Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 29. maí 2012 17:00
Magnús Már Einarsson
Bestur í 1. deild: Reyni að kenna þessum ungu á lífið
Ásgeir Aron Ásgeirsson (Fjölnir)
Ásgeir Aron Ásgeirsson.
Ásgeir Aron Ásgeirsson.
Mynd: Björn Ingvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er ekki oft sem maður skorar þessa dagana og hvað þá tvö," sagði Ásgeir Aron Ásgeirsson miðjumaður Fjölnis við Fótbolta.net í dag en hann er leikmaður 3. umferðar í fyrstu deildinni.

Ásgeir Aron var mjög öflugur á miðjunni í leiknum en Fjölnismönnum gekk vel að loka á ÍR-inga.

,,Það er búið að tala mikið um Nigel Quashie og við vissum að hann er öflugur í fótbolta. Við þurftum að loka á hann og þeirra miðjuspil og það gekk mjög vel. Varnarleikurinn yfir höfuð var virkilega góður í þessum leik," sagði Ásgeir en Fjölnismenn komust í 4-0 í fyrri hálfleik og það fór í taugarnar á Quashie.

,,Hann steig vel á bakið á einum hjá okkur, Kolbeini (Kristinssyni) bakverði, hann er með þvílíkt takkafar á bakinu. Ég býst við að flestir ÍR-ingar hafi verið pirraðir í hálfleik, það er eitthvað mikið að ef menn eru ekki pirraðir þegar þeir eru 4-0 undir."

Fjölnismenn eru með fimm stig eftir þrjár umferðir og markmiðið í Grafarvoginum er að fara upp í Pepsi-deildina.

,,Við vitum hvað okkar markmið eru, við erum að stefna á þetta 2. sæti. Það er ekkert vit í því að stefna á þriðja eða fjórða sæti. Við stefnum hátt og ég hef alveg trú á þessum hóp. Ég hef trú á því að við getum verið í toppbaráttunni."

Ásgeir Aron kom sjálfur aftur til Fjölnis í vetur eftir að hafa áður leikið með liðinu frá 2006-2009.

,,Mér líður mjög vel þarna. Þetta eru strákar sem voru með mér í liði á sínum tíma og síðan hafa bæst við ungir, góðir og efnilegir strákar. Umgjörðin er mjög flott í þessu félagi og þetta er helvíti gott batterí."

Ásgeir er 25 ára gamall en hann er þrátt fyrir það einn af aldursforsetunum í Fjölnisliðinu.

,,Það er svolítið furðulegt. Ég hef alltaf litið á mig sem kjúkling en núna eru bara Ómar Hákonar, Ágúst Þór og Árni Kristinn sem eru eldri en ég. Ég reyni að kenna þessum ungu aðeins á lífið," sagði Ásgeir Aron léttur í bragði að lokum.

Sjá einnig:
Leikmaður 2. umferðar - Robin Strömberg (Þór)
Leikmaður 1. umferðar - Birkir Pálsson (Höttur)
Athugasemdir
banner
banner
banner