Margrét Lára Viðarsdóttir var með fjóra rétta þegar hún spáði í leikina á Englandi í síðustu viku.
Fjölmiðlamaðurinn reyndi Páll Magnússon er á leið í framboð með Sjálfstæðisflokknum nú í haust. Hann spáði í leikina að þessu sinni.
Fjölmiðlamaðurinn reyndi Páll Magnússon er á leið í framboð með Sjálfstæðisflokknum nú í haust. Hann spáði í leikina að þessu sinni.
Manchester United 1 - 2 Leicester (11:30 á morgun)
Ég held ennþá í öskubuskudrauminn hjá Leicester.
Bournemouth 1 - 2 Everton (14:00 á morgun)
Everton er að springa út núna með sinn flotta leikmannahóp. Þetta er miklu betra lið en frammistaðan í fyrra sagði til um.
Middlesbrough 1 - 3 Tottenham (14:00 á morgun)
Tottenham er einfaldlega miklu gæðameira lið.
Liverpool 3 - 0 Hull (14:00 á morgun)
Þetta á að vera auðvelt hjá Liverpool.
Stoke 1 - 1 WBA (14:00 á morgun)
Það er dæmigerður jafnteflisbragur á þessum leik. Bæði lið enda fyrir neðan miðju í deildinni og þetta angar af jafntefli.
Sunderland 0 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Það má hafa sömu orð um þennan leik og leikinn á undan.
Swanesa 1 - 0 Manchester City (14:00 á morgun)
Swansea nær fram hefndum eftir tapið gegn City í deildabikarnum. Gylfi skorar.
Arsenal 1 - 2 Chelsea (16:30 á morgun)
Chelsea er með betra lið. Ég held að gæðin séu samtals meiri hjá Chelsea en Arsenal og það telur í þessum leik.
West Ham 1 - 1 Southampton (15:00 á sunnudag)
Þess leikur fellur í sama flokk og hinir tveir jafnteflis leikirnir.
Burnley 2 - 0 Watford (19:00 á mánudag)
Það er komið að sigurleik hjá Burnley. Jói Berg springur út og skorar bæði.
Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir