Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 26. desember 2016 09:00
Magnús Már Einarsson
Haukur Harðar spáir í leikina á Englandi
Haukur Harðarson.
Haukur Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur spáir sínum mönnum í Chelsea sigri.
Haukur spáir sínum mönnum í Chelsea sigri.
Mynd: Getty Images
Sölvi Tryggvason jafnaði besta árangur tímabilsins þegar hann spáði í leikina í enska boltanum á dögunum. Sölvi fékk sjö rétta eins og þrír aðrir hafa gert á tímabilinu.

Næsta umferð í ensku úrvalsdeildinni fer fram í vikunni en flestir leikirnir eru í dag, annan í jólum. Haukur Harðarson, íþróttafréttamaður á RÚV, spáir í leikina að þessu sinni.

Watford 0 - 2 Crystal Palace (12:30 í dag)
Watford heldur áfram að sogast niður í fallbaráttuna og Crystal Palace nær í þrjú dýrmæt stig á útivelli. Benteke setur eitt.

Arsenal 1 - 1 West Brom (15:00 í dag)
Salomón Rondón kemur West Brom yfir í fyrri hálfleik á Emirates. Það verður ekkert sérstaklega mikill jólafílingur hjá heimamönnum en Özil nær aðeins að þagga niður í gagnrýnisröddum með því að leggja upp glæsilegt jöfnunarmark. Vonbrigðajafntefli niðurstaðan hjá Wenger.

Burnley 2 - 1 Middlesbrough (15:00 í dag)
Hér ná nýliðarnir í mikilvæg þrjú stig. Jóhann Berg er að jafna sig af meiðslum og kemur inn á á 70. mínútu og skorar sigurmarkið undir lok leiks. 100% öruggt. Fær veglegan jólabónus fyrir það.

Chelsea 4 - 0 Bournemouth (15:00 í dag)
Töframaðurinn Conte henti í nýtt kerfi 1. október og síðan hefur Chelsea unnið allt og alla. Bournemouth er ekkert að fara að breyta því á Brúnni. Jólaprógrammið hjá Chelsea er mjög þægilegt og forskot þeirra á toppnum verður ennþá meira þegar nýtt ár gengur í garð.

Leicester 1 - 0 Everton (15:00 í dag)
Meistararnir eru algjörlega óútreiknanlegir en Jose Ulloa nýtir tækifærið með Vardy í banni og skorar sigurmarkið í fyrri hálfleik.

Manchester United 2 - 0 Sunderland (15:00 í dag)
Mourinho virkar í aðeins betra skapi þessa daganna og Zlatan á stóran þátt í því. Svíinn heldur áfram að gleðja á Old Trafford og skorar annað markið eftir að Pogba kemur United yfir í fyrri hálfleik.

Swansea 1 - 1 West Ham (15:00 í dag)
Swansea spyrnir sér upp frá botninum eftir niðurlæginguna gegn Middlesbrough í síðustu umferð og nær í stig á Liberty. Gylfi skorar sitt 15. mark í deildinni á árinu 2016. Tveir Íslendingar skora því í þessari umferð. Mjög skemmtilegt.

Hull 1 - 3 Manchester City (17:15 í dag)
City vinnur öruggan sigur í frekar leiðinlegum leik þrátt fyrir fjögur mörk.

Liverpool 2 - 2 Stoke (17:15 á morgun)
Liverpool á það til að ná í svekkjandi úrslit í sigurvímu. Liðsmenn enn að jafna sig af reykeitrun eftir markið á Goodison Park og 2-2 jafntefli niðurstaðan.

Southampton 1 - 1 Tottenham (19:45 á miðvikudag)
Þetta verður hörkuleikur. Bæði mörkin koma á síðustu tíu mínútunum.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner