Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var með sjö rétta þegar hún spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi. Hún jafnaði þar með besta árangur tímabilsins.
Margrét Lára Viðarsdóttir spáir í leikina að þessu sinni en hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu klukkan 18:45 í kvöld.
Margrét Lára Viðarsdóttir spáir í leikina að þessu sinni en hún verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu klukkan 18:45 í kvöld.
Chelsea 2 - 2 Liverpool (19:00 í kvöld)
Liverpool er á fljúgandi siglingu á meðan Chelsea missteig sig í síðasta leik. Ég ætla að segja jafntefli, þá verða United menn glaðir.
Hull 1 - 1 Arsenal (14:00 á morgun)
Hull er upp og niður lið en Arsenal er það líka. Þeir geta ekki sýnt stöðugleika og misstíga sig þarna.
Leicester 2 - 1 Burnley (14:00 á morgun)
Leicester vinnur en Jói Berg skorar sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni.
Manchester City 3 - 0 Bournemouth (14:00 á morgun)
City er á fljúgandi siglingu. Mér finnst þeir vera mjög sannfærandi.
WBA 0 - 1 West Ham (14:00 á morgun)
Mér er eiginlega alveg sama.
Everton 2 - 1 Middlesbrough (16:30 á morgun)
Everton hefur náð fínum úrslitum að undanförnu og þeir styrktu sig undir lok gluggans. Svo lengi sem Everton er með Lukaku þá skora þeir alltaf mörk.
Watford 0 - 3 Man Utd (11:00 á sunnudag)
Mínir menn í United fóru illa að ráði sínu gegn City en þeir koma brjálaðir til leiks núna og ná í þrjú stig. Zlatan heldur áfram og skorar sín tvö mörk. Maðurinn sem er að fá mestu gagnrýnina, Rooney, skorar svo eitt.
Crystal Palace 0 - 0 Stoke (13:15 á sunnudag)
Hundleiðinlegur leikur.
Southampton 0 - 2 Swansea (13:15 á sunnudag)
Það þarf oft að ýta þessum markaskorurum í gang með því að gefa þeim eina vítaspyrnu og núna er Gylfi kominn í gang eftir mark í síðasta leik. Hann skorar eitt og leggur upp hitt.
Tottenham 3 - 1 Sunderland (15:30 á sunnudag)
Tottenham er með skemmtilegt lið. Þeir áttu góða leiktíð í fyrra og voru í titilséns lengi vel.
Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir