Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 10. febrúar 2018 23:30
Gunnar Logi Gylfason
Stóri Sam: Við erum á réttri leið
Stóri Sam segist vera á réttri leið með Everton-liðið
Stóri Sam segist vera á réttri leið með Everton-liðið
Mynd: Getty Images
Everton kom til baka eftir slæmt 5-1 tap gegn Arsenal og vann Crystal Palace 3-1 í dag þar sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði fyrsta mark heimamanna.

Sam Allardyce viðurkenndi að hann hafi verið skeptískur fyrir leik dagsins.

„Ég var skeptískur fyrir leik dagsins efir að hafa tapað síðasta leik 5-1 en leikmennirnir svöruðu frábærlega," sagði Stóri Sam.

Í þeim átta heimaleikjum sem ég hef stjórnað hér höfum við fengið 17 stig og aðeins fengið á okkur fjögur mörk," sagði hann ennfremur, „Við erum á réttri leið, við erum að skemmta stuðningsmönnunum og vinna leiki," sagði þessi 63 ára stjóri Everton.

Everton hefur klifrað upp töfluna undir stjórn Allardyce og situr nú í 9.sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner