Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 01. janúar 2018 11:42
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Brighton og Bournemouth: Bæði lið breyta til
Ryan Fraser er ekki með Bournemouth í dag.
Ryan Fraser er ekki með Bournemouth í dag.
Mynd: Getty Images
Fyrsti leikur ársins í ensku úrvalsdeildinni hefst klukkan 12:30 þegar Brighton fær Bournemouth í heimsókn í leik sem er í beinni á Stöð 2 Sport.

Brighton er fyrir leikinn í 12. sæti deildarinnar með 22 stig en Bournemotuh er í 14. sæti með 20 stig.

Bournemouth gerir fjórar breytingar frá því í sigrinum á Everton í fyrradag. Marc Pugh, Harry Arter, Benik Afobe og Charlie Daniels koma allir inn í liðið. Ryan Fraser, sem var á skotskónum gegn Everton, er einn af þeim sem dettur út en hann er meiddur. Auk þess er varnarmaðurinn Nathan Ake er hvíldur.

Brighton gerir þrjár breytingar síðan í markalausa jafnteflinu gegn Newcastle á laugardag. Ezequiel Schelotto, Jose Izquierdo og Markus Suttner koma allir inn í liðið í stað Bruno, Gaetan Bong og Solly March.






Leikir dagsins
12:30 Brighton - Bournemouth
15:00 Burnley - Liverpool
15:00 Leicester - Huddersfield
15:00 Stoke - Newcastle
17:30 Everton - Manchester United
Athugasemdir
banner
banner