Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 02. júlí 2012 17:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Meiri Djimi Traore en Roberto Carlos
Leikmaður 8. umferðar - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er komið aukið sjálfstraust í okkur eftir sigurinn á Fylki og loksins er sumarið að byrja hjá okkur. Við höfum verið að spila langt undir getu og við vissum að við ættum mikð inni. Vonandi er þetta að koma núna," segir Halldór Smári Sigurðsson leikmaður 8. umferðar í fyrstu deild karla.

Halldór Smári átti góðan leik í vörn Víkings sem sigraði Þór 2-0 síðastliðið föstudagskvöld. Eftir erfiða byrjun eru Víkingar núna með tíu stig í sjöunda sæti deildarinnar.

,,Við erum með lið til að vera í toppbaráttunni og við viljum fara upp um deild. Það er búið að segja það oft og það þýðir ekkert að fara í felur með það neitt þó að það hafi gengið illa í byrjun."

Vill spila í hjarta varnarinnar:
Reynir Leósson var ekki með Víkingi á föstudag vegna meiðsla og þegar Egill Atlason meiddist einnig snemma leiks fór Halldór Smári úr vinstri bakverðinum í miðvörðinn.

,,Ég spilaði hafsent í fyrstu æfingaleikjunum á undirbúningstímabilinu og það er ekkert mál. Ég held að þetta sé staðan mín, ég er búinn að átta mig á því á síðustu tveimur árum að ég á meira heima í hafsent heldur en á miðju. Ég er búinn að vera að fikra mig þangað og ef ég mætti velja þá myndi ég vilja spila hafsent."

Halldór Smári hefur lengst af á sínum ferli leikið á miðjunni og hann byrjaði tímabilið þar. Í síðustu leikjum hefur hann síðan spilað sem vinstri bakvörður. Halldór Smári er 194 cm á hæð og því hávaxnari en flestir vinstri bakverðir í boltanum.

,,Ég er enginn Roberto Carlos, það er meiri Djimi Traore í gangi þarna en það er ágætt og ég er alveg til í að spila í bakverðinum ef þess þarf," sagði Halldór léttur í bragði.

Rappferillinn í pásu:
Halldór er mikill rappáhugamaður og árið 2010 söng hann rapplag um Víking með þáverandi liðsfélaga sínum Daníeli Hjaltasyni. Halldór segir að rappferill sinn sé í pásu í augnablikinu.

,,Daníel sá um þetta og hann er núna í Noregi einhversstaðar. Þegar hann kemur til baka förum við kannski í stúdíó og gerum eitthvað gott."

,,Þetta lag leggst ágætlega í fólk. Þetta er spilað í upphitun og í klefanum, þetta er meira djók en eitthvað annað en þetta er bara gaman,"
sagði Halldór léttur að lokum en lagið má sjá neðst í fréttinni.

Sjá einnig:
Leikmaður 7. umferðar - Darren Lough (KA)
Leikmaður 6. umferðar - Björn Pálsson (Víkingur Ó.)
Leikmaður 5. umferðar - Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir)
Leikmaður 4. umferðar - Nigel Quashie (ÍR)
Leikmaður 3. umferðar - Ásgeir Aron Ásgeirsson (Fjölni)
Leikmaður 2. umferðar - Robin Strömberg (Þór)
Leikmaður 1. umferðar - Birkir Pálsson (Höttur)


Athugasemdir
banner
banner
banner