Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 01. mars 2015 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Pulis segir Berahino geta komist í heimsklassa
Efnilegur
Efnilegur
Mynd: Getty Images
Tony Pulis, stjóri WBA, hrósaði Saido Berahino eftir 1-0 sigurinn á Southampton í gær.

Berahino skoraði eina mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur en þetta var ellefta mark kappans á leiktíðinni og hafa níu þeirra komið á heimavelli.

,,Þetta var mark eins og þú sérð frá heimsklassaleikmönnum og Saido Berahino getur orðið slíkur leikmaður”

,,Síðan ég kom hingað hef ég aldrei efast um hæfileikana hans, hann þarf bara að marka sér skýra stefnu. Hann kemur sér í réttar stöður og hefur hæfileikana, bæði til að búa til fyrir aðra og að skora sjálfur.”
sagði Pulis

WBA hefur spyrnt sér frá botninum síðan Tony Pulis tók við og eru í 13.sæti, átta stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner
banner