu í leiknum en hann var með hanakamb eins og sjá má á myndunum hér til hliðar.

,,Þetta er rándýr klipping. Við erum tveir Seyðfirðingar í liðinu og ég sagði við hann fyrir leikinn að ef hann myndi taka ,,doughnut" myndi ég taka hanakamb. Við vorum eitthvað að ræða klippingar og þetta varð útkoman," sagði Birkir sem er ennþá með greiðsluna.

,,Fyrst við unnum leikinn þá ákvað maður að halda henni. Kærastan var svo lengi að klippa mig að ég verð að helda þessu eitthvað áfram."

Birkir ákvað að ganga til liðs við Hött í vetur eftir að hafa leikið með Þrótturum frá því árið 2006.

,,Eysteinn (Húni Hauksson, þjálfari Hattar) hringdi í mig eftir áramót og mér fannst þetta strax spennandi. Ég er búinn að vera lengi í Þrótti, það var kannski kominn tími á að breyta til. Ég er að austan og það er langt síðan að maður hefur verið þar. Það verður gaman að taka eitt sumar þar."

Birkir spilaði aðallega bakverði hjá Þrótti en hjá Hetti hefur hann leikið í hjarta varnarinnar.

,,Ég hef spilað miðvörð áður þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert nýtt fyrir mér. Það eru minni hlaup í miðverðinum og það er þægilegra fyrst maður er að eldast," sagði Birkir léttur í bragði.

Birkir er uppalinn hjá Huginn á Seyðisfirði en hann hefði ekki getað ímyndað sér að fara í Hött fyrir nokkrum árum.

,,Fyrir nokkrum árum hefði maður sagt að maður færi aldrei í Hött en tímarnir breytast og maður á aldrei að segja aldrei."

Hetti er spáð fallsæti í sumar en liðið ætlar að blása á allar hrakspár. ,,Við ætlum að sjálfsögðu að gera það. Maður bjóst alveg við að okkur yrði spáð í falli miðað við gengið í vetur og það að ég var á tímabili eini leikmaðurinn sem var kominn á meðan sterkir leikmenn höfðu farið. Við ætlum ekki að fara beint niður aftur, það er alveg klárt. Við erum með okkar markmið og við förum eftir þeim," sagði Birkir að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner